Kærir kjörstjórn Samfylkingarinnar 12. maí 2005 00:01 Starfsmanni á skrifstofu Samfylkingarinnar var sagt upp störfum eftir að upp komst að átt hafði verið við kjörskrár og upplýsingar sendar út í heimildarleysi. Starfsmaðurinn hefur kært málið til Persónuverndar á þeirri forsendu að farið hafi verið í gegnum tölvupóst hans í heimildarleysi. Sandra Franks, varaþingmaður og formaður Samfylkingarfélags Álftaness, var starfsmaður tímabundið á skrifstofu Samfylkingarinnar þar til 27 apríl. Hún hafði verið ráðin út maímánuð en var látin fara eftir að hún sendi kjörskrá út í tölvupósti af skrifstofunni á sitt persónulega netfang. Kjörskráin liggur alla jafna frammi á flokksskrifstofunni en er eingöngu fyrir starfsmenn skrifstofu á tölvutæku formi með símanúmerum og heimilisföngum og hana má ekki senda út. Sandra fellst á að sendingin hafi verið brot á vinnureglum en segist ekki hafa brotið trúnað eða gert neitt annað sem réttlæti brottrekstur. Eingöngu hafi vakað fyrir henni að vinna á heimili sínu vegna mikils vinnuálags á skrifstofunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu varð uppi fótur og fit í stuðningsliði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þegar þekkt framsóknarkona í Reykjavík fékk símaskilaboð frá starfsstöð Össurar Skarphéðinssonar þar sem henni var boðið í sumarfagnað. Framsóknarkonan hafði fallist á að ganga í Samfylkinguna til að styðja Ingibjörgu Sólrúnu, ef nafn hennar kæmi hvergi fram. Stuðningsfólkinu þótti víst að átt hefði verið við kjörskrána og farið var að rannsaka málið. Flosi Eiríksson, formaður kjörstjórnar, segir að ýmsar athugasemdir hafi borist sem hafi bent til leka úr kjörskrá en hann vildi ekki ræða neitt eitt tilvik. Þrátt fyrir að starfskonan á skrifstofunni hefði brotið vinnureglur var ekki hægt að sanna á hana trúnaðarbrot. Hún segist sjálf hafa boðið starfsmönnum flokksins að skoða tölvupóst sinn heima fyrir til að sanna að gögnin hafi ekki verið send víðar, en því hafi verið hafnað. Hún hafi samt sem áður verið látin taka pokann sinn vegna málsins. Konan hefur nú kært framkvæmdastjóra og kjörstjórn flokksins til Persónuverndar fyrir að hafa farið í trúnaðargögn án hennar vitundar. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Starfsmanni á skrifstofu Samfylkingarinnar var sagt upp störfum eftir að upp komst að átt hafði verið við kjörskrár og upplýsingar sendar út í heimildarleysi. Starfsmaðurinn hefur kært málið til Persónuverndar á þeirri forsendu að farið hafi verið í gegnum tölvupóst hans í heimildarleysi. Sandra Franks, varaþingmaður og formaður Samfylkingarfélags Álftaness, var starfsmaður tímabundið á skrifstofu Samfylkingarinnar þar til 27 apríl. Hún hafði verið ráðin út maímánuð en var látin fara eftir að hún sendi kjörskrá út í tölvupósti af skrifstofunni á sitt persónulega netfang. Kjörskráin liggur alla jafna frammi á flokksskrifstofunni en er eingöngu fyrir starfsmenn skrifstofu á tölvutæku formi með símanúmerum og heimilisföngum og hana má ekki senda út. Sandra fellst á að sendingin hafi verið brot á vinnureglum en segist ekki hafa brotið trúnað eða gert neitt annað sem réttlæti brottrekstur. Eingöngu hafi vakað fyrir henni að vinna á heimili sínu vegna mikils vinnuálags á skrifstofunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu varð uppi fótur og fit í stuðningsliði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þegar þekkt framsóknarkona í Reykjavík fékk símaskilaboð frá starfsstöð Össurar Skarphéðinssonar þar sem henni var boðið í sumarfagnað. Framsóknarkonan hafði fallist á að ganga í Samfylkinguna til að styðja Ingibjörgu Sólrúnu, ef nafn hennar kæmi hvergi fram. Stuðningsfólkinu þótti víst að átt hefði verið við kjörskrána og farið var að rannsaka málið. Flosi Eiríksson, formaður kjörstjórnar, segir að ýmsar athugasemdir hafi borist sem hafi bent til leka úr kjörskrá en hann vildi ekki ræða neitt eitt tilvik. Þrátt fyrir að starfskonan á skrifstofunni hefði brotið vinnureglur var ekki hægt að sanna á hana trúnaðarbrot. Hún segist sjálf hafa boðið starfsmönnum flokksins að skoða tölvupóst sinn heima fyrir til að sanna að gögnin hafi ekki verið send víðar, en því hafi verið hafnað. Hún hafi samt sem áður verið látin taka pokann sinn vegna málsins. Konan hefur nú kært framkvæmdastjóra og kjörstjórn flokksins til Persónuverndar fyrir að hafa farið í trúnaðargögn án hennar vitundar.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira