Bankarnir bólgna út 3. ágúst 2005 00:01 Bankarnir bólgna út Hagnaður bankanna var á fyrstu sex mánuðum ársins og hafa þeir aldrei hagnast jafn mikið. Methagnaðinn má rekja til góðra aðstæðna á hlutabréfamarkaði, sem og aukningar í þóknana og vaxtatekjum. Hagnaður Íslandsbanka, KB banka og Landsbanka voru 54 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins. Allir bankarnir voru að skila methagnaði og skýrist það í fyrsta lagi af því að allir hafa vaxið mikið, bæði með innri og ytri vexti og skila því óhjámkvæmilega auknum hagnaði samfara auknum tekjum. Markaðsvirði bankanna hefur aukist mjög hratt á undanförnum tveimur árum en árið 2003 voru Kaupþing og Búnaðarbanki sameinaðir og Landsbankinn einkavæddur. Geta bankanna til að vaxa hér á landi er takmörkuð og því hafa þeir leitað út fyrir landsteinana. Allir bankarnir hafa að undanförnu fest kaup á erlendum fjármálafyrirtækjum, bæði á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Mikið starf er því framundan í að samræma reksturinn innan bankanna. Hlutabréfaverð hefur hækkað mikið sem skilar sér í auknum hagnaði bankanna. Einnig hafa þeir verið að selja eignir. Íslandsbanki seldi til að mynda Sjóvá nýlega og KB banki hefur selt hluta í VÍS. Mikill gengishagnaður Samanlagður gengishagnaður bankanna eru rúmir 36 milljarðar króna og er gengishagnaður KB banka helmingurinn af því. Gengishagnaður er fyrst og fremst tilkomin vegna hækkunar á gengi hlutabréfa sem bankinn á í öðrum fyrirtækjum. Innan gengishagnaðs flokkast svo einnig arður af hlutabréfum, hagnaður af afleiðum og hagnaður af gjaldeyrisviðskiðskiptum. Ört stækkandi hluti innan bankanna er svokölluðu fjárfestingabankastarfsemi en hún felst í því að kaupa í óskráðum félögum og skrá þau svo á markað með hagnaði. Bankarnir hafa löngum verið gagnrýndir fyrir hversu miklar eignir þeirra lægju á innlendum hlutabréfamarkaði og virðast bankarnir mjög misjafnir hvað þetta varðar. Þóknanatekjur vaxa Bankarnir skilgreina afkomusvið sín ólíkt og því er skipting tekna miðuð við hvernig hver banki setur fram afkomusvið sín. Einungis lítill hluti tekna bankanna kemur frá viðskiptabankasviði en áður voru tekjur bankanna nánast eingöngu frá þeirri starfsemi. Innan viðskiptabankasviðs Bankarnir hafa einnig verið að auka mikið þjónustu við einstaklinga og bjóða upp á allskyns gerðir af lánum. Einnig eiga bankanir fjármögnunarfyrirtæki á borð við Glitni og SP Fjármögnun sem lána til bílakaupa og annara vélakaupa. Ótrúleg eignaaukning Heildareignir bankanna nema 4.400 milljörðum króna og hafa vaxið gífurlega að undanförnu. Helstu eignir bankanna eru útlán til viðskiptavina þeirra. Áður voru efnahagsreikningar bankanna einfaldara og samastóðu af stærstum hluta af innlánum frá viðskiptavinum annarsvegar og útlánum hingsvegar. Einnig eiga bankarnir umtalsvert af skuldabréfum, hlutabréfum og öðrum eignum sem auðvelt er að koma í verð. Eignir bankanna hafa aukist mikið með kaupum þeirra erlendis, til að mynda voru eignir FIH bankans í Danmörku um 800 milljarðar króna en það voru að mestu lán til íbúðakaupa. Útlánasöfnin hafa vaxið að mestu erlendis að undanförnu en hér á landi er mesti vöxturinn vegna íbúðalána. Bankarnir hafa margfaldast að markaðsvirði en samanlagt markaðsvirði bankanna fjögurra nemur 800 milljörðum króna eða sem nemur þjóðarframleiðslu Íslands á ári. Bjart framundan Uppgjör bankanna sýna að vöxtur þeirra hefur ekki orðið á kostnað arðsemi og flest virðist ganga þeim í hag um þessar mundir. Gengishagnaður vegur þó ennþá mjög þungt í hagnaði bankanna en á meðan aðrir tekjustofnar bankanna skila einnig hagnaði. Erlend starfsemi bankanna hefur einnig verð styrkt mikið, bæði með mikilli aukningu lána, fyrirtækjaverkefna, og annarar þjónustu. Vaxtatekjur bankanna aukast sífellt í takt við útlán þeirra en þó drógust vaxtatekjur KB banka saman milli fyrsta og annars ársfjórðungs vegna minni verðbólgu. Tekjur bankanna vegna erlendrar starfsemi eykst sífellt og eru nú tekjur KB banka 70 prósent erlendis frá. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka segir stefnt að því að tekjur á Íslandi verði einungis 20 prósent af tekjum bankans í lok ársins. Ekki er hægt að búast við hagnaði í líkingu við þann hagnað sem bankarnir hafa verið að skila að undanförnu áfram. Markaðsaðstæður banka og fjármálafyrirtækja hafa verið eins og best verður á kosið. Einnig hafa bankarnir verið að selja ýmsar eignir með góðum hagnaði. Bankarnir hafa einnig dágott svigrúm til að stækka enn frekar og má því búast við einhverjum frekari kaupum á næstunni. Dögg Hjaltalín - dogg@frettabladid Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dögg Hjaltalín Í brennidepli Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Bankarnir bólgna út Hagnaður bankanna var á fyrstu sex mánuðum ársins og hafa þeir aldrei hagnast jafn mikið. Methagnaðinn má rekja til góðra aðstæðna á hlutabréfamarkaði, sem og aukningar í þóknana og vaxtatekjum. Hagnaður Íslandsbanka, KB banka og Landsbanka voru 54 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins. Allir bankarnir voru að skila methagnaði og skýrist það í fyrsta lagi af því að allir hafa vaxið mikið, bæði með innri og ytri vexti og skila því óhjámkvæmilega auknum hagnaði samfara auknum tekjum. Markaðsvirði bankanna hefur aukist mjög hratt á undanförnum tveimur árum en árið 2003 voru Kaupþing og Búnaðarbanki sameinaðir og Landsbankinn einkavæddur. Geta bankanna til að vaxa hér á landi er takmörkuð og því hafa þeir leitað út fyrir landsteinana. Allir bankarnir hafa að undanförnu fest kaup á erlendum fjármálafyrirtækjum, bæði á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Mikið starf er því framundan í að samræma reksturinn innan bankanna. Hlutabréfaverð hefur hækkað mikið sem skilar sér í auknum hagnaði bankanna. Einnig hafa þeir verið að selja eignir. Íslandsbanki seldi til að mynda Sjóvá nýlega og KB banki hefur selt hluta í VÍS. Mikill gengishagnaður Samanlagður gengishagnaður bankanna eru rúmir 36 milljarðar króna og er gengishagnaður KB banka helmingurinn af því. Gengishagnaður er fyrst og fremst tilkomin vegna hækkunar á gengi hlutabréfa sem bankinn á í öðrum fyrirtækjum. Innan gengishagnaðs flokkast svo einnig arður af hlutabréfum, hagnaður af afleiðum og hagnaður af gjaldeyrisviðskiðskiptum. Ört stækkandi hluti innan bankanna er svokölluðu fjárfestingabankastarfsemi en hún felst í því að kaupa í óskráðum félögum og skrá þau svo á markað með hagnaði. Bankarnir hafa löngum verið gagnrýndir fyrir hversu miklar eignir þeirra lægju á innlendum hlutabréfamarkaði og virðast bankarnir mjög misjafnir hvað þetta varðar. Þóknanatekjur vaxa Bankarnir skilgreina afkomusvið sín ólíkt og því er skipting tekna miðuð við hvernig hver banki setur fram afkomusvið sín. Einungis lítill hluti tekna bankanna kemur frá viðskiptabankasviði en áður voru tekjur bankanna nánast eingöngu frá þeirri starfsemi. Innan viðskiptabankasviðs Bankarnir hafa einnig verið að auka mikið þjónustu við einstaklinga og bjóða upp á allskyns gerðir af lánum. Einnig eiga bankanir fjármögnunarfyrirtæki á borð við Glitni og SP Fjármögnun sem lána til bílakaupa og annara vélakaupa. Ótrúleg eignaaukning Heildareignir bankanna nema 4.400 milljörðum króna og hafa vaxið gífurlega að undanförnu. Helstu eignir bankanna eru útlán til viðskiptavina þeirra. Áður voru efnahagsreikningar bankanna einfaldara og samastóðu af stærstum hluta af innlánum frá viðskiptavinum annarsvegar og útlánum hingsvegar. Einnig eiga bankarnir umtalsvert af skuldabréfum, hlutabréfum og öðrum eignum sem auðvelt er að koma í verð. Eignir bankanna hafa aukist mikið með kaupum þeirra erlendis, til að mynda voru eignir FIH bankans í Danmörku um 800 milljarðar króna en það voru að mestu lán til íbúðakaupa. Útlánasöfnin hafa vaxið að mestu erlendis að undanförnu en hér á landi er mesti vöxturinn vegna íbúðalána. Bankarnir hafa margfaldast að markaðsvirði en samanlagt markaðsvirði bankanna fjögurra nemur 800 milljörðum króna eða sem nemur þjóðarframleiðslu Íslands á ári. Bjart framundan Uppgjör bankanna sýna að vöxtur þeirra hefur ekki orðið á kostnað arðsemi og flest virðist ganga þeim í hag um þessar mundir. Gengishagnaður vegur þó ennþá mjög þungt í hagnaði bankanna en á meðan aðrir tekjustofnar bankanna skila einnig hagnaði. Erlend starfsemi bankanna hefur einnig verð styrkt mikið, bæði með mikilli aukningu lána, fyrirtækjaverkefna, og annarar þjónustu. Vaxtatekjur bankanna aukast sífellt í takt við útlán þeirra en þó drógust vaxtatekjur KB banka saman milli fyrsta og annars ársfjórðungs vegna minni verðbólgu. Tekjur bankanna vegna erlendrar starfsemi eykst sífellt og eru nú tekjur KB banka 70 prósent erlendis frá. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka segir stefnt að því að tekjur á Íslandi verði einungis 20 prósent af tekjum bankans í lok ársins. Ekki er hægt að búast við hagnaði í líkingu við þann hagnað sem bankarnir hafa verið að skila að undanförnu áfram. Markaðsaðstæður banka og fjármálafyrirtækja hafa verið eins og best verður á kosið. Einnig hafa bankarnir verið að selja ýmsar eignir með góðum hagnaði. Bankarnir hafa einnig dágott svigrúm til að stækka enn frekar og má því búast við einhverjum frekari kaupum á næstunni. Dögg Hjaltalín - dogg@frettabladid
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun