Ríkisstjórnin tíu ára 22. apríl 2005 00:01 Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson halda á morgun upp á tíu ára ríkisstjórnarsamstarf. Þeir segjast hafa lært mikið af samstarfinu og eru ánægðir með árangur þess. Halldór og Davíð hafa stjórnað 681 ríkisstjórnarfundi síðan samstarfið hófst 23. apríl 1995 og tekið margar ákvarðanir sem varða hag þjóðarinnar. Tuttugu ráðherrar hafa starfað með þeim, enginn allan tímann nema Björn Bjarnason sem tók sér þó stutt frí. Halldór og Davíð segjast ekki orðnir þreyttir hvor á öðrum. Það besta við samstarfið sé að þeim tekst alltaf að leysa úr ágreiningsefnum, þó auðvitað sé stundum deilt. Halldór segir þá stundum hafa rifist harkalega en aldrei skellt hurðum eða gengið út. Á þessum tíu árum hefur hagvöxtur aukist um rúmlega fimmtíu prósent, landsframleiðslan meira en tvöfaldast, verulega dregið úr ríkisafskiptum, fjöldi nemenda í háskólanámi tvöfaldast, framlög til heilbrigðismála aukist um fimmtíu prósent og skuldir ríkissjóðs lækkaðar um meira en helming. Þetta verður líklega allt að teljast gott en að sjálfssögðu hafa líka verið gerð einhver mistök á leiðinni - nokkuð sem ekki er í eðli þessara manna að dvelja við; Davíð segir það engu þjóna að vera alltaf með böggum hildar. Það sígur svo í að þá kæmust mann ekki fetið Íslenskt þjóðfélag hefur tekið miklum breytingum á þessum áratug, m.a. gríðarlegar breytingar á starfi stjórnmálamanna sem búa við mun meiri umfjöllun um þeirra störf en tíðkaðist fyrir þrjátíu árum þegar Halldór og Davíð hófu sinn feril. Halldór segir það svolítið slítandi og umfjöllunin sé misjöfn - stundum sanngjörn en stundum ósanngjörn. Eitt af því sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum er að Halldór og Davíð taki stórar ákvarðanir án þess að ræða við aðra ráðherra eða flokksmenn, til að mynda um sölu Símans. Þetta segja þeir rangt. Halldór segir hins vegar að þeir þurfi að taka ýmsar ákvarðanir saman, enda séu þeir kjörnir til þess. Davíð segir að meira hafi verið um leka að undanförnu í samstarfinu en varið hafði, sem hann segir að sé óhollt fyrir stjórnarsamstarf, og hann vonar að það lagist aftur. Spurður hvort þetta þýði að hann hafi ekki jafn föst tök á fólki og hann hafi haft í gegnum tíðina kveðst Davíð halda að þetta hafi ekkert með hans persónu að gera. „Ég vona ekki að minnsta kosti,“ segir Davíð og bætir við að hann geri sér grein fyrir að fjölmiðlar hafi gaman af lekum. „Og þeir eiga að ýta undir leka finnst mér, svona til að fá meira fjör í fréttirnar, en þá eiga hinir að standa á móti. Þetta er hluti af dæminu,“ segir Davíð. Davíð segir enga þreytu með samstarfið í sínum flokki, enda sjái menn enga aðra raunhæfa kosti um stjórnarsamstarf eins og staðan er í dag. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson halda á morgun upp á tíu ára ríkisstjórnarsamstarf. Þeir segjast hafa lært mikið af samstarfinu og eru ánægðir með árangur þess. Halldór og Davíð hafa stjórnað 681 ríkisstjórnarfundi síðan samstarfið hófst 23. apríl 1995 og tekið margar ákvarðanir sem varða hag þjóðarinnar. Tuttugu ráðherrar hafa starfað með þeim, enginn allan tímann nema Björn Bjarnason sem tók sér þó stutt frí. Halldór og Davíð segjast ekki orðnir þreyttir hvor á öðrum. Það besta við samstarfið sé að þeim tekst alltaf að leysa úr ágreiningsefnum, þó auðvitað sé stundum deilt. Halldór segir þá stundum hafa rifist harkalega en aldrei skellt hurðum eða gengið út. Á þessum tíu árum hefur hagvöxtur aukist um rúmlega fimmtíu prósent, landsframleiðslan meira en tvöfaldast, verulega dregið úr ríkisafskiptum, fjöldi nemenda í háskólanámi tvöfaldast, framlög til heilbrigðismála aukist um fimmtíu prósent og skuldir ríkissjóðs lækkaðar um meira en helming. Þetta verður líklega allt að teljast gott en að sjálfssögðu hafa líka verið gerð einhver mistök á leiðinni - nokkuð sem ekki er í eðli þessara manna að dvelja við; Davíð segir það engu þjóna að vera alltaf með böggum hildar. Það sígur svo í að þá kæmust mann ekki fetið Íslenskt þjóðfélag hefur tekið miklum breytingum á þessum áratug, m.a. gríðarlegar breytingar á starfi stjórnmálamanna sem búa við mun meiri umfjöllun um þeirra störf en tíðkaðist fyrir þrjátíu árum þegar Halldór og Davíð hófu sinn feril. Halldór segir það svolítið slítandi og umfjöllunin sé misjöfn - stundum sanngjörn en stundum ósanngjörn. Eitt af því sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum er að Halldór og Davíð taki stórar ákvarðanir án þess að ræða við aðra ráðherra eða flokksmenn, til að mynda um sölu Símans. Þetta segja þeir rangt. Halldór segir hins vegar að þeir þurfi að taka ýmsar ákvarðanir saman, enda séu þeir kjörnir til þess. Davíð segir að meira hafi verið um leka að undanförnu í samstarfinu en varið hafði, sem hann segir að sé óhollt fyrir stjórnarsamstarf, og hann vonar að það lagist aftur. Spurður hvort þetta þýði að hann hafi ekki jafn föst tök á fólki og hann hafi haft í gegnum tíðina kveðst Davíð halda að þetta hafi ekkert með hans persónu að gera. „Ég vona ekki að minnsta kosti,“ segir Davíð og bætir við að hann geri sér grein fyrir að fjölmiðlar hafi gaman af lekum. „Og þeir eiga að ýta undir leka finnst mér, svona til að fá meira fjör í fréttirnar, en þá eiga hinir að standa á móti. Þetta er hluti af dæminu,“ segir Davíð. Davíð segir enga þreytu með samstarfið í sínum flokki, enda sjái menn enga aðra raunhæfa kosti um stjórnarsamstarf eins og staðan er í dag.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira