Seattle 2 - Sacramento 0 27. apríl 2005 00:01 Seattle Supersonics eru í fínum málum í einvígi sínu við Sacramento Kings í vesturdeildinni og hafa náð góðri 2-0 forystu eftir 105-93 sigur í öðrum leik liðanna í nótt. Ray Allen fór fyrir sínum mönnum í Seattle og skoraði 26 stig. Leikurinn þróaðist á svipaðan hátt og sá fyrsti, þar sem heimamenn náðu góðri forystu snemma í leiknum sem þeir misstu svo niður, en náðu að halda andliti á lokamínútunum og sigra. "Þetta hefst allt saman með góðum varnarleik. Við náðum að stöðva þá sóknir þeirra og skapa okkur auðveld stig í hraðaupphlaupum, sem lögðu grunninn að sigri okkar," sagði Nate McMillan. "Leikmenn okkar eru að taka af skarið og lyfta leik sínum á hærra plan í úrslitakeppninni," sagði Ray Allen eftir leikinn og hefur eflaust ekki síst verið að tala um félaga sinn Jerome James sem fór mikinn í leiknum í nótt, rétt eins og í fyrsta leiknum og skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst. Varamenn Sacramento voru eina von liðsins í nótt, því byrjunarliðsmenn liðsins náðu sér ekki á strik. Rick Adelman ákvað að láta þá sitja á bekknum lengst af í fjórða leikhlutanum. "Af hverju hefði ég átt að láta byrjunarliðið leika í fjórða leikhlutanum" sagði hann í viðtali eftir leikinn. "Það voru varamennirnir sem voru að vinna alla vinnuna inná vellinum," sagði hann. Mike Bibby hlaut nokkra uppreisn æru eftir skelfilegan fyrsta leik í einvíginu og var með 16 stig og 8 stoðsendingar fyrir Sacramento, en það nægði hvergi gegn sterku liði Seattle. "Við hefðum átt að læra eftir fyrsta leikinn, en við komum ekki með nein svör í kvöld. Engin vörn og engin sókn," sagði Peja Stojakovic hjá Sacramento, sem hefur verið langt frá sínu besta í rimmunni. Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 26 stig (6 stoðs), Jerome James 19 stig (9 frák), Rashard Lewis 12 stig, Vladimir Radmanovic 10 stig, Luke Ridnour 9 stig, Antonio Daniels 9 stig, Nick Collison 8 stig (8 frák), Danny Fortson 8 stig.Atkvæðamestir hjá Sacramento:Bobby Jackson 17 stig, Mike Bibby 16 stig (8 stoðs), Peja Stojakovic 9 stig (10 frák), Cuttino Mobley 9 stig, Darius Songalia 9 stig, Eddie House 9 stig. NBA Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Í beinni: Mallorca - Barcelona | Börsungar vilja aftur á sigurbraut Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og Svíar slást um EM-sæti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Sjá meira
Seattle Supersonics eru í fínum málum í einvígi sínu við Sacramento Kings í vesturdeildinni og hafa náð góðri 2-0 forystu eftir 105-93 sigur í öðrum leik liðanna í nótt. Ray Allen fór fyrir sínum mönnum í Seattle og skoraði 26 stig. Leikurinn þróaðist á svipaðan hátt og sá fyrsti, þar sem heimamenn náðu góðri forystu snemma í leiknum sem þeir misstu svo niður, en náðu að halda andliti á lokamínútunum og sigra. "Þetta hefst allt saman með góðum varnarleik. Við náðum að stöðva þá sóknir þeirra og skapa okkur auðveld stig í hraðaupphlaupum, sem lögðu grunninn að sigri okkar," sagði Nate McMillan. "Leikmenn okkar eru að taka af skarið og lyfta leik sínum á hærra plan í úrslitakeppninni," sagði Ray Allen eftir leikinn og hefur eflaust ekki síst verið að tala um félaga sinn Jerome James sem fór mikinn í leiknum í nótt, rétt eins og í fyrsta leiknum og skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst. Varamenn Sacramento voru eina von liðsins í nótt, því byrjunarliðsmenn liðsins náðu sér ekki á strik. Rick Adelman ákvað að láta þá sitja á bekknum lengst af í fjórða leikhlutanum. "Af hverju hefði ég átt að láta byrjunarliðið leika í fjórða leikhlutanum" sagði hann í viðtali eftir leikinn. "Það voru varamennirnir sem voru að vinna alla vinnuna inná vellinum," sagði hann. Mike Bibby hlaut nokkra uppreisn æru eftir skelfilegan fyrsta leik í einvíginu og var með 16 stig og 8 stoðsendingar fyrir Sacramento, en það nægði hvergi gegn sterku liði Seattle. "Við hefðum átt að læra eftir fyrsta leikinn, en við komum ekki með nein svör í kvöld. Engin vörn og engin sókn," sagði Peja Stojakovic hjá Sacramento, sem hefur verið langt frá sínu besta í rimmunni. Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 26 stig (6 stoðs), Jerome James 19 stig (9 frák), Rashard Lewis 12 stig, Vladimir Radmanovic 10 stig, Luke Ridnour 9 stig, Antonio Daniels 9 stig, Nick Collison 8 stig (8 frák), Danny Fortson 8 stig.Atkvæðamestir hjá Sacramento:Bobby Jackson 17 stig, Mike Bibby 16 stig (8 stoðs), Peja Stojakovic 9 stig (10 frák), Cuttino Mobley 9 stig, Darius Songalia 9 stig, Eddie House 9 stig.
NBA Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Í beinni: Mallorca - Barcelona | Börsungar vilja aftur á sigurbraut Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og Svíar slást um EM-sæti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Sjá meira