„Við erum brothættir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2024 23:31 Skilur hvorki upp né niður. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, átti ekki mörg svör eftir 3-3 jafntefli við Feyenoord í Meistaradeild Evrópu. Eftir fimm töp í röð komust City-menn 3-0 yfir en gestirnir skoruðu þrívegis á síðasta stundarfjórðung leiksins og tryggðu sér stig. „Leikurinn var fínn í stöðunni 3-0. Við vorum að spila vel en svo fáum við á okkur mörk af því við erum ekki nægilega stöðugir. Við gáfum þeim fyrsta markið, svo annað og svo það þriðja, þess vegna var þetta erfitt,“ sagði Pep en mörk gestanna komu nær öll eftir mistök í öftustu línu City. Þá leit markvörðurinn Ederson skelfilega út. „Við höfum tapað mörgum leikjum undanfarið, við erum brothættir og auðvitað þurftum við á sigri að halda. Þessi leikur virtist ætla að vera góður fyrir sjálfstraustið, við spiluðum á háu getustigi framan af en um leið og eitthvað bjátaði á vorum við í vandræðum.“ „Ég veit ekki hvort þetta er andlegt. Fyrsta markið á hreinlega ekki að eiga sér stað og annað markið sömuleiðis. Eftir það gleymum við hvað gerist, við vorum örvæntingafullir og vildum vinna. Við viljum standa okkur vel en erum ekki að vinna leiki.“ „Staðan er eins og hún er. Við spiluðum vel framan af en á þessu getustigi máttu ekki gefa mótherja þínum neitt.“ „Við þurfum að undirbúa okkur og hugsa um næsta leik. Ef við getum ekki unnið leiki eins og þennan þá verður almennt erfitt að vinna leiki,“ sagði Pep að endingu. Man City mætir Liverpool, toppliði ensku úrvalsdeildarinnar, á sunnudaginn kemur. Lærisveinar Guardiola eru í 2. sæti, átta stigum á eftir Liverpool þegar 12 umferðum er lokið. Pep var langt því frá rólegur í leik kvöldsins.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira
„Leikurinn var fínn í stöðunni 3-0. Við vorum að spila vel en svo fáum við á okkur mörk af því við erum ekki nægilega stöðugir. Við gáfum þeim fyrsta markið, svo annað og svo það þriðja, þess vegna var þetta erfitt,“ sagði Pep en mörk gestanna komu nær öll eftir mistök í öftustu línu City. Þá leit markvörðurinn Ederson skelfilega út. „Við höfum tapað mörgum leikjum undanfarið, við erum brothættir og auðvitað þurftum við á sigri að halda. Þessi leikur virtist ætla að vera góður fyrir sjálfstraustið, við spiluðum á háu getustigi framan af en um leið og eitthvað bjátaði á vorum við í vandræðum.“ „Ég veit ekki hvort þetta er andlegt. Fyrsta markið á hreinlega ekki að eiga sér stað og annað markið sömuleiðis. Eftir það gleymum við hvað gerist, við vorum örvæntingafullir og vildum vinna. Við viljum standa okkur vel en erum ekki að vinna leiki.“ „Staðan er eins og hún er. Við spiluðum vel framan af en á þessu getustigi máttu ekki gefa mótherja þínum neitt.“ „Við þurfum að undirbúa okkur og hugsa um næsta leik. Ef við getum ekki unnið leiki eins og þennan þá verður almennt erfitt að vinna leiki,“ sagði Pep að endingu. Man City mætir Liverpool, toppliði ensku úrvalsdeildarinnar, á sunnudaginn kemur. Lærisveinar Guardiola eru í 2. sæti, átta stigum á eftir Liverpool þegar 12 umferðum er lokið. Pep var langt því frá rólegur í leik kvöldsins.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira