Sport

41 stigs tap í fyrsta leiknum

16 ára landslið karla í körfubolta tapaði með 41 stigi fyrir Grikklandi, 89-48, í fyrsta leik í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða 16 ára og yngri sem nú fram fer á Spáni. Þetta er fyrsti leikur íslensks landsliðs í A-deild. Páll Fannar Helgason úr Val var stigahæstur með 13 stig en Keflvíkingurinn Þröstur Leó Jóhannsson skoraði 12 stig. Grikkland var með 12 stiga forskot í hálfleik, 32-20, en íslensku strákarnir léku vel í öðrum leikhluta þar sem þeir unnu Grikkina, 11-10 eftir að hafa lent 22-9 eftir fyrsta leikhlutann. Grikkirnir tóku síðan öll völd í þriðja leikhlutanum sem þeir unnu 31-16 og voru komnir 27 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 63-36. Lokaleikhlutinn töpuðu íslensku strákarnir síðan með 14 stigum, 12-16, og munurinn á milli liðanna var því á endanum 41 stig. Stigin hjá íslenska liðinu: Páll Fannar Helgason 12 stig, Þröstur Leó Jóhannsson 11 (6 fráköst), Arnar Freyr Lárusson 8, Elías Kristjánsson 4, Hjörtur Hrafn Einarsson 4 (6 fráköst), Rúnar Ingi Erlingsson 4, Magni Ómarsson 3, Atli Hreinsson 2. Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Króötum á morgun en Króatar og Rússar eiga eftir að mætast í hinum leik riðilsins í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×