Grasbændur ryðja sér til rúms Helgi Seljan skrifar 6. júlí 2005 00:01 Íslenskur landbúnaður hefur um nokkurt skeið verið einskonar olnbogabarn annarra atvinnugreina, í það minnsta í opinberri umræðu. Riðuveiki, gjaldþrot í fiski- og minkarækt, auk framleiðislustyrkja og tollamúra hafa löngum reynst bændum erfið. Nú virðist sem þetta gæti breyst og ný aukagrein sé að ryðja sér til rúms. Í gær féll í héraðsdómi Reykjavíkur dómur yfir fjórum einstaklingum sem öll voru dæmd í skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á ávana- og fíkniefnalöggjöfinni. Ekki að það sé til sérstakra tíðinda þó dómur falli í héraði yfir einhverjum sem komist hefur í kast við ávana- og fíkniefnalögin íslensku, þvert á móti. Það er frekar að saga sakborninganna fjögurra sem á bak við málið standa sé heldur óvenjuleg, eða það mætti maður alla vega ætla í fyrstu.Saga úr sveit Málið varðaði framleiðslu og hugsanlega sölu á kannabisefnum. Ákærðu, fjórmenningarnir, eru öll á fimmtugsaldri en tvö þeirra, bóndahjón í Ölfusi, höfðu ekki komist í kast við lögin áður þó hinir sakborninganna hefðu frá árinu 1980 komist nokkrum sinnum í kast við sömu lög og ákært var fyrir og dæmt nú. Hjónin sem mest mark var tekið á fyrir dómi eru ábúendur á sveitabæ í nágrenni blómabæjarins Hveragerðis. Þau höfðu sem fyrr segir aldrei komist í kast við lögin þegar fyrrum vinur bóndans, gamall félagi af sjónum, bauðst til að aðstoða þau hjónin með lítið vandamál sem átti þó eftir að reynast gamli félaganum af sjónum, vini hans, og hjónunum dýrkeypt.Í viðjum læknadóps Ég sló á þráðinn til bóndakonunnar í Ölfusi í dag og heyrði hennar sögu. Hún vildi síður veita viðtal en féllst á að leyfa mér að fara stuttlega yfir sögu hennar. Hún segir svo frá að fyrir um tveimur árum hafi hún verið orðinn illa haldinn líkamlega og andlega vegna gríðarlegrar verkjalyfjanotkunar. Hún hafi farið frá lækni til annars í þeirri von að geta fengið bót meina sinna og losnað undan áþján kódínlyfja og svefnlyfja en alltaf fengið sama svarið við spurningum sínum. “Ég á pillur við því.” Smám saman hafi hún því misst trúna á að læknar sem hún leitaði til hafi getað aðstoðað hana allt þar til bóndi hennar hafi, í meira gríni en alvöru í fyrstu, bent henni á orð gamals læknis sem eitt sinn hafi sagt henni að kæmist hún yfir hreint gras, kannabisefni eins og það er nefnt í dómi, þá gæti það hugsanlega linað þjáningar hennar og í leiðinni minnkað þau miklu fráhvörf sem konan sá fram á hætti hún neyslu verkjalyfjanna. Grasið væri þannig miklu betra fyrir konuna en parkódínið sem væri búið að hneppa hana í ánauð fíknar, þó sjálf segist hún aldrei hafa sótt í vímuna af neyslu lyfjanna.Gamli skipsfélaginn Konan, sem aldrei kvaðst hafa komið nálægt hvað þá séð eiturlyf, tók orðum bónda síns fyrst sem hverju öðru gríni. Ekki leið þó á löngu þar til bóndi hennar hitti gamlan skipsfélaga sinn, mann sem í gegnum tíðina hefur verið viðriðinn hassneyslu og sölu, að bóndinn fór að spyrjast fyrir um hvernig hægt væri að nálgast slík efni. Vinurinn sagði það lítið mál, hann þekkti menn sem gætu aðstoðað sig við að nálgast fræ sem hægt væri að rækta upp í reykjanlegar plöntur fyrir húsfrúna í Ölfusinu. Bóndinn gekk því í glaður í bragði heim til sín og tilkynnti konunni að hann sæi nú loksins fram á að geta linað þjáningar konu sinnar. Gamli skipsfélaginn kom sér í samband við þriðja aðila, mann af Kjalarnesi, en sá bauðst til að redda bóndanum og konu hans nokkrum kannabisgræðlingum í bakka.Fílaði ekki grasið Hjúin í Ölfusinu voru því kominn með nokkra ræktanlega græðlinga á heimilið sem áttu að duga til að lina þjáningar frúarinnar. Hún segir þó sjálf að henni hafi aldrei huggnast grasið. “Ég vildi ekki vera í vímu, fannst það óþægilegt að vera út úr heiminum,” sagði hún þegar ég talaði við hana í dag. Hún kveðst þó hafa reynt að vega upp á móti verkjalyfjunum með grasinu í um tveggja mánaða skeið. Að þeim tíma liðnum var annað vandamál farið að segja til sín hjá hrossaræktendunum, hjónunum okkar, í Ölfusi. Nú voru það peningar sem ekki var nóg af á bænum enda aðeins ein fyrirvinna á bænum sökum veikinda og örorku konunnar. Þá segir frúin svo frá að vinirnir tveir sem séð hafi þeim fyrir græðlingunum hafi bent þeim á skjótfenginn gróða af ræktun í stærri sniðum en hjúin höfðu hugsað sér til að lina þjáningar konunnar.Ósiðlegt tilboð Eins og margir á undan og eftir tóku hjónin tilboði skipsfélaga bóndans og þriðja mannsins um að hefja umfangsmeiri ræktun á grasi á bænum. Konan segir svo frá að hún hafi með semingi þó samþykkt að fara út í ræktunina enda sá hún fram á að margra ára fjárhagserfiðleikar gætu heyrt sögunni til. Það sem næst gerist í frásögninni er lyginni líkast og væri í raun efni í bíómynd ef ein slík með svipaðri sögu væri ekki þegar til, breska grín- dramamyndin Saving Grace.Skítur fyrir “skít” Bóndinn fór ásamt félögunum tveimur að hugsa fyrir stað þar sem hentugt væri að koma upp nægilegum fjölda kannabisplantna svo hægt væri að græða á því einhvern pening. Varð úr að félagarnir rissuðu upp teikningu af því hvernig mætti breyta haughúsinu í fjósi býlisins að gróðurhúsi. Var umsvifalaust mokað út og hafist handa við að setja upp veggi, leggja þangað rafmagn og gera haughúsið í kjallara fjóssins fínt. Þar sem áður var kúaskítur eða flór, eins og þeira vanari kalla það, var nú kominn annars konar skítur. Fyrir þá sem ekki þekkja til garðræktar - hvað þá þeirrar sem hér er til umfjöllunar - þarf kannabisræktun mikið og vel loftræst rými. Mikil lykt kemur af plöntunum meðan þær vaxa og þarf því að sjá til þess að vel sé loftræst og vökvað auk þess sem lýsing og rétt hitastig skiptir miklu máli.Haughúsið innréttað Fóru næstu dagar í að koma upp sérhönnuðum ljósum og loftræstingu í haughúsinu. Þegar allt var svo tilbúið hófst ræktunin. Í fyrstu átti það að vera í verkahring hjónanna á bænum að sjá um daglega umhirðu plantanna en konan sagði sjálf að hún hefði fljótlega hætt því og látið mann sinn um að huga að plöntunum. Tvímenningarnir, skipsfélaginn og vinur hans, sáu svo um að klippa plönturnar og rækta upp afleggjara. Varð úr að plönturnar uppskáru um 1500 grömm af reykjanlegu grasi sem komið var í sölu. Það var svo aðeins nokkrum mánuðum eftir að ræktun hófst, eða á haustmánuðum 2003, að hinir svartklæddu laganna verðir komust á snoðir um heimilisiðnaðinn á litla hrossabúinu í Ölfusi en þá hafði ræktunin staðið frá því um vorið.Gripin í kaupstaðaferð Lögregla hafði þannig haft skipsfélaga bóndans undir eftirliti í nokkurn tíma þar til ákveðið var að hlera síma hans og félaga hans. Þær hleranir urðu svo til þess að lögregla hóf eftirlit með sveitabænum í Ölfusinu og varð vör við ferðir tvímenninganna þangað nokkrum sinnum. Hjónin voru svo á leið úr kaupstaðaferð að morgni 17. nóvember þegar hvítum lögreglubíl var skyndilega ekið í vegi fyrir þau stutt frá bæ þeirra. Annar lögreglubíll fylgdi á eftir, svo annar og sá fjórði. Ábúendurnir sem upphaflega höfðu freistast til að verða sér úti um nokkra kannabisgræðlinga til að lina þjáningar húsmóðurinnar en ákváðu að láta gróðavon birgja sér sýn voru nú kominn í gæsluvarðhald. Stuttu síðar voru tvímenningarnir félagar þeirra handteknir líka.Fangelsi Þegar lögregla hafði farið um og gert húsleitir á bænum í Ölfusinu, heimili tvímenningana í Reykjavík og Hvergerði hafði verið lagt hald á 710 kannabisplöntur, samtals 521,27 g af öðrum kannabisefnum, 16,43 g af kókaíni sem fannst á heimili annars tvímenninganna í Reykjavík, 12 gróðurhúsalampar, borðvifta, 3 hitablásara, flúorlampa, 9 ljósaperur, 4 tímarofa, tölvuvog, 13 plastkassa, plastslöngu, poka með gróðurmold, 3 poka með blómavikri, 3 plasttunnur, borvél, 674 blómapotta, og 353 græðingapotta. Hjónin hlutu sem fyrr segir skilorðsbundna fangelsisdóma fyrir hlut sinn í málinu, maðurinn fjögurra mánaða fangelsi og konan 45 daga, auk þess sem þeim var gert að greiða sekt fyrir tiltækið. Sömu sögu er að segja af tvímenningunum, skipsfélaga bóndans og félaga hans. Þeir hlutu hvor um sig sex og sjö mánaða fangelsi skiloðrsbundið.Hefðbundnari aðferðum beitt Eftir að rannsókn málsins lauk kveðst bóndakonan hafa ákveðið að leita hefðbundnari leiða til að losna undan verkjalyfjaávana sínum og skráð sig í meðferð á Vog. Hún kveðst hafa þurft að ganga í gegnum vítiskvalir í meðferðinni sem tók hvorki meira né minna en þrjá mánuði. Í dag hafa hjónin snúið sér að hefðbundnari búskap á bæ sínum og sagt skilið við nýsköpunarverkefni sitt í kannabisrækt. Konan kveðst aldrei aftur munu koma nálægt slíku enda þótt harðni í ári. Peningar séu nefnilega ekki allt, það viti hún núna.Ný búgrein Samkvæmt heimildum Talstöðvarinnar er saga hjónanna hér á undan fjarri því einsdæmi. Fullyrt er að það gríðarlega magn sem Íslendingar eru nú taldir reykja af kannabisefnum og þá grasi, sé og hafi um nokkurt skeið nær undantekningalaust allt verið ræktað hér á landi. Þannig þarf ekki lögreglu eða skarpskyggna menn til að sjá að líkast til hafa enn fleiri landeigendur og illa staddir bændur ákveðið að hefja ræktun á óhefðbundari landbúnaðarafurðum en hingað til hefur þekkst í von um aukapeninga. Í samtali við Ásgeir Karlsson, yfirmann fíkniefnalögreglunnar í Reykjavík, sagði hann að mál þeirra hjóna væri síður en svo einsdæmi hvað þá að það væri nýlunda að menn reyndu að koma upp og kæmu upp ræktun víða um landið. Að sögn Ásgeirs njóta kannabisefni eins og það sem hér hefur verið kallað gras, þeirrar sérstöðu hér á landi að framleiðsla á þeim er nokkrun veginn sjálfbær. Það er að það gras sem hér er ræktað og selt er talið anna íslenskum markaði.“Geggjað gras” Ef marka má orð ameríska gangster rapparans 50 Cent, sem dvaldi hér á landi síðasta sumar og hélt tónleika við mikinn fögnuð, hefur enda íslenskum grasbændum tekist vel upp. “Grasið ykkar er geggjað,” lét 50 Cent enda hafa eftir sér að loknum tónleikum hans fyrir ári. Það gildir því sama um þessa tegund landbúnaðar sem og aðrar hefðbundnari - eins og lambakjötsframleiðsluna - að íslenskt er best. Tími og tíð munu svo leiða í ljós hvort þessi nýja - en þó augljóslega - vel falda atvinnugrein mun fá að njóta framleiðslustyrkja, eins og kúabúskapur eða suðafjárrækt, skal ósagt látið. Tollaverndin er í það minnsta til staðar. Enda leggja tollverðir á sig mikið erfiði á hverjum degi til að komast yfir það hass og gras sem reynt er að flytja hingað til lands - í samkeppni við innlendu “framleiðsluna” - á meðan innlenda framleiðslan er erfiðari viðfangs fyrir lögreglu og fer fram víða um land. helgi@talstodin.is Dómsmál Fréttaskýringar Landbúnaður Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum Sjá meira
Íslenskur landbúnaður hefur um nokkurt skeið verið einskonar olnbogabarn annarra atvinnugreina, í það minnsta í opinberri umræðu. Riðuveiki, gjaldþrot í fiski- og minkarækt, auk framleiðislustyrkja og tollamúra hafa löngum reynst bændum erfið. Nú virðist sem þetta gæti breyst og ný aukagrein sé að ryðja sér til rúms. Í gær féll í héraðsdómi Reykjavíkur dómur yfir fjórum einstaklingum sem öll voru dæmd í skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á ávana- og fíkniefnalöggjöfinni. Ekki að það sé til sérstakra tíðinda þó dómur falli í héraði yfir einhverjum sem komist hefur í kast við ávana- og fíkniefnalögin íslensku, þvert á móti. Það er frekar að saga sakborninganna fjögurra sem á bak við málið standa sé heldur óvenjuleg, eða það mætti maður alla vega ætla í fyrstu.Saga úr sveit Málið varðaði framleiðslu og hugsanlega sölu á kannabisefnum. Ákærðu, fjórmenningarnir, eru öll á fimmtugsaldri en tvö þeirra, bóndahjón í Ölfusi, höfðu ekki komist í kast við lögin áður þó hinir sakborninganna hefðu frá árinu 1980 komist nokkrum sinnum í kast við sömu lög og ákært var fyrir og dæmt nú. Hjónin sem mest mark var tekið á fyrir dómi eru ábúendur á sveitabæ í nágrenni blómabæjarins Hveragerðis. Þau höfðu sem fyrr segir aldrei komist í kast við lögin þegar fyrrum vinur bóndans, gamall félagi af sjónum, bauðst til að aðstoða þau hjónin með lítið vandamál sem átti þó eftir að reynast gamli félaganum af sjónum, vini hans, og hjónunum dýrkeypt.Í viðjum læknadóps Ég sló á þráðinn til bóndakonunnar í Ölfusi í dag og heyrði hennar sögu. Hún vildi síður veita viðtal en féllst á að leyfa mér að fara stuttlega yfir sögu hennar. Hún segir svo frá að fyrir um tveimur árum hafi hún verið orðinn illa haldinn líkamlega og andlega vegna gríðarlegrar verkjalyfjanotkunar. Hún hafi farið frá lækni til annars í þeirri von að geta fengið bót meina sinna og losnað undan áþján kódínlyfja og svefnlyfja en alltaf fengið sama svarið við spurningum sínum. “Ég á pillur við því.” Smám saman hafi hún því misst trúna á að læknar sem hún leitaði til hafi getað aðstoðað hana allt þar til bóndi hennar hafi, í meira gríni en alvöru í fyrstu, bent henni á orð gamals læknis sem eitt sinn hafi sagt henni að kæmist hún yfir hreint gras, kannabisefni eins og það er nefnt í dómi, þá gæti það hugsanlega linað þjáningar hennar og í leiðinni minnkað þau miklu fráhvörf sem konan sá fram á hætti hún neyslu verkjalyfjanna. Grasið væri þannig miklu betra fyrir konuna en parkódínið sem væri búið að hneppa hana í ánauð fíknar, þó sjálf segist hún aldrei hafa sótt í vímuna af neyslu lyfjanna.Gamli skipsfélaginn Konan, sem aldrei kvaðst hafa komið nálægt hvað þá séð eiturlyf, tók orðum bónda síns fyrst sem hverju öðru gríni. Ekki leið þó á löngu þar til bóndi hennar hitti gamlan skipsfélaga sinn, mann sem í gegnum tíðina hefur verið viðriðinn hassneyslu og sölu, að bóndinn fór að spyrjast fyrir um hvernig hægt væri að nálgast slík efni. Vinurinn sagði það lítið mál, hann þekkti menn sem gætu aðstoðað sig við að nálgast fræ sem hægt væri að rækta upp í reykjanlegar plöntur fyrir húsfrúna í Ölfusinu. Bóndinn gekk því í glaður í bragði heim til sín og tilkynnti konunni að hann sæi nú loksins fram á að geta linað þjáningar konu sinnar. Gamli skipsfélaginn kom sér í samband við þriðja aðila, mann af Kjalarnesi, en sá bauðst til að redda bóndanum og konu hans nokkrum kannabisgræðlingum í bakka.Fílaði ekki grasið Hjúin í Ölfusinu voru því kominn með nokkra ræktanlega græðlinga á heimilið sem áttu að duga til að lina þjáningar frúarinnar. Hún segir þó sjálf að henni hafi aldrei huggnast grasið. “Ég vildi ekki vera í vímu, fannst það óþægilegt að vera út úr heiminum,” sagði hún þegar ég talaði við hana í dag. Hún kveðst þó hafa reynt að vega upp á móti verkjalyfjunum með grasinu í um tveggja mánaða skeið. Að þeim tíma liðnum var annað vandamál farið að segja til sín hjá hrossaræktendunum, hjónunum okkar, í Ölfusi. Nú voru það peningar sem ekki var nóg af á bænum enda aðeins ein fyrirvinna á bænum sökum veikinda og örorku konunnar. Þá segir frúin svo frá að vinirnir tveir sem séð hafi þeim fyrir græðlingunum hafi bent þeim á skjótfenginn gróða af ræktun í stærri sniðum en hjúin höfðu hugsað sér til að lina þjáningar konunnar.Ósiðlegt tilboð Eins og margir á undan og eftir tóku hjónin tilboði skipsfélaga bóndans og þriðja mannsins um að hefja umfangsmeiri ræktun á grasi á bænum. Konan segir svo frá að hún hafi með semingi þó samþykkt að fara út í ræktunina enda sá hún fram á að margra ára fjárhagserfiðleikar gætu heyrt sögunni til. Það sem næst gerist í frásögninni er lyginni líkast og væri í raun efni í bíómynd ef ein slík með svipaðri sögu væri ekki þegar til, breska grín- dramamyndin Saving Grace.Skítur fyrir “skít” Bóndinn fór ásamt félögunum tveimur að hugsa fyrir stað þar sem hentugt væri að koma upp nægilegum fjölda kannabisplantna svo hægt væri að græða á því einhvern pening. Varð úr að félagarnir rissuðu upp teikningu af því hvernig mætti breyta haughúsinu í fjósi býlisins að gróðurhúsi. Var umsvifalaust mokað út og hafist handa við að setja upp veggi, leggja þangað rafmagn og gera haughúsið í kjallara fjóssins fínt. Þar sem áður var kúaskítur eða flór, eins og þeira vanari kalla það, var nú kominn annars konar skítur. Fyrir þá sem ekki þekkja til garðræktar - hvað þá þeirrar sem hér er til umfjöllunar - þarf kannabisræktun mikið og vel loftræst rými. Mikil lykt kemur af plöntunum meðan þær vaxa og þarf því að sjá til þess að vel sé loftræst og vökvað auk þess sem lýsing og rétt hitastig skiptir miklu máli.Haughúsið innréttað Fóru næstu dagar í að koma upp sérhönnuðum ljósum og loftræstingu í haughúsinu. Þegar allt var svo tilbúið hófst ræktunin. Í fyrstu átti það að vera í verkahring hjónanna á bænum að sjá um daglega umhirðu plantanna en konan sagði sjálf að hún hefði fljótlega hætt því og látið mann sinn um að huga að plöntunum. Tvímenningarnir, skipsfélaginn og vinur hans, sáu svo um að klippa plönturnar og rækta upp afleggjara. Varð úr að plönturnar uppskáru um 1500 grömm af reykjanlegu grasi sem komið var í sölu. Það var svo aðeins nokkrum mánuðum eftir að ræktun hófst, eða á haustmánuðum 2003, að hinir svartklæddu laganna verðir komust á snoðir um heimilisiðnaðinn á litla hrossabúinu í Ölfusi en þá hafði ræktunin staðið frá því um vorið.Gripin í kaupstaðaferð Lögregla hafði þannig haft skipsfélaga bóndans undir eftirliti í nokkurn tíma þar til ákveðið var að hlera síma hans og félaga hans. Þær hleranir urðu svo til þess að lögregla hóf eftirlit með sveitabænum í Ölfusinu og varð vör við ferðir tvímenninganna þangað nokkrum sinnum. Hjónin voru svo á leið úr kaupstaðaferð að morgni 17. nóvember þegar hvítum lögreglubíl var skyndilega ekið í vegi fyrir þau stutt frá bæ þeirra. Annar lögreglubíll fylgdi á eftir, svo annar og sá fjórði. Ábúendurnir sem upphaflega höfðu freistast til að verða sér úti um nokkra kannabisgræðlinga til að lina þjáningar húsmóðurinnar en ákváðu að láta gróðavon birgja sér sýn voru nú kominn í gæsluvarðhald. Stuttu síðar voru tvímenningarnir félagar þeirra handteknir líka.Fangelsi Þegar lögregla hafði farið um og gert húsleitir á bænum í Ölfusinu, heimili tvímenningana í Reykjavík og Hvergerði hafði verið lagt hald á 710 kannabisplöntur, samtals 521,27 g af öðrum kannabisefnum, 16,43 g af kókaíni sem fannst á heimili annars tvímenninganna í Reykjavík, 12 gróðurhúsalampar, borðvifta, 3 hitablásara, flúorlampa, 9 ljósaperur, 4 tímarofa, tölvuvog, 13 plastkassa, plastslöngu, poka með gróðurmold, 3 poka með blómavikri, 3 plasttunnur, borvél, 674 blómapotta, og 353 græðingapotta. Hjónin hlutu sem fyrr segir skilorðsbundna fangelsisdóma fyrir hlut sinn í málinu, maðurinn fjögurra mánaða fangelsi og konan 45 daga, auk þess sem þeim var gert að greiða sekt fyrir tiltækið. Sömu sögu er að segja af tvímenningunum, skipsfélaga bóndans og félaga hans. Þeir hlutu hvor um sig sex og sjö mánaða fangelsi skiloðrsbundið.Hefðbundnari aðferðum beitt Eftir að rannsókn málsins lauk kveðst bóndakonan hafa ákveðið að leita hefðbundnari leiða til að losna undan verkjalyfjaávana sínum og skráð sig í meðferð á Vog. Hún kveðst hafa þurft að ganga í gegnum vítiskvalir í meðferðinni sem tók hvorki meira né minna en þrjá mánuði. Í dag hafa hjónin snúið sér að hefðbundnari búskap á bæ sínum og sagt skilið við nýsköpunarverkefni sitt í kannabisrækt. Konan kveðst aldrei aftur munu koma nálægt slíku enda þótt harðni í ári. Peningar séu nefnilega ekki allt, það viti hún núna.Ný búgrein Samkvæmt heimildum Talstöðvarinnar er saga hjónanna hér á undan fjarri því einsdæmi. Fullyrt er að það gríðarlega magn sem Íslendingar eru nú taldir reykja af kannabisefnum og þá grasi, sé og hafi um nokkurt skeið nær undantekningalaust allt verið ræktað hér á landi. Þannig þarf ekki lögreglu eða skarpskyggna menn til að sjá að líkast til hafa enn fleiri landeigendur og illa staddir bændur ákveðið að hefja ræktun á óhefðbundari landbúnaðarafurðum en hingað til hefur þekkst í von um aukapeninga. Í samtali við Ásgeir Karlsson, yfirmann fíkniefnalögreglunnar í Reykjavík, sagði hann að mál þeirra hjóna væri síður en svo einsdæmi hvað þá að það væri nýlunda að menn reyndu að koma upp og kæmu upp ræktun víða um landið. Að sögn Ásgeirs njóta kannabisefni eins og það sem hér hefur verið kallað gras, þeirrar sérstöðu hér á landi að framleiðsla á þeim er nokkrun veginn sjálfbær. Það er að það gras sem hér er ræktað og selt er talið anna íslenskum markaði.“Geggjað gras” Ef marka má orð ameríska gangster rapparans 50 Cent, sem dvaldi hér á landi síðasta sumar og hélt tónleika við mikinn fögnuð, hefur enda íslenskum grasbændum tekist vel upp. “Grasið ykkar er geggjað,” lét 50 Cent enda hafa eftir sér að loknum tónleikum hans fyrir ári. Það gildir því sama um þessa tegund landbúnaðar sem og aðrar hefðbundnari - eins og lambakjötsframleiðsluna - að íslenskt er best. Tími og tíð munu svo leiða í ljós hvort þessi nýja - en þó augljóslega - vel falda atvinnugrein mun fá að njóta framleiðslustyrkja, eins og kúabúskapur eða suðafjárrækt, skal ósagt látið. Tollaverndin er í það minnsta til staðar. Enda leggja tollverðir á sig mikið erfiði á hverjum degi til að komast yfir það hass og gras sem reynt er að flytja hingað til lands - í samkeppni við innlendu “framleiðsluna” - á meðan innlenda framleiðslan er erfiðari viðfangs fyrir lögreglu og fer fram víða um land. helgi@talstodin.is
Dómsmál Fréttaskýringar Landbúnaður Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent