Sport

Góður sigur U-18 í körfunni

Íslenska 18 ára körfuboltalandsliðið vann Makedóníu 79-69 í öðrum leik sínum í B-hluta Evrópukeppni U-18 ára landsliða pilta í Ruzomberkok í Slóvakíu í gær. Ísland var undir 65-67 þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum, en tókst að tryggja sér mikilvægan tíu stiga sigur með því að skora 14 stig gegn 2 á endasprettinum. Brynjar Þór Björnsson var stigahæstur með 20 stig, þar af 16 í síðari hálfleik, Árni Ragnarsson skoraði 17 stig og tók 12 fráköst, Pavel Ermolinskij var með 15 stig, 16 fráköst og 7 stoðsendingar og Ólafur Torfason var með 11 stig og 9 fráköst. Íslenska liðið tapaði fyrsta leiknum fyrir Svíum, 50-60, og þarf því að vinna Finnland í dag í leik sem skera mun úr um hvort Ísland á möguleika á einu af efstu sætunum í mótinum eða ekki. Íslenska U-20 ára landsliðið varð hinsvegar í 12. og neðsta sæti í B-keppni Evrópumóts U-20 ára landsliða pilta sem fram fór í Búlgariu eftir naumt tapa fyrir Albaníu, 92-95, í leiknum um júmbósætið. Viðar Hafsteinsson og Sveinbjörn Claessen skoruðu báðir 27 stig en Viðar Örn sem leikur með Hetti á Egilstöðum var með 14,9 stig í leik og 51,3% þriggja stiga nýtingu á mótinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×