Ljóshærði herinn Borghildur Gunnarsdóttir skrifar 17. maí 2005 00:01 Á vori hverju er haldin hátíð til heiðurs stúlkum og drengjum sem falla í hóp steríótýpna eða staðalímynda. Hátíðirnar kallast Ungfrú og Herra Ísland. Þetta er fólk sem fellur undir þá skilgreiningu að teljast "fallegt". Þau keppast um hylli dómara sem í flestum tilvikum eru áður krýndir fulltrúar staðalímyndahjarðarinnar því hverjir eru jú betur í stakk búnir til þess að dæma hver fallegastur er en fallega fólkið sjálft? Þau hljóta að vita um hvað málið snýst. Á vorin er beljunum hleypt út á túnið og fegurðardrottningunum hleypt út úr búningsklefanum á Broadway. Stúlkurnar eru þá búnar að stunda strangar æfingar í fegurð og hafa æft sig kvölds og morgna í að vera fallegar. Auk þess hafa þær borið á sig brúnkukrem eins og þær eigi lífið að leysa og ræktin hefur verið stunduð rétt og mátulega mikið til að tóna líkamann á sem fegurstan máta. Aðal fæðuuppistaðan er heitasta hollustufæðið á markaðnum, ætli samviskubitarnir hennar Ágústu Johnson séu ekki vinsælir núna, engin bumba skal sjást kíkja undan glæsikjólnum á lokakvöldinu. Stúlkurnar fara svo allar í litun, plokkun, naglasnyrtingu og förðun og útkoman er: tuttugu stykki brúnar og sykursætar stelpur, flestar ljóshærðar (ein og ein dökkhærð) og allar nákvæmlega eins! Dómnefndin fær prik í hattinn frá mér fyrir að þekkja stúlkurnar í sundur því það er alls ekki svo auðvelt. Það er helst að hægt sé að muna hver sé hver vegna mismunandi lita á kjólunum. Staðreyndin er sú að áður en stelpurnar keppast um titilinn þá þurfa þær greinilega að byrja á því að breyta sér. Hvers konar fegurð er það? Náttúruleg? Ónei. Eru þær semsagt ekki nógu fallegar þegar þær skrá sig í keppnina? Hvar eru rauðhærðu og skolhærðu stelpurnar? Ef þetta er fyrirmyndarháralitur manneskjunnar þá fer bráðum fyrir okkur Íslendingum eins og íslenska sauðfénu. Á endanum verða allir ljóshærðir og varla hægt að þekkja fólk í sundur. Ætli kindurnar þekki ekki afkvæmi sín frá hinum af lyktinni? Í framtíðinni verðum við því að treysta á lyktarskynið til þess að þekkja ástvini okkar og eins og allir vita þá státar mannskepnan ekki af nægilega góðu lyktarskyni til þess. Þetta stefnir í algjört kaos. Hvað eigum við að gera? - Nota leitarhunda? Hvað með húðlitinn? Afhverju eru allar stelpurnar brúnar eins og kókómalt? Er ekki fallegt að hafa hvítan húðlit lengur? Ég hélt að freknur væru hin mesta prýði en þær stelpur sem skarta þeim virðast ná að fela hverja einustu freknu með öllu brúnkukreminu. Það er ekki nóg með að staðalímyndirnar ásæki fólk í bíómyndum, tímaritum og sjónvarpi heldur er valin flottasta steríótýpan ár hvert á Broadway! Staðalímyndahátíðirnar eru auk alls þessa hátíðir furðufatnaðs. Einungis þar og hvergi annars staðar en á sviði fegurðarsamkeppnanna dettur nokkrum í hug að spranga um á sundfötum og háhælaskóm við. Hver fékk annars þessa fáránlegu hugmynd? Kórónan toppar svo allt hallærið því hvað er hún annað en gamli prinsessudraumurinn að rætast? Afhverju fá þær ekki viðurkenningu eða bikar eins og venjulegt fólk sem vinnur eitthvað? Þarna spranga þær svo um eins og kjánar í hræðilega gamaldags galakjólum með kórónu á hausnum og sprota í hönd. Hvað eru þær annars að gera með þennan sprota? Ætla þær í galdrakellingaleik? Það er algjörlega ofar mínum skilningi að stelpurnar skuli taka þátt í þessum skrípaleik. Ljóshærði herinn lætur svo til sín taka í Hagkaupsblöðum, flugfreyjustörfum og sjónvarpsþáttum. Ungfrú Ísland virðist því miður vera frábær leið til að koma sér á kortið í þjóðfélaginu. Gera andlit sitt eftirminnilegt og eiga möguleika á fínu starfi í framtíðinni, kynnast fullt af fleiri fallegum andlitum sem munu tróna efst í þotuliði þjóðfélagsins í komandi framtíð. Ósköp væri það nú samt skemmtilegt ef vettvangurinn til frægðar og frama væri einhver annar, merkilegri og ekki svona stórkostlega kjánalegur. Fegurðarsamkeppnir eru að mínu mati börn síns tíma og eitthvað sem hugsandi fólk ætti ekki að láta bjóða sér. Þær passa við gamaldags hugsunarhátt frá þeim tíma þegar konan átti fyrst og fremst vera fallegur fylgihlutur karlmannsins. Við viljum ekki allar vera eins á litinn, eins þungar, eins háar og með sömu áhugamál. Auk þess vita það allir að Ungfrú Ísland er ekki nein Ungfrú Ísland því það er ekki hægt að keppa í fegurð.Borghildur Gunnarsdóttir - hilda@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borghildur Gunnarsdóttir Í brennidepli Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Á vori hverju er haldin hátíð til heiðurs stúlkum og drengjum sem falla í hóp steríótýpna eða staðalímynda. Hátíðirnar kallast Ungfrú og Herra Ísland. Þetta er fólk sem fellur undir þá skilgreiningu að teljast "fallegt". Þau keppast um hylli dómara sem í flestum tilvikum eru áður krýndir fulltrúar staðalímyndahjarðarinnar því hverjir eru jú betur í stakk búnir til þess að dæma hver fallegastur er en fallega fólkið sjálft? Þau hljóta að vita um hvað málið snýst. Á vorin er beljunum hleypt út á túnið og fegurðardrottningunum hleypt út úr búningsklefanum á Broadway. Stúlkurnar eru þá búnar að stunda strangar æfingar í fegurð og hafa æft sig kvölds og morgna í að vera fallegar. Auk þess hafa þær borið á sig brúnkukrem eins og þær eigi lífið að leysa og ræktin hefur verið stunduð rétt og mátulega mikið til að tóna líkamann á sem fegurstan máta. Aðal fæðuuppistaðan er heitasta hollustufæðið á markaðnum, ætli samviskubitarnir hennar Ágústu Johnson séu ekki vinsælir núna, engin bumba skal sjást kíkja undan glæsikjólnum á lokakvöldinu. Stúlkurnar fara svo allar í litun, plokkun, naglasnyrtingu og förðun og útkoman er: tuttugu stykki brúnar og sykursætar stelpur, flestar ljóshærðar (ein og ein dökkhærð) og allar nákvæmlega eins! Dómnefndin fær prik í hattinn frá mér fyrir að þekkja stúlkurnar í sundur því það er alls ekki svo auðvelt. Það er helst að hægt sé að muna hver sé hver vegna mismunandi lita á kjólunum. Staðreyndin er sú að áður en stelpurnar keppast um titilinn þá þurfa þær greinilega að byrja á því að breyta sér. Hvers konar fegurð er það? Náttúruleg? Ónei. Eru þær semsagt ekki nógu fallegar þegar þær skrá sig í keppnina? Hvar eru rauðhærðu og skolhærðu stelpurnar? Ef þetta er fyrirmyndarháralitur manneskjunnar þá fer bráðum fyrir okkur Íslendingum eins og íslenska sauðfénu. Á endanum verða allir ljóshærðir og varla hægt að þekkja fólk í sundur. Ætli kindurnar þekki ekki afkvæmi sín frá hinum af lyktinni? Í framtíðinni verðum við því að treysta á lyktarskynið til þess að þekkja ástvini okkar og eins og allir vita þá státar mannskepnan ekki af nægilega góðu lyktarskyni til þess. Þetta stefnir í algjört kaos. Hvað eigum við að gera? - Nota leitarhunda? Hvað með húðlitinn? Afhverju eru allar stelpurnar brúnar eins og kókómalt? Er ekki fallegt að hafa hvítan húðlit lengur? Ég hélt að freknur væru hin mesta prýði en þær stelpur sem skarta þeim virðast ná að fela hverja einustu freknu með öllu brúnkukreminu. Það er ekki nóg með að staðalímyndirnar ásæki fólk í bíómyndum, tímaritum og sjónvarpi heldur er valin flottasta steríótýpan ár hvert á Broadway! Staðalímyndahátíðirnar eru auk alls þessa hátíðir furðufatnaðs. Einungis þar og hvergi annars staðar en á sviði fegurðarsamkeppnanna dettur nokkrum í hug að spranga um á sundfötum og háhælaskóm við. Hver fékk annars þessa fáránlegu hugmynd? Kórónan toppar svo allt hallærið því hvað er hún annað en gamli prinsessudraumurinn að rætast? Afhverju fá þær ekki viðurkenningu eða bikar eins og venjulegt fólk sem vinnur eitthvað? Þarna spranga þær svo um eins og kjánar í hræðilega gamaldags galakjólum með kórónu á hausnum og sprota í hönd. Hvað eru þær annars að gera með þennan sprota? Ætla þær í galdrakellingaleik? Það er algjörlega ofar mínum skilningi að stelpurnar skuli taka þátt í þessum skrípaleik. Ljóshærði herinn lætur svo til sín taka í Hagkaupsblöðum, flugfreyjustörfum og sjónvarpsþáttum. Ungfrú Ísland virðist því miður vera frábær leið til að koma sér á kortið í þjóðfélaginu. Gera andlit sitt eftirminnilegt og eiga möguleika á fínu starfi í framtíðinni, kynnast fullt af fleiri fallegum andlitum sem munu tróna efst í þotuliði þjóðfélagsins í komandi framtíð. Ósköp væri það nú samt skemmtilegt ef vettvangurinn til frægðar og frama væri einhver annar, merkilegri og ekki svona stórkostlega kjánalegur. Fegurðarsamkeppnir eru að mínu mati börn síns tíma og eitthvað sem hugsandi fólk ætti ekki að láta bjóða sér. Þær passa við gamaldags hugsunarhátt frá þeim tíma þegar konan átti fyrst og fremst vera fallegur fylgihlutur karlmannsins. Við viljum ekki allar vera eins á litinn, eins þungar, eins háar og með sömu áhugamál. Auk þess vita það allir að Ungfrú Ísland er ekki nein Ungfrú Ísland því það er ekki hægt að keppa í fegurð.Borghildur Gunnarsdóttir - hilda@frettabladid.is
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar