Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2024 22:17 Lewandowski fagnar ásamt samherjum sínum. EPA-EFE/Alberto Estevez Robert Lewandowski, framherji Barcelona, varð í kvöld þriðji leikmaðurinn til að skora hundrað mörk i Meistaradeild Evrópu. Það gerði hann í 3-0 sigri Börsunga á Brest. Hinn 36 ára gamli Robert Lewandowski kom Börsungum yfir með marki úr vítaspyrnu á 10. mínútu leiksins og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Var það hans 100. mark í Meistaradeild Evrópu. Dani Olmo tvöfaldaði forystuna í síðari hálfleik áður en Lewandowski bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Börsunga í uppbótartíma leiksins. Lewandowski hefur nú skorað 101 mörk í Meistaradeildinni en aðeins tveir leikmenn hafa leikið það eftir, það eru þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Barcelona er sem stendur í 2. sæti Meistaradeildarinnar með 12 stig að loknum fimm leikjum. Brest er í 9. sæti með 10 stig. Í Þýskalandi vann Bayern München 1-0 sigur á París Saint-Germain. Þar vakti athygli að ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma settist á bekkinn. Í hans stað kom hinn rússneski Matvey Safonov. Rússinn átti fínan leik en kom engum vörnum við þegar Min-Jae Kim skoraði með skalla eftir hornspyrnu Joshua Kimmich. Kim skoraði sigurmarkið á meðan Ousmane Dembélé lét reka sig út af með tvö gul spjöld.EPA-EFE/ANNA SZILAGYI Bayern nú með 9 stig í 11. sæti á meðan PSG er í 26. sæti með aðeins fjögur stig. Önnur úrslit Bayer Leverkusen 5-0 Salzburg Inter 1-0 RB Leipzig Young Boys 1-6 Atalanta Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Skytturnar léku á alls oddi Skytturnar hans Mikel Arteta gerðu sér lítið fyrir og pökkuðu Sporting saman á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Loaktölur 1-5 og ljóst að Sporting saknar þjálfara síns fyrrverandi, Rúben Amorim. 26. nóvember 2024 19:33 Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Lærisveinar Pep Guardiola hjá Manchester City höfðu tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins gegn Feyenoord í Meistaradeild Evrópu. Það stefndi í að Man City væri á leið á beinu brautina á ný eftir að liðið komst 3-0 yfir snemma í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki og ótrúlegur endasprettur gestanna tryggði þeim stig, lokatölur 3-3. 26. nóvember 2024 19:33 Atlético skoraði sex Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. Atlético Madríd vann 6-0 útisigur á Sparta Prag á meðan AC Milan vann 3-2 útisigur á Slovan Bratislava. 26. nóvember 2024 20:06 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Hinn 36 ára gamli Robert Lewandowski kom Börsungum yfir með marki úr vítaspyrnu á 10. mínútu leiksins og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Var það hans 100. mark í Meistaradeild Evrópu. Dani Olmo tvöfaldaði forystuna í síðari hálfleik áður en Lewandowski bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Börsunga í uppbótartíma leiksins. Lewandowski hefur nú skorað 101 mörk í Meistaradeildinni en aðeins tveir leikmenn hafa leikið það eftir, það eru þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Barcelona er sem stendur í 2. sæti Meistaradeildarinnar með 12 stig að loknum fimm leikjum. Brest er í 9. sæti með 10 stig. Í Þýskalandi vann Bayern München 1-0 sigur á París Saint-Germain. Þar vakti athygli að ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma settist á bekkinn. Í hans stað kom hinn rússneski Matvey Safonov. Rússinn átti fínan leik en kom engum vörnum við þegar Min-Jae Kim skoraði með skalla eftir hornspyrnu Joshua Kimmich. Kim skoraði sigurmarkið á meðan Ousmane Dembélé lét reka sig út af með tvö gul spjöld.EPA-EFE/ANNA SZILAGYI Bayern nú með 9 stig í 11. sæti á meðan PSG er í 26. sæti með aðeins fjögur stig. Önnur úrslit Bayer Leverkusen 5-0 Salzburg Inter 1-0 RB Leipzig Young Boys 1-6 Atalanta
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Skytturnar léku á alls oddi Skytturnar hans Mikel Arteta gerðu sér lítið fyrir og pökkuðu Sporting saman á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Loaktölur 1-5 og ljóst að Sporting saknar þjálfara síns fyrrverandi, Rúben Amorim. 26. nóvember 2024 19:33 Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Lærisveinar Pep Guardiola hjá Manchester City höfðu tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins gegn Feyenoord í Meistaradeild Evrópu. Það stefndi í að Man City væri á leið á beinu brautina á ný eftir að liðið komst 3-0 yfir snemma í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki og ótrúlegur endasprettur gestanna tryggði þeim stig, lokatölur 3-3. 26. nóvember 2024 19:33 Atlético skoraði sex Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. Atlético Madríd vann 6-0 útisigur á Sparta Prag á meðan AC Milan vann 3-2 útisigur á Slovan Bratislava. 26. nóvember 2024 20:06 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Skytturnar léku á alls oddi Skytturnar hans Mikel Arteta gerðu sér lítið fyrir og pökkuðu Sporting saman á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Loaktölur 1-5 og ljóst að Sporting saknar þjálfara síns fyrrverandi, Rúben Amorim. 26. nóvember 2024 19:33
Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Lærisveinar Pep Guardiola hjá Manchester City höfðu tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins gegn Feyenoord í Meistaradeild Evrópu. Það stefndi í að Man City væri á leið á beinu brautina á ný eftir að liðið komst 3-0 yfir snemma í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki og ótrúlegur endasprettur gestanna tryggði þeim stig, lokatölur 3-3. 26. nóvember 2024 19:33
Atlético skoraði sex Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. Atlético Madríd vann 6-0 útisigur á Sparta Prag á meðan AC Milan vann 3-2 útisigur á Slovan Bratislava. 26. nóvember 2024 20:06