Blettur á bændastéttinni 9. júní 2005 00:01 Þegar ekið er um sveitir landsins er eitt sem stingur í augu. Það er slæm umgengni kringum suma sveitabæi. Vélar og tæki dreifð út um hlað og tún, sum hver ryðguð og greinilega langt frá því að vera í nothæfu ástandi, plastflygsur á girðingum og hrúgur af einhverju óskilgreindu drasli hér og þar. Einstaka bóndi hefur jafnvel ekki enn látið verða af því að hirða upp allar heyrúllurnar frá fyrra ári, heldur eru þær enn í óhrjálegum dyngjum hér og þar um landareignina. Svona sóðaskapur og slóðaskapur er afar hvimleiður bæði fyrir þá sem búa í nágrenninu og aðra sem eiga leið um. Velflestir bændur hafa þessa hluti í góðu lagi og sumir framúrskarandi. Því skortir sóðana ekki góðar fyrirmyndir. Þær eru úti um allt. Vissulega kostar það fé að halda vélum við, mála og prýða og vitað er að bændur eru láglaunastétt upp til hópa, því miður. Hins vegar er það ekki síður dýrt að láta tæki og aðrar eignir drabbast niður og verða eyðileggingu að bráð bara vegna hirðuleysis. Þar fara verðmæti í súginn. Við erum stolt af landinu okkar og öllu því sem það gefur af sér, þar á meðal landbúnaðarframleiðslunni. Við viljum geta haldið því á lofti að við eigum hreint land og fagurt, tært vatn og ómengaðar afurðir. Þannig viljum við sjá hlutina og þannig viljum við að aðrir sjái þá. Bændur eru vörslumenn landsins víða og hafa mikil áhrif á umhverfi sitt. Svo eru þeir matvælaframleiðendur og þurfa á trausti og velvild neytenda að halda. Þetta eru mjög margir bændur meðvitaðir um og hafa hreinlæti og snyrtimennsku í öndvegi. Þeim hlýtur að sárna það þegar svartir sauðir eru innan um sem með draslarahætti spilla ásýnd heilu sveitanna. Ferðaþjónusta hefur farið ört vaxandi í hinum dreifðu byggðum á síðustu árum og er víða rekin með miklum myndarbrag. Því fólki sem byggir afkomu sína á ferðamönnum, bæði innlendum og erlendum, hlýtur að vera mikið í mun að hafa héraðið sitt aðlaðandi þannig að sem flesta langi að stoppa þar. Því er mikilvægt að allir íbúar þess séu samtaka í snyrtimennskunni. Sveitarfélög gætu beitt sér fyrir því með öflugri hætti en þau gera nú að hvetja bændur til bættrar umgengni. Verkfærin í þeirri vinnu geta verið viðurkenningar eða sektir, kannski jafnvel hvorutveggja. Óneitanlega væri viðurkenningarleiðin ánægjulegri. Vissulega hefur margt verið gert vel í þessum efnum. Ríki og sveitarfélög voru með átaksverkefni fyrir nokkrum árum sem hét Fegurri sveitir. Það vann þjóðþrifaverk. En betur má ef duga skal. Í hönd fer tímabilið milli heys og grasa. Það er góður tími til afreka á tiltektarsviðinu í sveitum. Þjóðhátíð á næsta leiti og þá er gaman fyrir bændur að flagga á fínu hlaðinu. Á eftir fara ljúfar sumarvikur þegar margir landsmenn og erlendir gestir eru á faraldsfæti um byggðir þessa lands. Þeir þurfa að geta tekið undir með Guðmundi Guðmundssyni skólaskáldi sem sagði: "Seg mér hvað indælla auga þitt leit, íslenska kvöldinu í fallegri sveit." Gunnþóra Gunnarsdóttir - Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnþóra Gunnarsdóttir Í brennidepli Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ekið er um sveitir landsins er eitt sem stingur í augu. Það er slæm umgengni kringum suma sveitabæi. Vélar og tæki dreifð út um hlað og tún, sum hver ryðguð og greinilega langt frá því að vera í nothæfu ástandi, plastflygsur á girðingum og hrúgur af einhverju óskilgreindu drasli hér og þar. Einstaka bóndi hefur jafnvel ekki enn látið verða af því að hirða upp allar heyrúllurnar frá fyrra ári, heldur eru þær enn í óhrjálegum dyngjum hér og þar um landareignina. Svona sóðaskapur og slóðaskapur er afar hvimleiður bæði fyrir þá sem búa í nágrenninu og aðra sem eiga leið um. Velflestir bændur hafa þessa hluti í góðu lagi og sumir framúrskarandi. Því skortir sóðana ekki góðar fyrirmyndir. Þær eru úti um allt. Vissulega kostar það fé að halda vélum við, mála og prýða og vitað er að bændur eru láglaunastétt upp til hópa, því miður. Hins vegar er það ekki síður dýrt að láta tæki og aðrar eignir drabbast niður og verða eyðileggingu að bráð bara vegna hirðuleysis. Þar fara verðmæti í súginn. Við erum stolt af landinu okkar og öllu því sem það gefur af sér, þar á meðal landbúnaðarframleiðslunni. Við viljum geta haldið því á lofti að við eigum hreint land og fagurt, tært vatn og ómengaðar afurðir. Þannig viljum við sjá hlutina og þannig viljum við að aðrir sjái þá. Bændur eru vörslumenn landsins víða og hafa mikil áhrif á umhverfi sitt. Svo eru þeir matvælaframleiðendur og þurfa á trausti og velvild neytenda að halda. Þetta eru mjög margir bændur meðvitaðir um og hafa hreinlæti og snyrtimennsku í öndvegi. Þeim hlýtur að sárna það þegar svartir sauðir eru innan um sem með draslarahætti spilla ásýnd heilu sveitanna. Ferðaþjónusta hefur farið ört vaxandi í hinum dreifðu byggðum á síðustu árum og er víða rekin með miklum myndarbrag. Því fólki sem byggir afkomu sína á ferðamönnum, bæði innlendum og erlendum, hlýtur að vera mikið í mun að hafa héraðið sitt aðlaðandi þannig að sem flesta langi að stoppa þar. Því er mikilvægt að allir íbúar þess séu samtaka í snyrtimennskunni. Sveitarfélög gætu beitt sér fyrir því með öflugri hætti en þau gera nú að hvetja bændur til bættrar umgengni. Verkfærin í þeirri vinnu geta verið viðurkenningar eða sektir, kannski jafnvel hvorutveggja. Óneitanlega væri viðurkenningarleiðin ánægjulegri. Vissulega hefur margt verið gert vel í þessum efnum. Ríki og sveitarfélög voru með átaksverkefni fyrir nokkrum árum sem hét Fegurri sveitir. Það vann þjóðþrifaverk. En betur má ef duga skal. Í hönd fer tímabilið milli heys og grasa. Það er góður tími til afreka á tiltektarsviðinu í sveitum. Þjóðhátíð á næsta leiti og þá er gaman fyrir bændur að flagga á fínu hlaðinu. Á eftir fara ljúfar sumarvikur þegar margir landsmenn og erlendir gestir eru á faraldsfæti um byggðir þessa lands. Þeir þurfa að geta tekið undir með Guðmundi Guðmundssyni skólaskáldi sem sagði: "Seg mér hvað indælla auga þitt leit, íslenska kvöldinu í fallegri sveit." Gunnþóra Gunnarsdóttir -
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun