Mun R-listinn lifa? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 13. október 2005 19:12 Ef Framsóknarflokkur, Samfylking og Vinstri grænir ákveða að bjóða aftur fram undir nafni Reykjavíkurlistans, verður það í fjórða sinn sem þessir flokkar bjóða ekki fram lista undir eigin nafni í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Í fyrri skiptin þrjú hefur listinn fengið um 53 prósent atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 47 prósent atkvæða árið 1994, 45 prósent 1998 og 40 prósent 2002. Frjálslyndir og óháðir, sem fengu um sex prósent gildra atkvæða í síðustu kosningum, kvörnuðu mest úr fylgi sjálfstæðismanna. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem birtist nú í vikunni, studdu um 55 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu áframhaldandi líf samstarfsins. Það er því ekki hægt að skrifa dánarvottorðið enn. Umræður milli R-lista flokkanna eru hafnar, þó lítið spyrjist út um hvernig viðræðurnar ganga. Það sem meira hefur borið á eru mótmæli ungliðahreyfinganna. Ungliðar framsóknar, samfylkingar og vinstri grænna hafa allir sent frá sér ályktun þar sem hvatt er til þess að flokkur þeirra bjóði fram í eigin nafni í borgarstjórnarkosningunum að ári. Ein af merkilegri söguskýringum sem sést hefur varðandi áframhaldandi líf Reykjavíkurlistann kemur frá Framsóknarmönnum. Miðað við um 10 prósent fylgi þeirra í alþingiskosningum, fengi flokkurinn einn mann kjörinn inn í borgarstjórn. Hver veit nema 10 prósenta fylgi sé ofmetið, því síðast þegar framsóknarmenn buðu sjálfir fram til borgarstjórnar 1990 fengu þeir 8,3 prósenta fylgi. Í kosningunum 1986 var það sjö prósent. 1982 var það 9,5 prósent. Ekki eru til mælingar um að Framsóknarflokkur hafi komist yfir tíu prósentin í borgarstjórnakosningum síðan 1974. Það virðist því augljóst að flokkurinn er að græða mann á samstarfinu, sérstaklega ef hann fær áfram að minnsta kosti tvo fulltrúa R-listans. Þeir framsóknarmenn sem, af einhverjum ástæðum, vilja flokkinn úrsamstarfinu geta því ekki sagt að þeir séu að tapa á því sé litið til valda þeirra innan borgarinnar. Því hefur sú söguskýring komið fram að vegna R-lista samstarfsins sé flokkurinn ekki mjög sýnilegur í borginni, sem skýri af hverju þeim gekk ekki sem skyldi í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í síðustu alþingiskosningum. Það þrátt fyrir að Halldór Ásgrímsson leiddi annan listann. Kjördæmafélög framsóknarmanna eru reyndar mun sýnilegri en Reykjavíkurfélög Samfylkingar og Vinstri grænna. Hvernig sem á því stendur. En hugmyndin um að Framsóknarflokknum hafi ekki gengið mjög vel í Reykjavík í síðustu kosningum er satt best að segja svolítið skrítin. Flokkurinn fékk 11,34 prósenta fylgi í Reykjavík suður og 11,62 prósenta fylgi í Reykjavík norður. Það mætti því segja að flokkurinn hafi fengið um 11,5 prósent í Reykjavík í síðustu alþingiskosningunum. Það er nokkru betra en 1999, þegar hann fékk 10,4 prósent. Aðeins minna en 1995 þegar hann fékk 14,9 prósent, en það var hástökkið. Í alþingiskosningunum 1991, 1987 og 1983 var flokkurinn ekki að fá nema um 10 prósent atkvæða. Því er ekki hægt að segja annað en að Framsóknarflokknum hafi vegnað nokkuð vel í samstarfi Reykjavíkurlistans. Það sama má eiginlega segja um Vinstri græna. Flokkurinn hefur ekki verið til það lengi, að hægt sé að gera svipaðan samanburð á kjörfylgi og hjá Framsóknarflokknum. Í síðastliðnum tveimur alþingiskosningum hefur flokkurinn fengið tæp 10 prósent atkvæða, aðeins minna en framsóknarmenn. Það hefur bara ekki verið eins sterk mítan um að Vinstri grænum gengi miklu betur ef þeir myndu bjóða fram sjálfir. Ungliðar Samfylkingarinnar vilja að flokkurinn bjóði fram sjálfir, því þeir telja að hann myndi fá fleiri fulltrúa en þeir hafa núna. Það er mjög trúlegt. Á móti kemur að líkurnar á að Samfylking haldi áfram í meirihluta borgarstjórnar minnkar. Mér til skemmtunar prófaði ég að reikna út hver niðurstaða borgarstjórnarkosninga yrðu, ef kosið væri nákvæmlega eins og í síðustu alþingiskosningum. Niðurstaðan er sú að Framsóknarmenn, Vinstri grænir og Frjálslyndir fengju einn mann kjörinn hver. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur fengi sex menn kjörna hvor. Þetta opnar alveg nýja möguleika í borgarstjórn. Annar stóru flokkanna þarf tvo minni flokka með sér til að ná meirihluta. Fer Alfreð inn fyrir framsókn? Getur hann unnið með Guðlaugi Þór sjálfstæðismanni að endurbótum Orkuveitunnar. Myndi Ólafur F. kyngja því sem hann hefur sagt um verndun gamalla húsa og ganga til liðs við Samfylkingu? Yrði Árni Þór fulltrúi Vinstri grænna og með hverjum vill hann vinna? Út frá sérhagsmunum þeirra flokka sem nú mynda Reykjavíkurlistann kæmi þeim það mjög líklega betur að halda samstarfinu áfram ef kalt er metið. Þeir sem mest græða á splundrungu er Sjálfstæðisflokkurinn því þannig eignaðist hann betri möguleika á að komast í borgarstjórnarmeirihluta eftir næstu kosningar. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ef Framsóknarflokkur, Samfylking og Vinstri grænir ákveða að bjóða aftur fram undir nafni Reykjavíkurlistans, verður það í fjórða sinn sem þessir flokkar bjóða ekki fram lista undir eigin nafni í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Í fyrri skiptin þrjú hefur listinn fengið um 53 prósent atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 47 prósent atkvæða árið 1994, 45 prósent 1998 og 40 prósent 2002. Frjálslyndir og óháðir, sem fengu um sex prósent gildra atkvæða í síðustu kosningum, kvörnuðu mest úr fylgi sjálfstæðismanna. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem birtist nú í vikunni, studdu um 55 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu áframhaldandi líf samstarfsins. Það er því ekki hægt að skrifa dánarvottorðið enn. Umræður milli R-lista flokkanna eru hafnar, þó lítið spyrjist út um hvernig viðræðurnar ganga. Það sem meira hefur borið á eru mótmæli ungliðahreyfinganna. Ungliðar framsóknar, samfylkingar og vinstri grænna hafa allir sent frá sér ályktun þar sem hvatt er til þess að flokkur þeirra bjóði fram í eigin nafni í borgarstjórnarkosningunum að ári. Ein af merkilegri söguskýringum sem sést hefur varðandi áframhaldandi líf Reykjavíkurlistann kemur frá Framsóknarmönnum. Miðað við um 10 prósent fylgi þeirra í alþingiskosningum, fengi flokkurinn einn mann kjörinn inn í borgarstjórn. Hver veit nema 10 prósenta fylgi sé ofmetið, því síðast þegar framsóknarmenn buðu sjálfir fram til borgarstjórnar 1990 fengu þeir 8,3 prósenta fylgi. Í kosningunum 1986 var það sjö prósent. 1982 var það 9,5 prósent. Ekki eru til mælingar um að Framsóknarflokkur hafi komist yfir tíu prósentin í borgarstjórnakosningum síðan 1974. Það virðist því augljóst að flokkurinn er að græða mann á samstarfinu, sérstaklega ef hann fær áfram að minnsta kosti tvo fulltrúa R-listans. Þeir framsóknarmenn sem, af einhverjum ástæðum, vilja flokkinn úrsamstarfinu geta því ekki sagt að þeir séu að tapa á því sé litið til valda þeirra innan borgarinnar. Því hefur sú söguskýring komið fram að vegna R-lista samstarfsins sé flokkurinn ekki mjög sýnilegur í borginni, sem skýri af hverju þeim gekk ekki sem skyldi í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í síðustu alþingiskosningum. Það þrátt fyrir að Halldór Ásgrímsson leiddi annan listann. Kjördæmafélög framsóknarmanna eru reyndar mun sýnilegri en Reykjavíkurfélög Samfylkingar og Vinstri grænna. Hvernig sem á því stendur. En hugmyndin um að Framsóknarflokknum hafi ekki gengið mjög vel í Reykjavík í síðustu kosningum er satt best að segja svolítið skrítin. Flokkurinn fékk 11,34 prósenta fylgi í Reykjavík suður og 11,62 prósenta fylgi í Reykjavík norður. Það mætti því segja að flokkurinn hafi fengið um 11,5 prósent í Reykjavík í síðustu alþingiskosningunum. Það er nokkru betra en 1999, þegar hann fékk 10,4 prósent. Aðeins minna en 1995 þegar hann fékk 14,9 prósent, en það var hástökkið. Í alþingiskosningunum 1991, 1987 og 1983 var flokkurinn ekki að fá nema um 10 prósent atkvæða. Því er ekki hægt að segja annað en að Framsóknarflokknum hafi vegnað nokkuð vel í samstarfi Reykjavíkurlistans. Það sama má eiginlega segja um Vinstri græna. Flokkurinn hefur ekki verið til það lengi, að hægt sé að gera svipaðan samanburð á kjörfylgi og hjá Framsóknarflokknum. Í síðastliðnum tveimur alþingiskosningum hefur flokkurinn fengið tæp 10 prósent atkvæða, aðeins minna en framsóknarmenn. Það hefur bara ekki verið eins sterk mítan um að Vinstri grænum gengi miklu betur ef þeir myndu bjóða fram sjálfir. Ungliðar Samfylkingarinnar vilja að flokkurinn bjóði fram sjálfir, því þeir telja að hann myndi fá fleiri fulltrúa en þeir hafa núna. Það er mjög trúlegt. Á móti kemur að líkurnar á að Samfylking haldi áfram í meirihluta borgarstjórnar minnkar. Mér til skemmtunar prófaði ég að reikna út hver niðurstaða borgarstjórnarkosninga yrðu, ef kosið væri nákvæmlega eins og í síðustu alþingiskosningum. Niðurstaðan er sú að Framsóknarmenn, Vinstri grænir og Frjálslyndir fengju einn mann kjörinn hver. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur fengi sex menn kjörna hvor. Þetta opnar alveg nýja möguleika í borgarstjórn. Annar stóru flokkanna þarf tvo minni flokka með sér til að ná meirihluta. Fer Alfreð inn fyrir framsókn? Getur hann unnið með Guðlaugi Þór sjálfstæðismanni að endurbótum Orkuveitunnar. Myndi Ólafur F. kyngja því sem hann hefur sagt um verndun gamalla húsa og ganga til liðs við Samfylkingu? Yrði Árni Þór fulltrúi Vinstri grænna og með hverjum vill hann vinna? Út frá sérhagsmunum þeirra flokka sem nú mynda Reykjavíkurlistann kæmi þeim það mjög líklega betur að halda samstarfinu áfram ef kalt er metið. Þeir sem mest græða á splundrungu er Sjálfstæðisflokkurinn því þannig eignaðist hann betri möguleika á að komast í borgarstjórnarmeirihluta eftir næstu kosningar. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun