Valdið eða fræðin? 12. ágúst 2005 00:01 Einhverjir eftirminnilegustu sjónvarpsþættir sem sýndir hafa verið í íslensku sjónvarpi eru þættirnir "Já ráðherra" og "Já forsætisráðherra" þar sem framagjarni stjórnmálamaðurinn Jim Hacker lét í flestu stjórnast af embættismönnum sínum sem gættu þess að hann gerði ekki annað en það sem hentaði skrifræðiskerfinu, að hann gerði helst ekki neitt. Þessu virðist öfugt farið með Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra sem hefur nú komið í veg fyrir innflutning á argentínsku nautakjöti þrátt fyrir að starfsmenn yfirdýralæknis mæli með innflutningnum þrátt fyrir að taka fram að innflutningur nautakjöts frá Argentínu sé ekki áhættulaus frekar en innflutningur frá öðrum löndum. Gísli Sv. Halldórsson, dýralæknir inn- og útflutningseftirlits búfjárafurða, hefur farið yfir gögn um sjúkdóma í Argentínu síðustu ár og komist að þessari niðurstöðu. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segist ekki geta samþykkt innflutninginn þar sem gin- og klaufaveiki hafi komið upp í Argentínu fyrir tveimur árum. Í gögnum yfirdýralæknis til ráðherra kemur þó fram að gin- og klaufaveiki hafi komið upp í öðrum landshluta Argentínu en stóð til að flytja inn kjöt frá og því sé ekki hægt að taka alla Argentínu sem eitt svæði í þessu samhengi. Að auki kemur fram að landsvæðið þaðan sem fyrirhugaður innflutningur átti að koma er skilgreint sem land án gin- og klaufaveiki án bólusetningar gegn sjúkdómnum. Það er því ljóst að Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra lætur embættismenn ekki stjórna sér heldur tekur sjálfstæðar ákvarðanir. Spurningin er hins vegar hvort þetta sé góð ákvörðun. Af þeim gögnum sem fyrir liggja virðast einu áhrif hennar vera þau að neytendur hafa minna val en ella. Ákvörðun um það byggir ekki á bestu rökum og rannsóknum vísindamanna þótt ekki skuli gert lítið úr þekkingu og reynslu landbúnaðarráðherrans Guðna Ágústssonar. Ákvörðunin ber þess merki að hana tekur stjórnmálamaður sem þekktur er fyrir stuðning sinn við núverandi landbúnaðarkerfi sem byggir á tveimur meginstoðum, annars vegar ríkulegum fjárstuðningi til bænda, hins vegar takmörkunum við innflutningi erlendra búfjárafurða sem hefur í för með sér að verð innlendra búfjárafurða verður hærra en ef þær fengju samkeppni erlendis frá. Niðurstaða kerfisins er því minna val og hærra verð, þótt háa verðið sé að vissu leyti dulbúið með ríkisstyrkjum en þeir eru sóttir í vasa neytenda sem greiða því brúsann. Því er spurning hvort það sé ekki stundum betra að embættismennirnir ráði ferðinni. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Einhverjir eftirminnilegustu sjónvarpsþættir sem sýndir hafa verið í íslensku sjónvarpi eru þættirnir "Já ráðherra" og "Já forsætisráðherra" þar sem framagjarni stjórnmálamaðurinn Jim Hacker lét í flestu stjórnast af embættismönnum sínum sem gættu þess að hann gerði ekki annað en það sem hentaði skrifræðiskerfinu, að hann gerði helst ekki neitt. Þessu virðist öfugt farið með Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra sem hefur nú komið í veg fyrir innflutning á argentínsku nautakjöti þrátt fyrir að starfsmenn yfirdýralæknis mæli með innflutningnum þrátt fyrir að taka fram að innflutningur nautakjöts frá Argentínu sé ekki áhættulaus frekar en innflutningur frá öðrum löndum. Gísli Sv. Halldórsson, dýralæknir inn- og útflutningseftirlits búfjárafurða, hefur farið yfir gögn um sjúkdóma í Argentínu síðustu ár og komist að þessari niðurstöðu. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segist ekki geta samþykkt innflutninginn þar sem gin- og klaufaveiki hafi komið upp í Argentínu fyrir tveimur árum. Í gögnum yfirdýralæknis til ráðherra kemur þó fram að gin- og klaufaveiki hafi komið upp í öðrum landshluta Argentínu en stóð til að flytja inn kjöt frá og því sé ekki hægt að taka alla Argentínu sem eitt svæði í þessu samhengi. Að auki kemur fram að landsvæðið þaðan sem fyrirhugaður innflutningur átti að koma er skilgreint sem land án gin- og klaufaveiki án bólusetningar gegn sjúkdómnum. Það er því ljóst að Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra lætur embættismenn ekki stjórna sér heldur tekur sjálfstæðar ákvarðanir. Spurningin er hins vegar hvort þetta sé góð ákvörðun. Af þeim gögnum sem fyrir liggja virðast einu áhrif hennar vera þau að neytendur hafa minna val en ella. Ákvörðun um það byggir ekki á bestu rökum og rannsóknum vísindamanna þótt ekki skuli gert lítið úr þekkingu og reynslu landbúnaðarráðherrans Guðna Ágústssonar. Ákvörðunin ber þess merki að hana tekur stjórnmálamaður sem þekktur er fyrir stuðning sinn við núverandi landbúnaðarkerfi sem byggir á tveimur meginstoðum, annars vegar ríkulegum fjárstuðningi til bænda, hins vegar takmörkunum við innflutningi erlendra búfjárafurða sem hefur í för með sér að verð innlendra búfjárafurða verður hærra en ef þær fengju samkeppni erlendis frá. Niðurstaða kerfisins er því minna val og hærra verð, þótt háa verðið sé að vissu leyti dulbúið með ríkisstyrkjum en þeir eru sóttir í vasa neytenda sem greiða því brúsann. Því er spurning hvort það sé ekki stundum betra að embættismennirnir ráði ferðinni. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar