Ekki hátæknisjúkrahús! 2. ágúst 2005 00:01 Tillögurnar sem lúta að því hvernig við eigum að verja þeim fjármunum sem fást fyrir Símann eru vægast sagt misgóðar. Sú tillaga að nota eigi hluta fjármunanna til þess að byggja hátæknisjúkrahús eru brjálæðisleg að mínu mati. Meginástæðan er sú að heilbrigðiskerfið er botnlaus peningahít. Það sýnir reynslan. Og hvað eru menn nákvæmlega að meina með þessu? Þetta er nú ekki eins og tækjakostur spítalanna sé kolaknúinn í dag? Allskyns góðgerðarfélög og sjálfstæð samtök eyða tugmilljónum árlega í tækjakaup fyrir Barnaspítala og hvaðeina og fjáraustur ríkisvaldsins í kerfið hefur stóraukist undanfarin ár. Heilbrigðiskerfið er því heilt á litið nokkuð gott og þeir vankantar sem eru á því í dag (fá vistunarrými fyrir geðfatlaða, aldraða ofl.) verður ekki lagað með byggingu eitthvers hátæknisjúkrahúss frá grunni. Mesta hræsnin í þessu er svo sú að ekki væri verið að tala um þessa hluti ef Davíð Oddsson hefði ekki veikst persónulega, þurft að dvelja á sjúkrahúsi og í kjölfarið talið þetta góða hugmynd. Hugmyndir eiga ekki að vera kýldar áfram á slíkum forsendum frá háttsettum stjórnmálamönnum. Jú, kannski í Turkmenistan eða Norður- Kóreu, en ekki á Íslandi. Milljarðarnir myndu gjörsamlega hverfa í þessari hít ef af yrði. Hefðbundnar opinberar framkvæmdir sem ávallt fara langt yfir áætlanir myndu vera hlægilegar í samanburði við þetta kostnaðarskrímsli. Sjáið t.a.m. sameiningu Landsspítalans og Borgarspítalans hér um árið. Í millitíðinni var eitthvað stofnað fyrst sem heitir Sjúkrahús Reykjavíkur og lifði það í eitthvert korter. Átti að vera til hagræðingar. Það þótti síðan ekki nógu hagkvæmt og því allt klabbið sameinað. Hafa menn skoðað kostnaðartölurnar í kringum það og alla hagræðinguna sem þar átti að vera? Þær tölur eru ekki fallegar. Mesta djókið af öllu var svo þetta viðskeyti "Háskólasjúkrahús" til þess að toppa flottræfilsháttinn. Við búum í Reykjavík, höfuðborg lands sem telur 300 þúsund hræður. Við búum ekki í Lundi eða Chicago. Ég held að fólk átti sig á því að læknanemar við HÍ hljóti ekki sína starfsþjálfun á bensínstöðvum eða í Bónus. Slík þjálfun fer væntanlega fram á Landsspítalanum! Ætlun yfirvalda til setja meiri "rannsóknarháskólastimpil" á báknið með þessu bullviðskeyti var ávallt aumkunarverð afsökun. Þetta er bara gamaldags snobb. En hátæknisjúkrahús... úff...ég fæ hroll!! Með þökk fyrir lesturinn og góðan vef Kv. Brynjar Jóhannson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tillögurnar sem lúta að því hvernig við eigum að verja þeim fjármunum sem fást fyrir Símann eru vægast sagt misgóðar. Sú tillaga að nota eigi hluta fjármunanna til þess að byggja hátæknisjúkrahús eru brjálæðisleg að mínu mati. Meginástæðan er sú að heilbrigðiskerfið er botnlaus peningahít. Það sýnir reynslan. Og hvað eru menn nákvæmlega að meina með þessu? Þetta er nú ekki eins og tækjakostur spítalanna sé kolaknúinn í dag? Allskyns góðgerðarfélög og sjálfstæð samtök eyða tugmilljónum árlega í tækjakaup fyrir Barnaspítala og hvaðeina og fjáraustur ríkisvaldsins í kerfið hefur stóraukist undanfarin ár. Heilbrigðiskerfið er því heilt á litið nokkuð gott og þeir vankantar sem eru á því í dag (fá vistunarrými fyrir geðfatlaða, aldraða ofl.) verður ekki lagað með byggingu eitthvers hátæknisjúkrahúss frá grunni. Mesta hræsnin í þessu er svo sú að ekki væri verið að tala um þessa hluti ef Davíð Oddsson hefði ekki veikst persónulega, þurft að dvelja á sjúkrahúsi og í kjölfarið talið þetta góða hugmynd. Hugmyndir eiga ekki að vera kýldar áfram á slíkum forsendum frá háttsettum stjórnmálamönnum. Jú, kannski í Turkmenistan eða Norður- Kóreu, en ekki á Íslandi. Milljarðarnir myndu gjörsamlega hverfa í þessari hít ef af yrði. Hefðbundnar opinberar framkvæmdir sem ávallt fara langt yfir áætlanir myndu vera hlægilegar í samanburði við þetta kostnaðarskrímsli. Sjáið t.a.m. sameiningu Landsspítalans og Borgarspítalans hér um árið. Í millitíðinni var eitthvað stofnað fyrst sem heitir Sjúkrahús Reykjavíkur og lifði það í eitthvert korter. Átti að vera til hagræðingar. Það þótti síðan ekki nógu hagkvæmt og því allt klabbið sameinað. Hafa menn skoðað kostnaðartölurnar í kringum það og alla hagræðinguna sem þar átti að vera? Þær tölur eru ekki fallegar. Mesta djókið af öllu var svo þetta viðskeyti "Háskólasjúkrahús" til þess að toppa flottræfilsháttinn. Við búum í Reykjavík, höfuðborg lands sem telur 300 þúsund hræður. Við búum ekki í Lundi eða Chicago. Ég held að fólk átti sig á því að læknanemar við HÍ hljóti ekki sína starfsþjálfun á bensínstöðvum eða í Bónus. Slík þjálfun fer væntanlega fram á Landsspítalanum! Ætlun yfirvalda til setja meiri "rannsóknarháskólastimpil" á báknið með þessu bullviðskeyti var ávallt aumkunarverð afsökun. Þetta er bara gamaldags snobb. En hátæknisjúkrahús... úff...ég fæ hroll!! Með þökk fyrir lesturinn og góðan vef Kv. Brynjar Jóhannson
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun