Ökum miðað við aðstæður 7. júlí 2005 00:01 Nú er Vegagerðin að átta sig á því að óeðlilegt sé að sami hámarkshraði gildi á öllum stofnvegum landsins. Því er hún að setja upp ný merki á ýmsum stöðum sem kalla á að dregið sé úr hraða, svo sem við blindhæðir, krappar beygjur, brekkur eða aðrar varhugaverðar akstursaðstæður. Þau merki eiga að sýna leiðbeinandi hámarkshraða. Það er besta mál. Að sama skapi mætti líka hækka leiðbeinandi hámarkshraða á vissum vegaköflum landsins sem eru það góðir að reglur um 90 kílómetra hámarkshraða bjóða uppá það eitt að verða brotnar? Akstur verður nefnilega alltaf að fara eftir aðstæðum. Maður sem er einn á ferð um Mýrdalssand á beinum og sléttum vegi á góðum degi skapar ólíkt minni hættu í umferðinni þótt hann aki á 110 kílómetra hraða en sá sem brunar niður Ártúnsbrekkuna á 90, aftan í rassinum á næsta bíl sem er aftan í rassinum á næsta bíl. Vegfarandinn á sandinum má hinsvegar eiga von á að verða sektaður um háar fjárhæðir af því hann er að brjóta lög. Það er margt að varast þegar haldið er út á þjóðvegina. Hraðakstur er vítaverður en þeir sem aka undir eðlilegum hraða á greiðfærum vegum við góð skilyrði skapa einnig hættu. Þeir halda bílaröðunum fyrir aftan sig og verða lestarstjórar. Ökumenn sem í aftari vögnunum sitja fyllast óþolinmæði og stressi og neyta færis að spana framúr sem þeir freista síðan stundum að gera við of þröngar aðstæður. Þá er munar oft mjóu - og jafnvel engu. Til að allt gangi óhappalaust er mikilvægt að allir vegfarendur haldi sem jöfnustum hraða og hafi gott bil á milli bíla. Álagið er vissulega mikið á akvegi landsins á þessum árstíma. Umferðarþunginn er verulegur í miðri viku og enn meiri um helgar, ekki síst í nágrenni höfuðborgarinnar. Þar má oft líkja vegunum við straumþungt fljót, þó með þeirri undantekningu að rennslið er í báðar áttir í einum og sama farveginum. Þjóðin er á faraldsfæti að keppast við að njóta þess besta sem landið hefur uppá að bjóða svo og erlendir ferðamenn sem í stórum stíl nota sumarfríið sitt til að heimsækja eldfjallaeyjuna norður við heimskautsbaug. Þar á ofan bætist að mest allir vöruflutningar út um land eru lagðir á vegina í stað þess að nota skip til að flytja þungavarning meðfram ströndum og inná hafnir landsins eins og hentugt sýnist þó í eyríki eins og okkar. Allt þetta og fleira til gerir það að verkum að ferðalög um landið krefjast varúðar. Vegarollurnar eru sér kapítuli. Þeim þarf nauðsynlega að bægja frá með einhverjum ráðum og þar geta bændur lagt sitt af mörkum með því að venja fé sitt fjarri vegum eða hafa það í áheldi. Það er efni í annan pistil. Gunnþóra Gunnarsdóttir - gun@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnþóra Gunnarsdóttir Í brennidepli Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Nú er Vegagerðin að átta sig á því að óeðlilegt sé að sami hámarkshraði gildi á öllum stofnvegum landsins. Því er hún að setja upp ný merki á ýmsum stöðum sem kalla á að dregið sé úr hraða, svo sem við blindhæðir, krappar beygjur, brekkur eða aðrar varhugaverðar akstursaðstæður. Þau merki eiga að sýna leiðbeinandi hámarkshraða. Það er besta mál. Að sama skapi mætti líka hækka leiðbeinandi hámarkshraða á vissum vegaköflum landsins sem eru það góðir að reglur um 90 kílómetra hámarkshraða bjóða uppá það eitt að verða brotnar? Akstur verður nefnilega alltaf að fara eftir aðstæðum. Maður sem er einn á ferð um Mýrdalssand á beinum og sléttum vegi á góðum degi skapar ólíkt minni hættu í umferðinni þótt hann aki á 110 kílómetra hraða en sá sem brunar niður Ártúnsbrekkuna á 90, aftan í rassinum á næsta bíl sem er aftan í rassinum á næsta bíl. Vegfarandinn á sandinum má hinsvegar eiga von á að verða sektaður um háar fjárhæðir af því hann er að brjóta lög. Það er margt að varast þegar haldið er út á þjóðvegina. Hraðakstur er vítaverður en þeir sem aka undir eðlilegum hraða á greiðfærum vegum við góð skilyrði skapa einnig hættu. Þeir halda bílaröðunum fyrir aftan sig og verða lestarstjórar. Ökumenn sem í aftari vögnunum sitja fyllast óþolinmæði og stressi og neyta færis að spana framúr sem þeir freista síðan stundum að gera við of þröngar aðstæður. Þá er munar oft mjóu - og jafnvel engu. Til að allt gangi óhappalaust er mikilvægt að allir vegfarendur haldi sem jöfnustum hraða og hafi gott bil á milli bíla. Álagið er vissulega mikið á akvegi landsins á þessum árstíma. Umferðarþunginn er verulegur í miðri viku og enn meiri um helgar, ekki síst í nágrenni höfuðborgarinnar. Þar má oft líkja vegunum við straumþungt fljót, þó með þeirri undantekningu að rennslið er í báðar áttir í einum og sama farveginum. Þjóðin er á faraldsfæti að keppast við að njóta þess besta sem landið hefur uppá að bjóða svo og erlendir ferðamenn sem í stórum stíl nota sumarfríið sitt til að heimsækja eldfjallaeyjuna norður við heimskautsbaug. Þar á ofan bætist að mest allir vöruflutningar út um land eru lagðir á vegina í stað þess að nota skip til að flytja þungavarning meðfram ströndum og inná hafnir landsins eins og hentugt sýnist þó í eyríki eins og okkar. Allt þetta og fleira til gerir það að verkum að ferðalög um landið krefjast varúðar. Vegarollurnar eru sér kapítuli. Þeim þarf nauðsynlega að bægja frá með einhverjum ráðum og þar geta bændur lagt sitt af mörkum með því að venja fé sitt fjarri vegum eða hafa það í áheldi. Það er efni í annan pistil. Gunnþóra Gunnarsdóttir - gun@frettabladid.is
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar