Stórleikur KR og Vals í bikarnum 7. júlí 2005 00:01 Dregið var í gær í fjórðungsúrslit í Visa-bikarkeppni karla. Tvö stærstu liðin í pottinum, FH og Valur, mætast ekki nú en Valsmenn fá það erfiða verkefni að heimsækja KR í Vesturbæinn á meðan að FH-ingar taka á móti bikarstemningsliðinu ÍA. Eins og svo oft áður í bikardráttum var fyrst og fremst horft til þess að fá heimaleik. Flestir fyrirliðar liðanna og þjálfarar voru sammála um að andstæðingurinn skipti minna máli á þessu stigi keppninnar en heimaleikjarétturinn þeim mun mikilvægari. Þá skiptir einnig máli að leikirnir í fjórðungsúrslitum keppninnar verða þeir síðustu sem fara fram á heimavöllum liðanna, héðan í frá fara leikirnir fram á Laugardalsvelli. Sterkasti heimavöllur landsins er án efa Kaplakriki í Hafnarfirði þó svo að FH-ingar virðist vera jafnsterkir á útivelli. Liðið sem fékk það miður öfundsverða hlutverk að mæta FH í Hafnarfirði eru Skagamenn, sem hefur oft gengið betur í deildinni en nú í sumar. "Já, þetta var nú ekki léttasta verkefnið sem hægt var að fá," sagði Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði ÍA, eftir útdráttinn. "En ef liðið ætlar sér bikarmeistaratitilinn yfir höfuð þarf að vinna FH rétt eins og önnur lið. Það var óheppni að leikurinn fari fram á þeirra heimavelli en svona er þetta í bikarnum. Þetta verður vissulega erfiður veggur að klífa en við ætlum okkur sigur í þessum leik og ekkert annað." Þannig er málunum háttað með flest lið - þau leggja nú allt kapp á gott gengi í bikarnum þar sem FH virðist í algerum sérflokki í deildinni og aðeins Valur í þeirri aðstöðu að eiga möguleika á að ógna þeim. Kr er eitt þeirra liða sem hefur ekki unnið bikarinn síðan 1999. Þeir mæta nú Völsurum. "Við höfum einmitt verið að ræða þetta. Við ætlum að leggja enn þá meiri kraft í bikarinn enda verðum við ekki Íslandsmeistarar í ár. Ég held að allir sjái það," sagði Kristján Finnbogason fyrirliði KR. Í öðrum leikjum tekur 1. deildarlið HK á móti Fylki og Fram mætir ÍBV. Íslenski boltinn Mest lesið Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Fleiri fréttir Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Símtölum í hjálparlínuna fjölgaði mikið eftir dóm Conors McGregor Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Sjá meira
Dregið var í gær í fjórðungsúrslit í Visa-bikarkeppni karla. Tvö stærstu liðin í pottinum, FH og Valur, mætast ekki nú en Valsmenn fá það erfiða verkefni að heimsækja KR í Vesturbæinn á meðan að FH-ingar taka á móti bikarstemningsliðinu ÍA. Eins og svo oft áður í bikardráttum var fyrst og fremst horft til þess að fá heimaleik. Flestir fyrirliðar liðanna og þjálfarar voru sammála um að andstæðingurinn skipti minna máli á þessu stigi keppninnar en heimaleikjarétturinn þeim mun mikilvægari. Þá skiptir einnig máli að leikirnir í fjórðungsúrslitum keppninnar verða þeir síðustu sem fara fram á heimavöllum liðanna, héðan í frá fara leikirnir fram á Laugardalsvelli. Sterkasti heimavöllur landsins er án efa Kaplakriki í Hafnarfirði þó svo að FH-ingar virðist vera jafnsterkir á útivelli. Liðið sem fékk það miður öfundsverða hlutverk að mæta FH í Hafnarfirði eru Skagamenn, sem hefur oft gengið betur í deildinni en nú í sumar. "Já, þetta var nú ekki léttasta verkefnið sem hægt var að fá," sagði Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði ÍA, eftir útdráttinn. "En ef liðið ætlar sér bikarmeistaratitilinn yfir höfuð þarf að vinna FH rétt eins og önnur lið. Það var óheppni að leikurinn fari fram á þeirra heimavelli en svona er þetta í bikarnum. Þetta verður vissulega erfiður veggur að klífa en við ætlum okkur sigur í þessum leik og ekkert annað." Þannig er málunum háttað með flest lið - þau leggja nú allt kapp á gott gengi í bikarnum þar sem FH virðist í algerum sérflokki í deildinni og aðeins Valur í þeirri aðstöðu að eiga möguleika á að ógna þeim. Kr er eitt þeirra liða sem hefur ekki unnið bikarinn síðan 1999. Þeir mæta nú Völsurum. "Við höfum einmitt verið að ræða þetta. Við ætlum að leggja enn þá meiri kraft í bikarinn enda verðum við ekki Íslandsmeistarar í ár. Ég held að allir sjái það," sagði Kristján Finnbogason fyrirliði KR. Í öðrum leikjum tekur 1. deildarlið HK á móti Fylki og Fram mætir ÍBV.
Íslenski boltinn Mest lesið Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Fleiri fréttir Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Símtölum í hjálparlínuna fjölgaði mikið eftir dóm Conors McGregor Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Sjá meira