Vill hækkun á tekjumörkum öryrkja 4. maí 2005 00:01 Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, segist telja skynsamlegt að hækka þau tekjumörk sem öryrkjar mega hafa án þess að örorkubæturnar skerðist. Tekjutryggingaraukanum er þannig háttað nú að hann skerðist frá fyrstu krónu sem viðkomandi fær í tekjur. "Við komumst ekkert í gegnum almannatryggingar án þess að hafa tekjutengingar," sagði Karl Steinar. "Sprengjan sem varð með örorkudómunum snérist mikið um það að skerðingarmörkin voru alltof lág. Ég hygg að það sé skynsamlegt að hækka þau, en hef ekki myndað mér skoðun á hversu mikil sú hækkun ætti að vera." Karl Steinar sagði að þegar rætt væri um mikla fjölgun öryrkja nú mætti halda því til haga að Tryggingastofnun hefðu vakið athygli á þeirri þróun í apríl á síðasta ári með skýrslu sinni. Hins vegar væru það rangfærslur að öryrkjar væru hlutfallslega fleiri hér heldur en á hinum Norðurlöndunum "Eigi að síður gefur þróunin hér ástæður til að athuga málin í heild og hafa uppi úrræði sem duga til þess að forða fólki frá örorku," sagði Karl Steinar. "Þar er starfsendurhæfing mikilvæg. Við tölum fyrir því að reynt verði að hafa áhrif á þessa þróun með aukinni slíka endurhæfingu. Langvarandi atvinnuleysi er heilsuspillandi. Það er nokkuð sem menn verða að átta sig á." "Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að hvetja þurfi menn, en ekki letja, til að fara út á vinnumarkaðinn,"sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. " Ef þetta hlutfall er með þeim hætti að það letur menn til að taka þátt í samfélaginu þá er það eitt af þeim atriðum sem kæmu til skoðunar." Ráðherra kvaðst ekki geta sagt neitt um ákvarðanir í þessum efnum. Hann kvaðst ekki geta breytt þessum mörkum með einu pennastriki. Það yrði að gerast í tengslum við fjárlög og lagabreyting þyrfti að koma til. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, segist telja skynsamlegt að hækka þau tekjumörk sem öryrkjar mega hafa án þess að örorkubæturnar skerðist. Tekjutryggingaraukanum er þannig háttað nú að hann skerðist frá fyrstu krónu sem viðkomandi fær í tekjur. "Við komumst ekkert í gegnum almannatryggingar án þess að hafa tekjutengingar," sagði Karl Steinar. "Sprengjan sem varð með örorkudómunum snérist mikið um það að skerðingarmörkin voru alltof lág. Ég hygg að það sé skynsamlegt að hækka þau, en hef ekki myndað mér skoðun á hversu mikil sú hækkun ætti að vera." Karl Steinar sagði að þegar rætt væri um mikla fjölgun öryrkja nú mætti halda því til haga að Tryggingastofnun hefðu vakið athygli á þeirri þróun í apríl á síðasta ári með skýrslu sinni. Hins vegar væru það rangfærslur að öryrkjar væru hlutfallslega fleiri hér heldur en á hinum Norðurlöndunum "Eigi að síður gefur þróunin hér ástæður til að athuga málin í heild og hafa uppi úrræði sem duga til þess að forða fólki frá örorku," sagði Karl Steinar. "Þar er starfsendurhæfing mikilvæg. Við tölum fyrir því að reynt verði að hafa áhrif á þessa þróun með aukinni slíka endurhæfingu. Langvarandi atvinnuleysi er heilsuspillandi. Það er nokkuð sem menn verða að átta sig á." "Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að hvetja þurfi menn, en ekki letja, til að fara út á vinnumarkaðinn,"sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. " Ef þetta hlutfall er með þeim hætti að það letur menn til að taka þátt í samfélaginu þá er það eitt af þeim atriðum sem kæmu til skoðunar." Ráðherra kvaðst ekki geta sagt neitt um ákvarðanir í þessum efnum. Hann kvaðst ekki geta breytt þessum mörkum með einu pennastriki. Það yrði að gerast í tengslum við fjárlög og lagabreyting þyrfti að koma til.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira