Harka og ósveigjanleiki 8. september 2005 00:01 "Staða þessara mála, sem upp eru komin á spítalanum, er ekkert í lagi. Við tökum þetta alvarlega," segir Björn Zoega sviðsstjóri lækninga á skurðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss. Hann segir að verið sé að reyna að komast að samkomulagi, við þá lækna sem eru ósáttir, með viðræðum. Sérfræðingur á æðaskurðdeild spítalans hefur sagt upp störfum vegna óánægju með stefnu framkvæmdastjórnar LSH, þar á meðal uppsetningu stimpilklukku. Yfirlæknir deildarinnar á í deilum við stjórnina og hefur sett sín mál í hendur lögfræðings. Fleiri læknar á skurðsviði eru óánægðir og íhuga sumir hverjir uppsögn. Björn segir að notkun stimpilklukku sé einfaldlega skráning á vinnuframlagi samkvæmt kjarasamningi. Kjarasamningur lækna bjóði ekki upp á annað. Yfirstjórn spítalans hafi þó sýnt tilslakanir í þeim efnum. "Hvað varðar bann við vinnu yfirlækna utan spítalans þá var sú ákvörðun tekin af yfirstjórn spítalans í samráði við heilbrigðisyfirvöld. Verið er að skerpa á því að yfirlæknarnir sem stjórna hinum daglega rekstri á deildunum séu ekki að hverfa einn og einn dag í vikunni og skapi þar með óvissu. Tilgangurinn er að sjá til þess að vinnan flæði eðlilega og öryggi sjúklinganna sé ekki ógnað á nokkurn hátt." Helgi segir að þessi breyting valdi deilum og hafi ef til vill áhrif á kjör viðkomandi yfirlækna. Vinnuframlag á stofu úti í bæ virðist vera betur borgað heldur en á spítalanum. Spurður hvort átök tveggja skurðlækna af fjórum sem starfa á æðaskurðlækningadeild séu farin að koma niður á deildinni svarar Björn: "Nei,ekki ennþá." Hann kveðst vonast til að mál viðkomandi lækna geti leyst á farsælan hátt þannig að biðlistar taki ekki að myndast. "Það var sársaukafull sameining á tveimur spítölum hérna," segir Björn um ástæður þess ófriðar sem verið hefur uppi á spítalanum. "Ég get skilið að yfirstjórnin hafi þurft að sýna töluvert mikla hörku til að slá þessum einingum saman þar sem menn höfðu meira sjálfstæði í minni einingum heldur þeir hafa í stærri einingum núna. En það getur líka verið um að ræða ósveigjanleika að hálfu þeirra lækna sem hafa deilt á hana." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
"Staða þessara mála, sem upp eru komin á spítalanum, er ekkert í lagi. Við tökum þetta alvarlega," segir Björn Zoega sviðsstjóri lækninga á skurðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss. Hann segir að verið sé að reyna að komast að samkomulagi, við þá lækna sem eru ósáttir, með viðræðum. Sérfræðingur á æðaskurðdeild spítalans hefur sagt upp störfum vegna óánægju með stefnu framkvæmdastjórnar LSH, þar á meðal uppsetningu stimpilklukku. Yfirlæknir deildarinnar á í deilum við stjórnina og hefur sett sín mál í hendur lögfræðings. Fleiri læknar á skurðsviði eru óánægðir og íhuga sumir hverjir uppsögn. Björn segir að notkun stimpilklukku sé einfaldlega skráning á vinnuframlagi samkvæmt kjarasamningi. Kjarasamningur lækna bjóði ekki upp á annað. Yfirstjórn spítalans hafi þó sýnt tilslakanir í þeim efnum. "Hvað varðar bann við vinnu yfirlækna utan spítalans þá var sú ákvörðun tekin af yfirstjórn spítalans í samráði við heilbrigðisyfirvöld. Verið er að skerpa á því að yfirlæknarnir sem stjórna hinum daglega rekstri á deildunum séu ekki að hverfa einn og einn dag í vikunni og skapi þar með óvissu. Tilgangurinn er að sjá til þess að vinnan flæði eðlilega og öryggi sjúklinganna sé ekki ógnað á nokkurn hátt." Helgi segir að þessi breyting valdi deilum og hafi ef til vill áhrif á kjör viðkomandi yfirlækna. Vinnuframlag á stofu úti í bæ virðist vera betur borgað heldur en á spítalanum. Spurður hvort átök tveggja skurðlækna af fjórum sem starfa á æðaskurðlækningadeild séu farin að koma niður á deildinni svarar Björn: "Nei,ekki ennþá." Hann kveðst vonast til að mál viðkomandi lækna geti leyst á farsælan hátt þannig að biðlistar taki ekki að myndast. "Það var sársaukafull sameining á tveimur spítölum hérna," segir Björn um ástæður þess ófriðar sem verið hefur uppi á spítalanum. "Ég get skilið að yfirstjórnin hafi þurft að sýna töluvert mikla hörku til að slá þessum einingum saman þar sem menn höfðu meira sjálfstæði í minni einingum heldur þeir hafa í stærri einingum núna. En það getur líka verið um að ræða ósveigjanleika að hálfu þeirra lækna sem hafa deilt á hana."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira