Þögnin um Fjármálaeftirlitið rofin 6. júlí 2005 00:01 Forsvarsmönnum Fjármálaeftirlitsins er heimilt frá fyrsta júlí síðastliðinn að greina frá niðurstöðum athugana sem þeir framkvæma. Þangað til höfðu mjög strangar reglur gilt um upplýsingagjöf eftirlitsins og starfsmönnum þess í raun óheimilt að tjá sig um starf stofnunarinnar nema í undantekningartilvikum. Má því raun segja að hingað til hafi almenningur lítið vitað hvað þessi stofnun, sem sögð er gegna mikilvægu hlutverki, hafi verið að gera. Ekkert hefur verið upplýst um störf hennar nema ríkir hagsmunir almennings hafi krafist þess. Á Alþingi í vor var lögum um verðbréfaviðskipti breytt og heimild til upplýsingagjafar Fjármálaeftirlitsins rýmkuð verulega. Samkvæmt lögunum er eftirlitinu heimilt að greina frá eftirliti með meðferð innherjaupplýsinga, upplýsingum varðandi breytingar á verulegum eignarhlut í skráðum fyrirtækjum, yfirtökureglum og réttindum og skyldum fjármálafyrirtækja. Í greinargerð með frumvarpinu, þar sem breytingarnar voru skýrðar nánar, segir að þessi heimild taki ekki aðeins til birtingar upplýsinga um aðgerðir sem eftirlitið grípur til heldur einnig til birtingar upplýsinga um niðurstöðu almennra athugana sem eftirlitið framkvæmir. Þá skipti ekki máli hvort gripið sé til stjórnvaldsúrræða eða ekki. Telja verði nauðsynlegt að greina frá niðurstöðum athugana þótt þær leiði ekki til sérstakra aðgerða. Þannig geti það augljóslega haft þýðingu fyrir markaðinn að vera upplýstur um það að Fjármálaeftirlitið hafi ekki talið ástæðu til aðgerða í tilteknu máli. Rökin sem nefnd eru þessu til stuðnings eru að þessi framkvæmd hafi varnaðaráhrif og stuðli að bættri framkvæmd á fjármálamarkaði í heild. Það sé mikilvægt fyrir hagsmuni verðbréfamarkaðar að gagnsæi ríki um afdrif mála sem upp komi. Svo geti virst sem Fjármálaeftirlitið sé veik stofnun ef ekki sé gert opinbert hvaða verkefnum hún sinni á tilteknum tíma. Sá varnagli er sleginn að fara verði varlega við að rýmka heimildir til upplýsingagjafar um einstök mál sem varða önnur svið fjármálamarkaðar en verðbréfamarkað. Þó séu skilin þarna á milli ekki alltaf skýr. Þetta eigi til dæmis við þegar fjárhagslegur styrkur fyrirtækja er skoðaður. Einnig kemur fram að reglur um upplýsingagjöf eigi einungis að ná til mála sem koma upp eftir fyrsta júlí en ekki þeirra sem þegar eru í skoðun. Athygli vekur að Fjármálaeftirlitið hefur heimild til að gefa þessar upplýsingar en er það ekki skylt. Nokkur umræða fór fram á Alþingi, þegar frumvarpið var til umræðu, hvort ekki ætti að skylda stofnunina til að gefa þessar upplýsingar. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist telja að þannig hefðu lögin meiri varnaðaráhrif. Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra, sagði þetta útfært svona í tilskipun Evrópusambandsins og það hefði varla meiri varnaðaráhrif að skylda stofnunina til að gefa upplýsingar. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði síðar fram breytingartillögu um að þessu yrði breytt og eftirlitinu skylt að birta niðurstöður athugana sinna. Það náði ekki fram að ganga. Ljóst er að fjárfestar og almennir hluthafar taka þessari breytingu almennt vel. Mikilvægt er fyrir þá að fá sem bestar upplýsingar um starfsemi fyrirtækja og gerðir stjórnenda. Sé ekki farið að settum reglum er þýðingarmikið að það sé upplýst. Óljósara er hvernig stjórnendur skráðra fyrirtækja, sérstaklega fjármálafyrirtækja, taka þessu. Oft geta verið um viðkvæm mál að ræða sem þola illa dagsins ljós. Þó er tekið fram að upplýsingar sem varða fjárhagslegan styrk fyrirtækja verða ekki birtar. Þróunin í þessa átt má samt ekki leiða til þess að keppni skapist milli stjórnenda eftirlitsstofnana um sviðsljós fjölmiðla. Bent er á að slík þróun hafi átt sér stað í Bandaríkjunum. Þögn Fjármálaeftirlitsins hafi skapað traust milli stofnunarinnar og fyrirtækja. Hins vegar bendir ekkert til að sama þróun muni eiga sér stað hér á landi. Menn eru sammála um að stíga varlega til jarðar í þessum efnum og fara sér hægt á meðan þetta nýja fyrirkomulag þróist. Þegar á allt er litið má segja að þessi breyting sé til góða fyrir íslenskan fjármálamarkað. Þögnin í kringum starfsemi Fjármálaeftirlitsins var orðin óþægileg og veikti stofnunina í augum almennings. Eðlilegt er að starfsemi eftirlitsins sé gagnsæ svo fólk hafi sem bestar upplýsingar sem skilar sér í betri framkvæmd fjármálamarkaða.Björgvin Guðmundsson - bjorgvin@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Forsvarsmönnum Fjármálaeftirlitsins er heimilt frá fyrsta júlí síðastliðinn að greina frá niðurstöðum athugana sem þeir framkvæma. Þangað til höfðu mjög strangar reglur gilt um upplýsingagjöf eftirlitsins og starfsmönnum þess í raun óheimilt að tjá sig um starf stofnunarinnar nema í undantekningartilvikum. Má því raun segja að hingað til hafi almenningur lítið vitað hvað þessi stofnun, sem sögð er gegna mikilvægu hlutverki, hafi verið að gera. Ekkert hefur verið upplýst um störf hennar nema ríkir hagsmunir almennings hafi krafist þess. Á Alþingi í vor var lögum um verðbréfaviðskipti breytt og heimild til upplýsingagjafar Fjármálaeftirlitsins rýmkuð verulega. Samkvæmt lögunum er eftirlitinu heimilt að greina frá eftirliti með meðferð innherjaupplýsinga, upplýsingum varðandi breytingar á verulegum eignarhlut í skráðum fyrirtækjum, yfirtökureglum og réttindum og skyldum fjármálafyrirtækja. Í greinargerð með frumvarpinu, þar sem breytingarnar voru skýrðar nánar, segir að þessi heimild taki ekki aðeins til birtingar upplýsinga um aðgerðir sem eftirlitið grípur til heldur einnig til birtingar upplýsinga um niðurstöðu almennra athugana sem eftirlitið framkvæmir. Þá skipti ekki máli hvort gripið sé til stjórnvaldsúrræða eða ekki. Telja verði nauðsynlegt að greina frá niðurstöðum athugana þótt þær leiði ekki til sérstakra aðgerða. Þannig geti það augljóslega haft þýðingu fyrir markaðinn að vera upplýstur um það að Fjármálaeftirlitið hafi ekki talið ástæðu til aðgerða í tilteknu máli. Rökin sem nefnd eru þessu til stuðnings eru að þessi framkvæmd hafi varnaðaráhrif og stuðli að bættri framkvæmd á fjármálamarkaði í heild. Það sé mikilvægt fyrir hagsmuni verðbréfamarkaðar að gagnsæi ríki um afdrif mála sem upp komi. Svo geti virst sem Fjármálaeftirlitið sé veik stofnun ef ekki sé gert opinbert hvaða verkefnum hún sinni á tilteknum tíma. Sá varnagli er sleginn að fara verði varlega við að rýmka heimildir til upplýsingagjafar um einstök mál sem varða önnur svið fjármálamarkaðar en verðbréfamarkað. Þó séu skilin þarna á milli ekki alltaf skýr. Þetta eigi til dæmis við þegar fjárhagslegur styrkur fyrirtækja er skoðaður. Einnig kemur fram að reglur um upplýsingagjöf eigi einungis að ná til mála sem koma upp eftir fyrsta júlí en ekki þeirra sem þegar eru í skoðun. Athygli vekur að Fjármálaeftirlitið hefur heimild til að gefa þessar upplýsingar en er það ekki skylt. Nokkur umræða fór fram á Alþingi, þegar frumvarpið var til umræðu, hvort ekki ætti að skylda stofnunina til að gefa þessar upplýsingar. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist telja að þannig hefðu lögin meiri varnaðaráhrif. Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra, sagði þetta útfært svona í tilskipun Evrópusambandsins og það hefði varla meiri varnaðaráhrif að skylda stofnunina til að gefa upplýsingar. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði síðar fram breytingartillögu um að þessu yrði breytt og eftirlitinu skylt að birta niðurstöður athugana sinna. Það náði ekki fram að ganga. Ljóst er að fjárfestar og almennir hluthafar taka þessari breytingu almennt vel. Mikilvægt er fyrir þá að fá sem bestar upplýsingar um starfsemi fyrirtækja og gerðir stjórnenda. Sé ekki farið að settum reglum er þýðingarmikið að það sé upplýst. Óljósara er hvernig stjórnendur skráðra fyrirtækja, sérstaklega fjármálafyrirtækja, taka þessu. Oft geta verið um viðkvæm mál að ræða sem þola illa dagsins ljós. Þó er tekið fram að upplýsingar sem varða fjárhagslegan styrk fyrirtækja verða ekki birtar. Þróunin í þessa átt má samt ekki leiða til þess að keppni skapist milli stjórnenda eftirlitsstofnana um sviðsljós fjölmiðla. Bent er á að slík þróun hafi átt sér stað í Bandaríkjunum. Þögn Fjármálaeftirlitsins hafi skapað traust milli stofnunarinnar og fyrirtækja. Hins vegar bendir ekkert til að sama þróun muni eiga sér stað hér á landi. Menn eru sammála um að stíga varlega til jarðar í þessum efnum og fara sér hægt á meðan þetta nýja fyrirkomulag þróist. Þegar á allt er litið má segja að þessi breyting sé til góða fyrir íslenskan fjármálamarkað. Þögnin í kringum starfsemi Fjármálaeftirlitsins var orðin óþægileg og veikti stofnunina í augum almennings. Eðlilegt er að starfsemi eftirlitsins sé gagnsæ svo fólk hafi sem bestar upplýsingar sem skilar sér í betri framkvæmd fjármálamarkaða.Björgvin Guðmundsson - bjorgvin@frettabladid.is
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun