Blettur á bændastéttinni 9. júní 2005 00:01 Þegar ekið er um sveitir landsins er eitt sem stingur í augu. Það er slæm umgengni kringum suma sveitabæi. Vélar og tæki dreifð út um hlað og tún, sum hver ryðguð og greinilega langt frá því að vera í nothæfu ástandi, plastflygsur á girðingum og hrúgur af einhverju óskilgreindu drasli hér og þar. Einstaka bóndi hefur jafnvel ekki enn látið verða af því að hirða upp allar heyrúllurnar frá fyrra ári, heldur eru þær enn í óhrjálegum dyngjum hér og þar um landareignina. Svona sóðaskapur og slóðaskapur er afar hvimleiður bæði fyrir þá sem búa í nágrenninu og aðra sem eiga leið um. Velflestir bændur hafa þessa hluti í góðu lagi og sumir framúrskarandi. Því skortir sóðana ekki góðar fyrirmyndir. Þær eru úti um allt. Vissulega kostar það fé að halda vélum við, mála og prýða og vitað er að bændur eru láglaunastétt upp til hópa, því miður. Hins vegar er það ekki síður dýrt að láta tæki og aðrar eignir drabbast niður og verða eyðileggingu að bráð bara vegna hirðuleysis. Þar fara verðmæti í súginn. Við erum stolt af landinu okkar og öllu því sem það gefur af sér, þar á meðal landbúnaðarframleiðslunni. Við viljum geta haldið því á lofti að við eigum hreint land og fagurt, tært vatn og ómengaðar afurðir. Þannig viljum við sjá hlutina og þannig viljum við að aðrir sjái þá. Bændur eru vörslumenn landsins víða og hafa mikil áhrif á umhverfi sitt. Svo eru þeir matvælaframleiðendur og þurfa á trausti og velvild neytenda að halda. Þetta eru mjög margir bændur meðvitaðir um og hafa hreinlæti og snyrtimennsku í öndvegi. Þeim hlýtur að sárna það þegar svartir sauðir eru innan um sem með draslarahætti spilla ásýnd heilu sveitanna. Ferðaþjónusta hefur farið ört vaxandi í hinum dreifðu byggðum á síðustu árum og er víða rekin með miklum myndarbrag. Því fólki sem byggir afkomu sína á ferðamönnum, bæði innlendum og erlendum, hlýtur að vera mikið í mun að hafa héraðið sitt aðlaðandi þannig að sem flesta langi að stoppa þar. Því er mikilvægt að allir íbúar þess séu samtaka í snyrtimennskunni. Sveitarfélög gætu beitt sér fyrir því með öflugri hætti en þau gera nú að hvetja bændur til bættrar umgengni. Verkfærin í þeirri vinnu geta verið viðurkenningar eða sektir, kannski jafnvel hvorutveggja. Óneitanlega væri viðurkenningarleiðin ánægjulegri. Vissulega hefur margt verið gert vel í þessum efnum. Ríki og sveitarfélög voru með átaksverkefni fyrir nokkrum árum sem hét Fegurri sveitir. Það vann þjóðþrifaverk. En betur má ef duga skal. Í hönd fer tímabilið milli heys og grasa. Það er góður tími til afreka á tiltektarsviðinu í sveitum. Þjóðhátíð á næsta leiti og þá er gaman fyrir bændur að flagga á fínu hlaðinu. Á eftir fara ljúfar sumarvikur þegar margir landsmenn og erlendir gestir eru á faraldsfæti um byggðir þessa lands. Þeir þurfa að geta tekið undir með Guðmundi Guðmundssyni skólaskáldi sem sagði: "Seg mér hvað indælla auga þitt leit, íslenska kvöldinu í fallegri sveit." Gunnþóra Gunnarsdóttir - Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnþóra Gunnarsdóttir Í brennidepli Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ekið er um sveitir landsins er eitt sem stingur í augu. Það er slæm umgengni kringum suma sveitabæi. Vélar og tæki dreifð út um hlað og tún, sum hver ryðguð og greinilega langt frá því að vera í nothæfu ástandi, plastflygsur á girðingum og hrúgur af einhverju óskilgreindu drasli hér og þar. Einstaka bóndi hefur jafnvel ekki enn látið verða af því að hirða upp allar heyrúllurnar frá fyrra ári, heldur eru þær enn í óhrjálegum dyngjum hér og þar um landareignina. Svona sóðaskapur og slóðaskapur er afar hvimleiður bæði fyrir þá sem búa í nágrenninu og aðra sem eiga leið um. Velflestir bændur hafa þessa hluti í góðu lagi og sumir framúrskarandi. Því skortir sóðana ekki góðar fyrirmyndir. Þær eru úti um allt. Vissulega kostar það fé að halda vélum við, mála og prýða og vitað er að bændur eru láglaunastétt upp til hópa, því miður. Hins vegar er það ekki síður dýrt að láta tæki og aðrar eignir drabbast niður og verða eyðileggingu að bráð bara vegna hirðuleysis. Þar fara verðmæti í súginn. Við erum stolt af landinu okkar og öllu því sem það gefur af sér, þar á meðal landbúnaðarframleiðslunni. Við viljum geta haldið því á lofti að við eigum hreint land og fagurt, tært vatn og ómengaðar afurðir. Þannig viljum við sjá hlutina og þannig viljum við að aðrir sjái þá. Bændur eru vörslumenn landsins víða og hafa mikil áhrif á umhverfi sitt. Svo eru þeir matvælaframleiðendur og þurfa á trausti og velvild neytenda að halda. Þetta eru mjög margir bændur meðvitaðir um og hafa hreinlæti og snyrtimennsku í öndvegi. Þeim hlýtur að sárna það þegar svartir sauðir eru innan um sem með draslarahætti spilla ásýnd heilu sveitanna. Ferðaþjónusta hefur farið ört vaxandi í hinum dreifðu byggðum á síðustu árum og er víða rekin með miklum myndarbrag. Því fólki sem byggir afkomu sína á ferðamönnum, bæði innlendum og erlendum, hlýtur að vera mikið í mun að hafa héraðið sitt aðlaðandi þannig að sem flesta langi að stoppa þar. Því er mikilvægt að allir íbúar þess séu samtaka í snyrtimennskunni. Sveitarfélög gætu beitt sér fyrir því með öflugri hætti en þau gera nú að hvetja bændur til bættrar umgengni. Verkfærin í þeirri vinnu geta verið viðurkenningar eða sektir, kannski jafnvel hvorutveggja. Óneitanlega væri viðurkenningarleiðin ánægjulegri. Vissulega hefur margt verið gert vel í þessum efnum. Ríki og sveitarfélög voru með átaksverkefni fyrir nokkrum árum sem hét Fegurri sveitir. Það vann þjóðþrifaverk. En betur má ef duga skal. Í hönd fer tímabilið milli heys og grasa. Það er góður tími til afreka á tiltektarsviðinu í sveitum. Þjóðhátíð á næsta leiti og þá er gaman fyrir bændur að flagga á fínu hlaðinu. Á eftir fara ljúfar sumarvikur þegar margir landsmenn og erlendir gestir eru á faraldsfæti um byggðir þessa lands. Þeir þurfa að geta tekið undir með Guðmundi Guðmundssyni skólaskáldi sem sagði: "Seg mér hvað indælla auga þitt leit, íslenska kvöldinu í fallegri sveit." Gunnþóra Gunnarsdóttir -
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun