Lækkum matarskattinn strax! 18. ágúst 2005 00:01 Matarskattur - Össur Skarphéðinsson alþingismaður Lækkun á matarskattinum er sanngjarnasta leiðin til að lækka skatta. Hún nýtist öllum – tekjulágum sem efnuðum – en þó hlutfallslega mest þeim sem hafa lágar tekjur og mikla framfærslu. Lækkun matarskattsins er því afar góð aðferð til að auka kaupmátt hjá öldruðum og barnafjölskyldum. Svo vinnur lækkun matarskattsins líka gegn verðbólgunni. Vegna tengsla skulda og verðbólgu myndi því lækkun matarskattsins líka lækka skuldir landsmanna. Lækkun matarskattsins er því ein ákjósanlegasta og sanngjarnasta leiðin til að lækka skatta sem völ er á um þessar mundir. Það er merkilegt að í öllu góðærinu skuli stjórnarflokkarnir einungis velta upp hugmyndum um breytingar á skattakerfinu sem gagnast hinum efnameiri. Stjórnmálamenn á uppleið – einsog Einar K. Guðfinnsson – leggja meira að segja til breytingar á skattkerfinu sem beinlínis vinna gegn hag tekjulágra og millitekjufólks eins og hugmynd hans um afnám vaxtabóta felur í sér. Þetta viðhorf varð líka ofan á þegar ríkisstjórnin samþykkti tekjuskattalækkun sína á síðasta þingi. Þá fengu ofurlaunamennirnir í sinn vasa 25-30 sinnum meiri lækkun en ræstingakonan sem heldur skrifstofunni þeirra hreinni. Á Íslandi hefur fram á allra síðustu ár verið sammæli meðal þjóðarinnar um ákveðinn jöfnuð. Þetta hefur breyst. Á síðustu árum hefur ríkisstjórnin – vitandi eða óafvitandi – stöðugt verið að færa hlutfallslega meira af sameiginlegum skattbyrðum yfir á herðar millitekjufólks og þeirra sem hafa lágar tekjur. Það gerist með tvennum hætti. Annars vegar með því að skattfrelsismörkin hækka ekki í takt við laun þannig að fólk með lágar tekjur er sífellt að greiða skatt af hærri hluta tekna en áður. Hins vegar er stöðugt verið að fjármagna lækkun tekjuskattsprósentunnar með felusköttum sem birtast í hækkunum á hvers kyns gjöldum – sem allir greiða jafnt án tillits til tekna sinna. Af þessari braut verður að snúa. Við þurfum meiri jöfnuð í okkar samfélag þar sem stöðugt er að gliðna á milli hinna efnuðu og þeirra tekjulægri. Góð leið til að vinna gegn þessari þróun er að lækka matarskattinn. Útgjöld íslenskra heimila mætti lækka um fimm milljarða ef ríkisstjórnin samþykkti tillögu Samfylkingarinnar frá síðustu þingi um um að lækka matarskattinn svokallaða um helming – eða úr 14 í 7%. Slík lækkun gagnast þeim hlutfallslega mest sem hafa úr minnstu að spila. Ástæðan er einföld. Allir þurfa að kaupa sér brýnar nauðþurftir einsog kjöt, mjólk, grænmeti, fisk, brauð og mjölvöru. Við höfum lagt til að það svigrúm sem er til skattalækkana vegna góðæris verði notað í að lækka virðisaukaskattinn af þessum varningi – hinn svokallaða matarskatt. Eftir því sem menn hafa minni ráðstöfunartekjur og fleiri munna að metta hækkar það hlutfall af ráðstöfunartekjum fjölskyldnanna sem þarf að verja í lífsnauðsynlegan varning af þessu tagi. Lækkun matarskattsins myndi því hlutfallslega gagnast best þeim landsmönnum sem hafa lágar tekjur eða mikla framfærslu, eins og barnafjölskyldunum, öldruðum – og öryrkjum sem aldrei má nefna án þess að jakkafataliðið í verðbréfabransanum fái grænar bólur. Verðbólga er um þessar mundir komin á skrið. Lækkun matarskattsins dregur úr líkum á því að hún fari úr böndum. Ástæðan er sú, að lækkun matarskattsins úr 14% í 7% mun lækka neysluvísitöluna um allt að 0,8% skv. upplýsingum sem við í Samfylkingunni höfum aflað frá opinberum stofnunum. Um leið stuðlar hún að því að lækka skuldir heimilanna – því þær eru beintengdar við verðbólguna. Lækkun matarskattsins dregur úr verðbólgu og þar með stuðlar hún að auknum friði á vinnumarkaði. Það liggur fyrir að verkalýðshreyfingin íhugar að segja upp kjarasamningum vegna óhóflegrar verðbólgu. Lægra matarverð dregur úr líkum á því – um leið og slík lækkun bætir hlutfallslega mest kjör þeirra sem minnst hafa. Er ekki kominn tími til að hugsa nú einu sinni um ræstingakonuna umfram bankastjórann? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Sjá meira
Matarskattur - Össur Skarphéðinsson alþingismaður Lækkun á matarskattinum er sanngjarnasta leiðin til að lækka skatta. Hún nýtist öllum – tekjulágum sem efnuðum – en þó hlutfallslega mest þeim sem hafa lágar tekjur og mikla framfærslu. Lækkun matarskattsins er því afar góð aðferð til að auka kaupmátt hjá öldruðum og barnafjölskyldum. Svo vinnur lækkun matarskattsins líka gegn verðbólgunni. Vegna tengsla skulda og verðbólgu myndi því lækkun matarskattsins líka lækka skuldir landsmanna. Lækkun matarskattsins er því ein ákjósanlegasta og sanngjarnasta leiðin til að lækka skatta sem völ er á um þessar mundir. Það er merkilegt að í öllu góðærinu skuli stjórnarflokkarnir einungis velta upp hugmyndum um breytingar á skattakerfinu sem gagnast hinum efnameiri. Stjórnmálamenn á uppleið – einsog Einar K. Guðfinnsson – leggja meira að segja til breytingar á skattkerfinu sem beinlínis vinna gegn hag tekjulágra og millitekjufólks eins og hugmynd hans um afnám vaxtabóta felur í sér. Þetta viðhorf varð líka ofan á þegar ríkisstjórnin samþykkti tekjuskattalækkun sína á síðasta þingi. Þá fengu ofurlaunamennirnir í sinn vasa 25-30 sinnum meiri lækkun en ræstingakonan sem heldur skrifstofunni þeirra hreinni. Á Íslandi hefur fram á allra síðustu ár verið sammæli meðal þjóðarinnar um ákveðinn jöfnuð. Þetta hefur breyst. Á síðustu árum hefur ríkisstjórnin – vitandi eða óafvitandi – stöðugt verið að færa hlutfallslega meira af sameiginlegum skattbyrðum yfir á herðar millitekjufólks og þeirra sem hafa lágar tekjur. Það gerist með tvennum hætti. Annars vegar með því að skattfrelsismörkin hækka ekki í takt við laun þannig að fólk með lágar tekjur er sífellt að greiða skatt af hærri hluta tekna en áður. Hins vegar er stöðugt verið að fjármagna lækkun tekjuskattsprósentunnar með felusköttum sem birtast í hækkunum á hvers kyns gjöldum – sem allir greiða jafnt án tillits til tekna sinna. Af þessari braut verður að snúa. Við þurfum meiri jöfnuð í okkar samfélag þar sem stöðugt er að gliðna á milli hinna efnuðu og þeirra tekjulægri. Góð leið til að vinna gegn þessari þróun er að lækka matarskattinn. Útgjöld íslenskra heimila mætti lækka um fimm milljarða ef ríkisstjórnin samþykkti tillögu Samfylkingarinnar frá síðustu þingi um um að lækka matarskattinn svokallaða um helming – eða úr 14 í 7%. Slík lækkun gagnast þeim hlutfallslega mest sem hafa úr minnstu að spila. Ástæðan er einföld. Allir þurfa að kaupa sér brýnar nauðþurftir einsog kjöt, mjólk, grænmeti, fisk, brauð og mjölvöru. Við höfum lagt til að það svigrúm sem er til skattalækkana vegna góðæris verði notað í að lækka virðisaukaskattinn af þessum varningi – hinn svokallaða matarskatt. Eftir því sem menn hafa minni ráðstöfunartekjur og fleiri munna að metta hækkar það hlutfall af ráðstöfunartekjum fjölskyldnanna sem þarf að verja í lífsnauðsynlegan varning af þessu tagi. Lækkun matarskattsins myndi því hlutfallslega gagnast best þeim landsmönnum sem hafa lágar tekjur eða mikla framfærslu, eins og barnafjölskyldunum, öldruðum – og öryrkjum sem aldrei má nefna án þess að jakkafataliðið í verðbréfabransanum fái grænar bólur. Verðbólga er um þessar mundir komin á skrið. Lækkun matarskattsins dregur úr líkum á því að hún fari úr böndum. Ástæðan er sú, að lækkun matarskattsins úr 14% í 7% mun lækka neysluvísitöluna um allt að 0,8% skv. upplýsingum sem við í Samfylkingunni höfum aflað frá opinberum stofnunum. Um leið stuðlar hún að því að lækka skuldir heimilanna – því þær eru beintengdar við verðbólguna. Lækkun matarskattsins dregur úr verðbólgu og þar með stuðlar hún að auknum friði á vinnumarkaði. Það liggur fyrir að verkalýðshreyfingin íhugar að segja upp kjarasamningum vegna óhóflegrar verðbólgu. Lægra matarverð dregur úr líkum á því – um leið og slík lækkun bætir hlutfallslega mest kjör þeirra sem minnst hafa. Er ekki kominn tími til að hugsa nú einu sinni um ræstingakonuna umfram bankastjórann?
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun