Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2024 10:32 Michael Owen fagnar einu af fjölmörgum mörkum sínum fyrir Liverpool. Getty/Jon Buckle Michael Owen yfirgaf Liverpool sem elskaður sonur félagsins, einn allra besti framherji heims og handhafi Gullknattarins. Stuðningsmenn Liverpool hafa hins vegar aldrei sætt sig við það að hann valdi að spila fyrir Manchester United. Í nýju viðtali þá lýsir Owen yfir sárindum sínum yfir því að hafa aldrei verið tekinn í sátt af stuðningsmönnum Liverpool. „Mér finnst ekki eins og ég sé elskaður eða velkominn hjá Liverpool. Það er virkilega sárt og ég reyni því að forðast það að fara þangað,“ sagði Owen í viðtali við The Athletic. Hann fer þar líka yfir kringumstæðurnar þegar hann yfirgaf félagið á sínum tíma. Real Madrid vildi fá hann. „Ég ræddi við knattspyrnustjórann [Benitez] og við Rick Parry [Framkvæmdastjórann]. Það var þannig: Ég verð þarna í eitt eða tvö ár og kem svo til baka. Ég vildi ekki fara frá Liverpool. Liverpool var mitt félag. Ég pældi líka í því hvort ég myndi sjá eftir því ef ég færi ekki,“ sagði Owen. Hann er enn í dag eini leikmaður Liverpool sem hefur unnið Gullhnöttinn sem hann fékk árið sem Liverpool vann bikarþrennuna eða 2000-01. Owen skoraði 158 mörk í fyrir Liverpool á árunum 1996 til 2004 og var sjöundi markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi þegar hann yfirgaf félagið aðeins 25 ára gamall. Owen entist aðeins í eitt tímabil hjá spænska stórliðinu Madrid en var síðan seldur til Newcastle. Hann var mjög óheppin með meiðsli og yfirgaf St. James Park fjórum árum seinna. Það er eitt að fara til Newcastle en annað að fara til erkifjendanna í Manchester United. Owen skrifaði undir tveggja ára samning við United sumarið 2009 og tók við sjöunni frægu af Cristiano Ronaldo. Owen náði að verða enskur meistari með United eitthvað sem hann náði aldrei á árum sínum hjá Liverpool. Þegar hann varð enskur meistari vorið 2011 þá var Liverpool búið að bíða í 21 ár eftir titlinum. Owen spilaði síðasta tímabilið sitt hjá Stoke City en setti skóna upp á hillu 34 ára gamall vorið 2013. Owen hefur allt til alls til að vera elskuð goðsögn hjá stuðningsmönnum Liverpool en þetta sumar sem hann valdi United svíður greinilega enn. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc) Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Sjá meira
Í nýju viðtali þá lýsir Owen yfir sárindum sínum yfir því að hafa aldrei verið tekinn í sátt af stuðningsmönnum Liverpool. „Mér finnst ekki eins og ég sé elskaður eða velkominn hjá Liverpool. Það er virkilega sárt og ég reyni því að forðast það að fara þangað,“ sagði Owen í viðtali við The Athletic. Hann fer þar líka yfir kringumstæðurnar þegar hann yfirgaf félagið á sínum tíma. Real Madrid vildi fá hann. „Ég ræddi við knattspyrnustjórann [Benitez] og við Rick Parry [Framkvæmdastjórann]. Það var þannig: Ég verð þarna í eitt eða tvö ár og kem svo til baka. Ég vildi ekki fara frá Liverpool. Liverpool var mitt félag. Ég pældi líka í því hvort ég myndi sjá eftir því ef ég færi ekki,“ sagði Owen. Hann er enn í dag eini leikmaður Liverpool sem hefur unnið Gullhnöttinn sem hann fékk árið sem Liverpool vann bikarþrennuna eða 2000-01. Owen skoraði 158 mörk í fyrir Liverpool á árunum 1996 til 2004 og var sjöundi markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi þegar hann yfirgaf félagið aðeins 25 ára gamall. Owen entist aðeins í eitt tímabil hjá spænska stórliðinu Madrid en var síðan seldur til Newcastle. Hann var mjög óheppin með meiðsli og yfirgaf St. James Park fjórum árum seinna. Það er eitt að fara til Newcastle en annað að fara til erkifjendanna í Manchester United. Owen skrifaði undir tveggja ára samning við United sumarið 2009 og tók við sjöunni frægu af Cristiano Ronaldo. Owen náði að verða enskur meistari með United eitthvað sem hann náði aldrei á árum sínum hjá Liverpool. Þegar hann varð enskur meistari vorið 2011 þá var Liverpool búið að bíða í 21 ár eftir titlinum. Owen spilaði síðasta tímabilið sitt hjá Stoke City en setti skóna upp á hillu 34 ára gamall vorið 2013. Owen hefur allt til alls til að vera elskuð goðsögn hjá stuðningsmönnum Liverpool en þetta sumar sem hann valdi United svíður greinilega enn. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc)
Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Sjá meira