Lækkum matarskattinn strax! 18. ágúst 2005 00:01 Matarskattur - Össur Skarphéðinsson alþingismaður Lækkun á matarskattinum er sanngjarnasta leiðin til að lækka skatta. Hún nýtist öllum – tekjulágum sem efnuðum – en þó hlutfallslega mest þeim sem hafa lágar tekjur og mikla framfærslu. Lækkun matarskattsins er því afar góð aðferð til að auka kaupmátt hjá öldruðum og barnafjölskyldum. Svo vinnur lækkun matarskattsins líka gegn verðbólgunni. Vegna tengsla skulda og verðbólgu myndi því lækkun matarskattsins líka lækka skuldir landsmanna. Lækkun matarskattsins er því ein ákjósanlegasta og sanngjarnasta leiðin til að lækka skatta sem völ er á um þessar mundir. Það er merkilegt að í öllu góðærinu skuli stjórnarflokkarnir einungis velta upp hugmyndum um breytingar á skattakerfinu sem gagnast hinum efnameiri. Stjórnmálamenn á uppleið – einsog Einar K. Guðfinnsson – leggja meira að segja til breytingar á skattkerfinu sem beinlínis vinna gegn hag tekjulágra og millitekjufólks eins og hugmynd hans um afnám vaxtabóta felur í sér. Þetta viðhorf varð líka ofan á þegar ríkisstjórnin samþykkti tekjuskattalækkun sína á síðasta þingi. Þá fengu ofurlaunamennirnir í sinn vasa 25-30 sinnum meiri lækkun en ræstingakonan sem heldur skrifstofunni þeirra hreinni. Á Íslandi hefur fram á allra síðustu ár verið sammæli meðal þjóðarinnar um ákveðinn jöfnuð. Þetta hefur breyst. Á síðustu árum hefur ríkisstjórnin – vitandi eða óafvitandi – stöðugt verið að færa hlutfallslega meira af sameiginlegum skattbyrðum yfir á herðar millitekjufólks og þeirra sem hafa lágar tekjur. Það gerist með tvennum hætti. Annars vegar með því að skattfrelsismörkin hækka ekki í takt við laun þannig að fólk með lágar tekjur er sífellt að greiða skatt af hærri hluta tekna en áður. Hins vegar er stöðugt verið að fjármagna lækkun tekjuskattsprósentunnar með felusköttum sem birtast í hækkunum á hvers kyns gjöldum – sem allir greiða jafnt án tillits til tekna sinna. Af þessari braut verður að snúa. Við þurfum meiri jöfnuð í okkar samfélag þar sem stöðugt er að gliðna á milli hinna efnuðu og þeirra tekjulægri. Góð leið til að vinna gegn þessari þróun er að lækka matarskattinn. Útgjöld íslenskra heimila mætti lækka um fimm milljarða ef ríkisstjórnin samþykkti tillögu Samfylkingarinnar frá síðustu þingi um um að lækka matarskattinn svokallaða um helming – eða úr 14 í 7%. Slík lækkun gagnast þeim hlutfallslega mest sem hafa úr minnstu að spila. Ástæðan er einföld. Allir þurfa að kaupa sér brýnar nauðþurftir einsog kjöt, mjólk, grænmeti, fisk, brauð og mjölvöru. Við höfum lagt til að það svigrúm sem er til skattalækkana vegna góðæris verði notað í að lækka virðisaukaskattinn af þessum varningi – hinn svokallaða matarskatt. Eftir því sem menn hafa minni ráðstöfunartekjur og fleiri munna að metta hækkar það hlutfall af ráðstöfunartekjum fjölskyldnanna sem þarf að verja í lífsnauðsynlegan varning af þessu tagi. Lækkun matarskattsins myndi því hlutfallslega gagnast best þeim landsmönnum sem hafa lágar tekjur eða mikla framfærslu, eins og barnafjölskyldunum, öldruðum – og öryrkjum sem aldrei má nefna án þess að jakkafataliðið í verðbréfabransanum fái grænar bólur. Verðbólga er um þessar mundir komin á skrið. Lækkun matarskattsins dregur úr líkum á því að hún fari úr böndum. Ástæðan er sú, að lækkun matarskattsins úr 14% í 7% mun lækka neysluvísitöluna um allt að 0,8% skv. upplýsingum sem við í Samfylkingunni höfum aflað frá opinberum stofnunum. Um leið stuðlar hún að því að lækka skuldir heimilanna – því þær eru beintengdar við verðbólguna. Lækkun matarskattsins dregur úr verðbólgu og þar með stuðlar hún að auknum friði á vinnumarkaði. Það liggur fyrir að verkalýðshreyfingin íhugar að segja upp kjarasamningum vegna óhóflegrar verðbólgu. Lægra matarverð dregur úr líkum á því – um leið og slík lækkun bætir hlutfallslega mest kjör þeirra sem minnst hafa. Er ekki kominn tími til að hugsa nú einu sinni um ræstingakonuna umfram bankastjórann? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Matarskattur - Össur Skarphéðinsson alþingismaður Lækkun á matarskattinum er sanngjarnasta leiðin til að lækka skatta. Hún nýtist öllum – tekjulágum sem efnuðum – en þó hlutfallslega mest þeim sem hafa lágar tekjur og mikla framfærslu. Lækkun matarskattsins er því afar góð aðferð til að auka kaupmátt hjá öldruðum og barnafjölskyldum. Svo vinnur lækkun matarskattsins líka gegn verðbólgunni. Vegna tengsla skulda og verðbólgu myndi því lækkun matarskattsins líka lækka skuldir landsmanna. Lækkun matarskattsins er því ein ákjósanlegasta og sanngjarnasta leiðin til að lækka skatta sem völ er á um þessar mundir. Það er merkilegt að í öllu góðærinu skuli stjórnarflokkarnir einungis velta upp hugmyndum um breytingar á skattakerfinu sem gagnast hinum efnameiri. Stjórnmálamenn á uppleið – einsog Einar K. Guðfinnsson – leggja meira að segja til breytingar á skattkerfinu sem beinlínis vinna gegn hag tekjulágra og millitekjufólks eins og hugmynd hans um afnám vaxtabóta felur í sér. Þetta viðhorf varð líka ofan á þegar ríkisstjórnin samþykkti tekjuskattalækkun sína á síðasta þingi. Þá fengu ofurlaunamennirnir í sinn vasa 25-30 sinnum meiri lækkun en ræstingakonan sem heldur skrifstofunni þeirra hreinni. Á Íslandi hefur fram á allra síðustu ár verið sammæli meðal þjóðarinnar um ákveðinn jöfnuð. Þetta hefur breyst. Á síðustu árum hefur ríkisstjórnin – vitandi eða óafvitandi – stöðugt verið að færa hlutfallslega meira af sameiginlegum skattbyrðum yfir á herðar millitekjufólks og þeirra sem hafa lágar tekjur. Það gerist með tvennum hætti. Annars vegar með því að skattfrelsismörkin hækka ekki í takt við laun þannig að fólk með lágar tekjur er sífellt að greiða skatt af hærri hluta tekna en áður. Hins vegar er stöðugt verið að fjármagna lækkun tekjuskattsprósentunnar með felusköttum sem birtast í hækkunum á hvers kyns gjöldum – sem allir greiða jafnt án tillits til tekna sinna. Af þessari braut verður að snúa. Við þurfum meiri jöfnuð í okkar samfélag þar sem stöðugt er að gliðna á milli hinna efnuðu og þeirra tekjulægri. Góð leið til að vinna gegn þessari þróun er að lækka matarskattinn. Útgjöld íslenskra heimila mætti lækka um fimm milljarða ef ríkisstjórnin samþykkti tillögu Samfylkingarinnar frá síðustu þingi um um að lækka matarskattinn svokallaða um helming – eða úr 14 í 7%. Slík lækkun gagnast þeim hlutfallslega mest sem hafa úr minnstu að spila. Ástæðan er einföld. Allir þurfa að kaupa sér brýnar nauðþurftir einsog kjöt, mjólk, grænmeti, fisk, brauð og mjölvöru. Við höfum lagt til að það svigrúm sem er til skattalækkana vegna góðæris verði notað í að lækka virðisaukaskattinn af þessum varningi – hinn svokallaða matarskatt. Eftir því sem menn hafa minni ráðstöfunartekjur og fleiri munna að metta hækkar það hlutfall af ráðstöfunartekjum fjölskyldnanna sem þarf að verja í lífsnauðsynlegan varning af þessu tagi. Lækkun matarskattsins myndi því hlutfallslega gagnast best þeim landsmönnum sem hafa lágar tekjur eða mikla framfærslu, eins og barnafjölskyldunum, öldruðum – og öryrkjum sem aldrei má nefna án þess að jakkafataliðið í verðbréfabransanum fái grænar bólur. Verðbólga er um þessar mundir komin á skrið. Lækkun matarskattsins dregur úr líkum á því að hún fari úr böndum. Ástæðan er sú, að lækkun matarskattsins úr 14% í 7% mun lækka neysluvísitöluna um allt að 0,8% skv. upplýsingum sem við í Samfylkingunni höfum aflað frá opinberum stofnunum. Um leið stuðlar hún að því að lækka skuldir heimilanna – því þær eru beintengdar við verðbólguna. Lækkun matarskattsins dregur úr verðbólgu og þar með stuðlar hún að auknum friði á vinnumarkaði. Það liggur fyrir að verkalýðshreyfingin íhugar að segja upp kjarasamningum vegna óhóflegrar verðbólgu. Lægra matarverð dregur úr líkum á því – um leið og slík lækkun bætir hlutfallslega mest kjör þeirra sem minnst hafa. Er ekki kominn tími til að hugsa nú einu sinni um ræstingakonuna umfram bankastjórann?
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun