Fölsun lyfseðla í hverjum mánuði 9. júní 2005 00:01 Lyfjastofnun fær að jafnaði þrjár til fjórar tilkynningar á mánuði um falsaða lyfseðla að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur, forstjóra stofnunarinnar. Fréttablaðið hefir greint frá herferð landlæknisembættisins gegn misnotkun á sterkum verkjalyfjum, þar á meðal morfínlyfjum. Fíklar beita öllum ráðum til að ná í þessi lyf. Þeir stela lyfseðliseyðublöðum, ljósrita þau jafnvel, villa á sér heimildir hjá lækni eða fara aðrar leiðir til að ná sér í efni til að sprauta sig með. Landlæknisembættinu hafa borist ábendingar um að verkjasjúklingar og krabbameinssjúklingar í bata haldi áfram að fá þau skrifuð út og selji síðan með miklum hagnaði. Rannveig sagði, að lögregla væri kölluð til ef upp kæmist um falsaða lyfseðla í apótekum. Ef uppvíst yrði um falsanir eftir á, léti Lyfjastofnun lyfsöluleyfishafana vita að þær væru í gangi. Ef tilkynnt væri um stuld á heilum blokkum hefði Lyfjastofnun númerin á eyðublöðunum og gæti tilkynnt um þau til apótekanna. "Á sínum tíma var farið að setja vatnsmerki í lyfseðlana til að hindra að hægt væri að ljósrita stolin eyðublöð," sagði Rannveig. "Við hvetjum lækna til að passa vel upp á lyfseðla og vekjum reglulega athygli á þessum málum í apótekum." Hún sagði að í framtíðinni yrðu lyfseðlar einnig rafrænir, sem auka myndi öryggi. Þá yrðu þeir sendir í tryggum samskiptakerfum í tölvum. Tilraunaverkefni með slíkar sendingar hefði verið í gangi undanfarin ár, en það kostaði fjármuni að taka rafræna kerfið í notkun. Í lyfjagagnagrunni landlæknisembættisins, sem nú er að mestu fullbúinn er hægt að sjá lyfjaávísanir einstakra lækna. Þegar hann verður fullbúinn verður hægt að sjá lyfjaávísanir til einstaklinga og til hvaða lækna þeir hafa leitað, að sögn Matthíasar Halldórssonar, aðstoðarlandlæknis. Matthías sagði að sönnunarbyrði í málum, þar sem um væri að ræða þjófnaði, svik eða fals væri að ræða til að útvega ávanabindandi lyf, væri afar erfið. Helst þyrfti að standa viðkomandi að verki til að hægt væri að aðhafast. Landlæknisembættið íhugaði nú mjög að skylda fólk til að sýna persónuskilríki hjá læknum, þannig að menn gætu ekki villt á sér heimildir þegar þeir kæmu til læknis sem þekkti þá ekki, eins og brögð væru að nú. Í apótekum er skilríkja krafist við afhendingu eftirritunarskyldra lyfja, að sögn Rannveigar Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
Lyfjastofnun fær að jafnaði þrjár til fjórar tilkynningar á mánuði um falsaða lyfseðla að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur, forstjóra stofnunarinnar. Fréttablaðið hefir greint frá herferð landlæknisembættisins gegn misnotkun á sterkum verkjalyfjum, þar á meðal morfínlyfjum. Fíklar beita öllum ráðum til að ná í þessi lyf. Þeir stela lyfseðliseyðublöðum, ljósrita þau jafnvel, villa á sér heimildir hjá lækni eða fara aðrar leiðir til að ná sér í efni til að sprauta sig með. Landlæknisembættinu hafa borist ábendingar um að verkjasjúklingar og krabbameinssjúklingar í bata haldi áfram að fá þau skrifuð út og selji síðan með miklum hagnaði. Rannveig sagði, að lögregla væri kölluð til ef upp kæmist um falsaða lyfseðla í apótekum. Ef uppvíst yrði um falsanir eftir á, léti Lyfjastofnun lyfsöluleyfishafana vita að þær væru í gangi. Ef tilkynnt væri um stuld á heilum blokkum hefði Lyfjastofnun númerin á eyðublöðunum og gæti tilkynnt um þau til apótekanna. "Á sínum tíma var farið að setja vatnsmerki í lyfseðlana til að hindra að hægt væri að ljósrita stolin eyðublöð," sagði Rannveig. "Við hvetjum lækna til að passa vel upp á lyfseðla og vekjum reglulega athygli á þessum málum í apótekum." Hún sagði að í framtíðinni yrðu lyfseðlar einnig rafrænir, sem auka myndi öryggi. Þá yrðu þeir sendir í tryggum samskiptakerfum í tölvum. Tilraunaverkefni með slíkar sendingar hefði verið í gangi undanfarin ár, en það kostaði fjármuni að taka rafræna kerfið í notkun. Í lyfjagagnagrunni landlæknisembættisins, sem nú er að mestu fullbúinn er hægt að sjá lyfjaávísanir einstakra lækna. Þegar hann verður fullbúinn verður hægt að sjá lyfjaávísanir til einstaklinga og til hvaða lækna þeir hafa leitað, að sögn Matthíasar Halldórssonar, aðstoðarlandlæknis. Matthías sagði að sönnunarbyrði í málum, þar sem um væri að ræða þjófnaði, svik eða fals væri að ræða til að útvega ávanabindandi lyf, væri afar erfið. Helst þyrfti að standa viðkomandi að verki til að hægt væri að aðhafast. Landlæknisembættið íhugaði nú mjög að skylda fólk til að sýna persónuskilríki hjá læknum, þannig að menn gætu ekki villt á sér heimildir þegar þeir kæmu til læknis sem þekkti þá ekki, eins og brögð væru að nú. Í apótekum er skilríkja krafist við afhendingu eftirritunarskyldra lyfja, að sögn Rannveigar
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira