Tekið á móti útgerðum með hörku 12. ágúst 2005 00:01 Það verður tekið á móti með hörku, segir Össur Skarphéðinsson alþingismaður vegna yfirlýsinga útgerðarmanna um að höfða mál gegn ríkinu vegna byggðakvótans og línuívilnunar. Þá er sjávarútvegsráðherra hvergi banginn. Landsamband íslenskra útvegsmanna hefur hótað ríkinu málsókn vegna byggðakvóta og línuívilnunar. LÍU segir útgerðarmenn eiga veiðiheimildirnar sem ríkið taki til ráðstöfunar. Það jafngildi eignatöku og slíkt hljóti að brjóta gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir það ekki rétt. Hann segir að í huga stjórnvalda sé enginn vafi á því að um löglega úthlutun sé að ræða. Ef einhver vafi væri á því stæðu þau ekki fyrir þeim. „Verði þeim að góðu, LÍÚ ætti bara að að láta verða af hótunum sínum, það er enginn vafi á því hvernig þau málaferli myndu fara,“ segir Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður. Hann segir veiðiheimildum úthlutað til eins árs í senn og það myndi ekki eignarrétt. Þá segir Kristinn Alþingi geta breytt lögunum hvenær sem er, á hvern þann hátt sem menn koma sér saman um. Alþingi geti breytt úthlutunarkerfnu sérstaklega eða jafnvel afnumið það með öllu og bætir við að honum finnist útgerðarmenn með eindæmum hrokafullir. Árni Mathiesen segir úthlutanir sem þessar alltaf umdeilanlegar og hafi menn efasemdir um lagalegan grundvöll þeirra sé þeim auðvitað frjálst að bera þær undir dómstóla. Stjórnvöld muni ekki taka því illa. Össur Skarphéðinsson, alþingismaður segir yfirlýsingar útgerðarmanna nýjasta dæmi þeirra um ásælni gagnvart sameiginlegri eign þjóðarinnar. Þeir ætli sér greinilega að skapa nýtt stríð kringum kvótann. „Þeir um það,“ segir Össur og bætir við að það verði tekið á móti af fullri hörku. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Það verður tekið á móti með hörku, segir Össur Skarphéðinsson alþingismaður vegna yfirlýsinga útgerðarmanna um að höfða mál gegn ríkinu vegna byggðakvótans og línuívilnunar. Þá er sjávarútvegsráðherra hvergi banginn. Landsamband íslenskra útvegsmanna hefur hótað ríkinu málsókn vegna byggðakvóta og línuívilnunar. LÍU segir útgerðarmenn eiga veiðiheimildirnar sem ríkið taki til ráðstöfunar. Það jafngildi eignatöku og slíkt hljóti að brjóta gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir það ekki rétt. Hann segir að í huga stjórnvalda sé enginn vafi á því að um löglega úthlutun sé að ræða. Ef einhver vafi væri á því stæðu þau ekki fyrir þeim. „Verði þeim að góðu, LÍÚ ætti bara að að láta verða af hótunum sínum, það er enginn vafi á því hvernig þau málaferli myndu fara,“ segir Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður. Hann segir veiðiheimildum úthlutað til eins árs í senn og það myndi ekki eignarrétt. Þá segir Kristinn Alþingi geta breytt lögunum hvenær sem er, á hvern þann hátt sem menn koma sér saman um. Alþingi geti breytt úthlutunarkerfnu sérstaklega eða jafnvel afnumið það með öllu og bætir við að honum finnist útgerðarmenn með eindæmum hrokafullir. Árni Mathiesen segir úthlutanir sem þessar alltaf umdeilanlegar og hafi menn efasemdir um lagalegan grundvöll þeirra sé þeim auðvitað frjálst að bera þær undir dómstóla. Stjórnvöld muni ekki taka því illa. Össur Skarphéðinsson, alþingismaður segir yfirlýsingar útgerðarmanna nýjasta dæmi þeirra um ásælni gagnvart sameiginlegri eign þjóðarinnar. Þeir ætli sér greinilega að skapa nýtt stríð kringum kvótann. „Þeir um það,“ segir Össur og bætir við að það verði tekið á móti af fullri hörku.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira