Hvernig er þetta hægt? Þórlindur Kjartansson skrifar 16. júní 2005 00:01 Það þekkja það flestir að það getur verið erfitt að láta enda ná saman í fjármálum fjölskyldunnar. Algengt er að heyra að það skipti engu máli hvort tekjurnar hækki - það virðist bara alltaf enda þannig að um mánaðarmót stendur lítið eða ekkert eftir af mánaðarhýrunni. Fæst okkar búa hins vegar við þann undarlega veruleika að tekjur okkar nemi hundruðum milljóna króna á ári líkt og Michael Jackson. Í allri umfjölluninni um réttarhöldin yfir konungi poppsins hefur ítrekað komið fram að Jackson sé sennilega algjörlega blankur. Hjá honum hafa milljarðatekjur á síðustu áratugum ekki dugað til þess að endar nái saman og líklegt er að Jackson þurfi að selja meira og minna allar eignir sínar til að hafa upp í skuldir. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig menn fara að því að eyða milljónum króna á dag en þó er það ekki óalgengt í heimi stórstjarna að jafnvel svimandi tekjur dugi ekki fyrir lífstílnum. Atvinnumenn í íþróttum standa margir uppi slyppir og snauðir örfáum árum eftir að hafa sest í helgan stein þótt þeir hafi þénað stórkostlegar upphæðir. Eins er það alþekkt að sigurvegarar í lottói í Bandaríkjunum fara flestir á hausinn örfáum árum eftir að þeir hljóta vinninginn. Sú tilhneiging okkar flestra að stilla lífstílinn algjörlega eftir því hverjar tekjurnar eru er sennilega stærsta ástæðan fyrir því að svona getur farið. Þegar fólk skyndilega kemst í álnir, jafnvel eftir litla fyrirhöfn eða fyrir glópalán, virðist vera segin saga að fólk fari að hegða sér eins og það geti átt von á því að tekjustreymið verði óbreytt um ómunatíð. Þá er veruleikafirring á háu stigi, eins og virðst vera í tilfelli Jackson, ekki líkleg til þess að stuðla að skynsamlegum ákvörðunum í fjármálum heimilisins. Jackson virðist hafa einstaka getu til þess að eyða peningum í vitleysu og þótt það sé erfitt fyrir venjulegt fólk að ímynda sér hvernig hægt er að eyða hundruðum milljóna í verslunarferð þá hefur Jackson sýnt að allt er hægt ef viljinn - eða brjálsemin - er fyrir hendi. En þótt fjárhagsvandræði Jackson geti verið spaugileg í ákveðnu ljósi þá er hann líklega ekki eins ólíkur okkur flestum í þessu tilliti og við viljum vera láta. Hér á landi er í gangi mikið neyslufyllerí þar sem húsnæðislán og yfirdráttarlán eru notuð til þess að fjármagna kaup á hinum og þessum óþarfa. Á meðan svigrúm er til staðar þá líður flestum eins og þeir hafi vel efni á nýja sjónvarpinu, sumarbústaðnum og íbúðinni en hins vegar þarf gjarnan lítið til þess að endar hætti að ná saman. Úr því að manni á borð við Jackson tekst að rústa eigin fjármálum með óhófi þá gildir það sama um okkur hin. Vera má að Jackson hefði haft gott af því að heyra ráðleggingar gamallar íslenskrar konu sem hafði tekist að nurla saman dágóðum sjóði með því að lifa eftir tveimur ágætum reglum. Sú fyrri er: "Maður kaupir ekki það sem mann langar í, ekki það sem mann vantar, heldur aðeins það sem maður getur ekki verið án." Hin reglan var þessi: "Ef það er ekki til í Kaupfélaginu þá vantar mig það ekki." Þórlindur Kjartansson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Það þekkja það flestir að það getur verið erfitt að láta enda ná saman í fjármálum fjölskyldunnar. Algengt er að heyra að það skipti engu máli hvort tekjurnar hækki - það virðist bara alltaf enda þannig að um mánaðarmót stendur lítið eða ekkert eftir af mánaðarhýrunni. Fæst okkar búa hins vegar við þann undarlega veruleika að tekjur okkar nemi hundruðum milljóna króna á ári líkt og Michael Jackson. Í allri umfjölluninni um réttarhöldin yfir konungi poppsins hefur ítrekað komið fram að Jackson sé sennilega algjörlega blankur. Hjá honum hafa milljarðatekjur á síðustu áratugum ekki dugað til þess að endar nái saman og líklegt er að Jackson þurfi að selja meira og minna allar eignir sínar til að hafa upp í skuldir. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig menn fara að því að eyða milljónum króna á dag en þó er það ekki óalgengt í heimi stórstjarna að jafnvel svimandi tekjur dugi ekki fyrir lífstílnum. Atvinnumenn í íþróttum standa margir uppi slyppir og snauðir örfáum árum eftir að hafa sest í helgan stein þótt þeir hafi þénað stórkostlegar upphæðir. Eins er það alþekkt að sigurvegarar í lottói í Bandaríkjunum fara flestir á hausinn örfáum árum eftir að þeir hljóta vinninginn. Sú tilhneiging okkar flestra að stilla lífstílinn algjörlega eftir því hverjar tekjurnar eru er sennilega stærsta ástæðan fyrir því að svona getur farið. Þegar fólk skyndilega kemst í álnir, jafnvel eftir litla fyrirhöfn eða fyrir glópalán, virðist vera segin saga að fólk fari að hegða sér eins og það geti átt von á því að tekjustreymið verði óbreytt um ómunatíð. Þá er veruleikafirring á háu stigi, eins og virðst vera í tilfelli Jackson, ekki líkleg til þess að stuðla að skynsamlegum ákvörðunum í fjármálum heimilisins. Jackson virðist hafa einstaka getu til þess að eyða peningum í vitleysu og þótt það sé erfitt fyrir venjulegt fólk að ímynda sér hvernig hægt er að eyða hundruðum milljóna í verslunarferð þá hefur Jackson sýnt að allt er hægt ef viljinn - eða brjálsemin - er fyrir hendi. En þótt fjárhagsvandræði Jackson geti verið spaugileg í ákveðnu ljósi þá er hann líklega ekki eins ólíkur okkur flestum í þessu tilliti og við viljum vera láta. Hér á landi er í gangi mikið neyslufyllerí þar sem húsnæðislán og yfirdráttarlán eru notuð til þess að fjármagna kaup á hinum og þessum óþarfa. Á meðan svigrúm er til staðar þá líður flestum eins og þeir hafi vel efni á nýja sjónvarpinu, sumarbústaðnum og íbúðinni en hins vegar þarf gjarnan lítið til þess að endar hætti að ná saman. Úr því að manni á borð við Jackson tekst að rústa eigin fjármálum með óhófi þá gildir það sama um okkur hin. Vera má að Jackson hefði haft gott af því að heyra ráðleggingar gamallar íslenskrar konu sem hafði tekist að nurla saman dágóðum sjóði með því að lifa eftir tveimur ágætum reglum. Sú fyrri er: "Maður kaupir ekki það sem mann langar í, ekki það sem mann vantar, heldur aðeins það sem maður getur ekki verið án." Hin reglan var þessi: "Ef það er ekki til í Kaupfélaginu þá vantar mig það ekki." Þórlindur Kjartansson
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar