Allir nýnemar fá skólavist 27. júní 2005 00:01 Allir nýir umsækjendur um vist í framhaldsskólum landsins fá skólavist, þrátt fyrir að aldrei hafi jafnhátt hlutfall árgangs nýnema sótt um. Í fyrra beið fjöldi nýnema í óvissu svo vikum skipti. Nýtt innritunarkerfi er helsta ástæða þess að þetta endurtók sig ekki. Um 95% árgangsins sem var að ljúka tíunda bekk sótti um að hefja framhaldsskólanám í haust. Er það hærra hlutfall en nokkru sinni fyrr. Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra segir að allir þessir nemendur fái skólavist í haust. Þó að Verslunarskólinn, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Kvennaskólinn hafi þurft að hafna töluverðum fjölda nemenda, bjóðist öllum að hefja nám í þeim skólum sem sótt var um til vara. Í fyrra beið stór hópur nýnema í óvissu langt fram eftir sumri, þar sem hreinlega lá ekki ljóst fyrir hvort allir fengju að hefja nám í framhaldsskólum sem eftir því óskuðu. Ekki lá fyrir hve margir höfðu tvískráð sig og enginn virtist hafa næga yfirsýn yfir skráningarnar til að geta svarað því hvort skólarnir önnuðu öllum nemendunum. Steingrímur segir stórbætt innritunarkerfi helstu ástæðuna fyrir því að þetta hafi ekki endurtekið sig. Nú sæki allir um rafrænt og því hafi ráðuneytið heildstæða yfirsýn yfir allar umsóknir og eins hvaða skóla hafi verið sótt um til vara. Enn liggur þó ekki fyrir hvort framhaldsskólarnir geti tekið við eldri nemendum, sem vilja hefja nám á nýjan leik. Það er í höndum einstakra skóla að taka um það ákvörðun. Þegar líða tekur á sumarið liggur væntanlega fyrir hvort hægt verði að finna pláss fyrir þá líka. Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Allir nýir umsækjendur um vist í framhaldsskólum landsins fá skólavist, þrátt fyrir að aldrei hafi jafnhátt hlutfall árgangs nýnema sótt um. Í fyrra beið fjöldi nýnema í óvissu svo vikum skipti. Nýtt innritunarkerfi er helsta ástæða þess að þetta endurtók sig ekki. Um 95% árgangsins sem var að ljúka tíunda bekk sótti um að hefja framhaldsskólanám í haust. Er það hærra hlutfall en nokkru sinni fyrr. Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra segir að allir þessir nemendur fái skólavist í haust. Þó að Verslunarskólinn, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Kvennaskólinn hafi þurft að hafna töluverðum fjölda nemenda, bjóðist öllum að hefja nám í þeim skólum sem sótt var um til vara. Í fyrra beið stór hópur nýnema í óvissu langt fram eftir sumri, þar sem hreinlega lá ekki ljóst fyrir hvort allir fengju að hefja nám í framhaldsskólum sem eftir því óskuðu. Ekki lá fyrir hve margir höfðu tvískráð sig og enginn virtist hafa næga yfirsýn yfir skráningarnar til að geta svarað því hvort skólarnir önnuðu öllum nemendunum. Steingrímur segir stórbætt innritunarkerfi helstu ástæðuna fyrir því að þetta hafi ekki endurtekið sig. Nú sæki allir um rafrænt og því hafi ráðuneytið heildstæða yfirsýn yfir allar umsóknir og eins hvaða skóla hafi verið sótt um til vara. Enn liggur þó ekki fyrir hvort framhaldsskólarnir geti tekið við eldri nemendum, sem vilja hefja nám á nýjan leik. Það er í höndum einstakra skóla að taka um það ákvörðun. Þegar líða tekur á sumarið liggur væntanlega fyrir hvort hægt verði að finna pláss fyrir þá líka.
Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira