Innlent

Ók á 150 þegar hann sá stúlkuna

Tæplega nítján ára piltur var í Héraðsdómi Vestfjarða dæmdur í eins mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Hann ók á fjórtán ára stúlku á Bíldudalsvegi síðasta sumar. Sjálfur segist hann hafa verið á 150 kílómetra hraða þegar hann sá stúlkuna. Prófessor í vélaverkfræði telur sennilegast að bílinn hafi verið á 122 kílómetra hraða þegar honum var ekið á stúlkuna sem var fótgangandi. Pilturinn segist hafa verið á 150 kílómetra hraða þegar hann varð stúlkunnar var, um 300 metrum áður en hann kom að henni. Stúlkan lést samstundist af miklum áverkum sem hún hlaut er hún varð fyrir bifreiðinni. Í niðurstöðum dómsins segir að sakfella verði piltinn þrátt fyrir að stúlkan hafi farið þvert yfir veginn á eftir hundi og í veg fyrir bílinn. Hann hafi sýnt gáleysi með því að aka of hratt miðað við aðstæður. Segir að afar sterkar líkur séu að honum hafi ekki tekist að forðast slysið vegna ökuhraðans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×