Innlent

Kosningarnar byggðar á trausti

Kjósendur krossa við þann frambjóðanda sem þeir velja og skrifa nafn sitt eigin hendi utan á meðfylgjandi umslag, merkt kennitölu, sem sett er í svarumslag, sem einnig fylgir með. Bent hefur verið á að ekki þurfi að framvísa persónuskilríkjum til að mega kjósa í formannskjörinu, heldur nægi að rita nafn sitt eigin hendi á svarumslag. Flosi Eiríksson, formaður kjörstjórnar Samfylkingarinnar, segir að kosningafyrirkomulagið byggist á trausti. "Í Samfylkingunni er heiðarlegt og traust fólk og við eigum ekki von á því að kjörseðlar verði misnotaðir," segir hann. "Við teljum að í þessu formi allsherjaratkvæðagreiðslu hafi verið valin lýðræðislegasta leiðin sem leiði til beinnar þátttöku sem flestra," segir Flosi. Þá sé athugunarefni að næstu kosningar innan Samfylkingarinnar fari fram með rafrænum hætti. Atkvæði þurfa að hafa borist kjörstjórn fyrir klukkan 18 fimmtudaginn 19. maí en landsfundur Samfylkingarinnar hefst næsta dag, föstudaginn 20. maí. Úrslitin í formannskjörinu verða tilkynnt á landsfundinum á laugardeginum, 21. maí.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×