Miami 3 - Detroit 4 7. júní 2005 00:01 Detroit Pistons stóðust pressuna náðu að sigra Miami Heat, 88-82 á útivelli í oddaleik í úrslitum austurdeildarinnar í nótt og mæta því San Antonio í lokaúrslitunum. Meistararnir voru skrefi á undan heimamönnum lengst af, en það var reynsla þeirra og yfirvegun sem tryggði þeim sigurinn í gær. Tapið hefur eflaust verið leikmönnum Miami ansi sárt, því mikil meiðsli höfðu áhrif á leik þeirra í síðustu leikjum og ómögulegt að segja hvernig hefði farið ef t.a.m. Dwayne Wade hefði geta beitt sér að fullu, því eftir að hafa sleppt sjötta leiknum, lék hann með í gær og skoraði 20 stig en var langt frá sínum leik vegna sársaukans. Sama má í raun segja um Shaquille O´Neal sem aldrei var á 100% keyrslu í úrslitakeppninni, en auk hans voru þeir Eddie Jones, Damon Jones og Udonis Haslem allir að berjast við þrálát meiðsli. Ekkert má þó taka frá meisturum Detroit Pistons, sem virðast aðlaga sig að hverjum andstæðingi fyrir sig og gera það sem þeir þurfa til að vinna. Yfirvegun meistaranna og reynsla skein í gegn í leik þeirra í gær, því þeir héldu haus þrátt fyrir góð áhlaup Miami á lokasprettinum og til marks um það hittu þeir Chauncey Billups og Rasheed Wallace úr öllum vítaskotum sínum á lokaaugnablikunum, sem kórónaði einbeitingu liðsins. "Svona gerum við þetta, svona gerum við þetta," hrópaði Rip Hamilton inni í búningsklefanum eftir leikinn og átti við seiglu meistaranna, sem virðast alltaf standast pressuna þegar mest á reynir. "Ég kem frá litlum bæ í Pennsylvania og það að vera á leið í annan úrslitaleikinn minn 27 ára gamall er ótrúleg tilfinning - það verður ekki miki betra," sagði Hamilton. Atkvæðamestir í liði Miami:Shaquille O´Neal 27 stig (9 frák), Dwayne Wade 20 stig, Udonis Haslem 13 stig (10 frák), Eddie Jones 10 stig (7 frák), Keyon Dooling 6 stig, Alonzo Mourning 5 stig.Atkvæðamestir hjá Detroit:Richard Hamilton 22 stig (7 stoðs), Rasheed Wallace 20 stig (7 frák), Chauncey Billups 18 stig (8 frák), Tayshaun Prince 13 stig (8 frák), Ben Wallace 8 stig (9 frák), Antonio McDyess 6 stig. NBA Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum „Þessi strákur er bara algjört grín“ Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Hófu nýtt tímabil af krafti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Draumur Kansas City dó í Buffalo Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Sjá meira
Detroit Pistons stóðust pressuna náðu að sigra Miami Heat, 88-82 á útivelli í oddaleik í úrslitum austurdeildarinnar í nótt og mæta því San Antonio í lokaúrslitunum. Meistararnir voru skrefi á undan heimamönnum lengst af, en það var reynsla þeirra og yfirvegun sem tryggði þeim sigurinn í gær. Tapið hefur eflaust verið leikmönnum Miami ansi sárt, því mikil meiðsli höfðu áhrif á leik þeirra í síðustu leikjum og ómögulegt að segja hvernig hefði farið ef t.a.m. Dwayne Wade hefði geta beitt sér að fullu, því eftir að hafa sleppt sjötta leiknum, lék hann með í gær og skoraði 20 stig en var langt frá sínum leik vegna sársaukans. Sama má í raun segja um Shaquille O´Neal sem aldrei var á 100% keyrslu í úrslitakeppninni, en auk hans voru þeir Eddie Jones, Damon Jones og Udonis Haslem allir að berjast við þrálát meiðsli. Ekkert má þó taka frá meisturum Detroit Pistons, sem virðast aðlaga sig að hverjum andstæðingi fyrir sig og gera það sem þeir þurfa til að vinna. Yfirvegun meistaranna og reynsla skein í gegn í leik þeirra í gær, því þeir héldu haus þrátt fyrir góð áhlaup Miami á lokasprettinum og til marks um það hittu þeir Chauncey Billups og Rasheed Wallace úr öllum vítaskotum sínum á lokaaugnablikunum, sem kórónaði einbeitingu liðsins. "Svona gerum við þetta, svona gerum við þetta," hrópaði Rip Hamilton inni í búningsklefanum eftir leikinn og átti við seiglu meistaranna, sem virðast alltaf standast pressuna þegar mest á reynir. "Ég kem frá litlum bæ í Pennsylvania og það að vera á leið í annan úrslitaleikinn minn 27 ára gamall er ótrúleg tilfinning - það verður ekki miki betra," sagði Hamilton. Atkvæðamestir í liði Miami:Shaquille O´Neal 27 stig (9 frák), Dwayne Wade 20 stig, Udonis Haslem 13 stig (10 frák), Eddie Jones 10 stig (7 frák), Keyon Dooling 6 stig, Alonzo Mourning 5 stig.Atkvæðamestir hjá Detroit:Richard Hamilton 22 stig (7 stoðs), Rasheed Wallace 20 stig (7 frák), Chauncey Billups 18 stig (8 frák), Tayshaun Prince 13 stig (8 frák), Ben Wallace 8 stig (9 frák), Antonio McDyess 6 stig.
NBA Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum „Þessi strákur er bara algjört grín“ Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Hófu nýtt tímabil af krafti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Draumur Kansas City dó í Buffalo Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Sjá meira