Skriður kominn á sjóminjasafnið Stefán Jón Hafstein skrifar 13. apríl 2005 00:01 Nýtt safn í Reykjavík - Stefán Jón Hafstein Nú hillir undir að Íslendingar eignist nýtt og glæsilegt sjóminjasafn. Sjálfeignarstofnun um Víkina-Sjóminjasafnið í Reykjavík var sett á laggirnar fyrir skömmu. Safnið er til húsa að Grandagarði 8, gamla BÚR-húsinu. Á stofnfundi safnsins kom fram að stefnt yrði að því að opna fyrstu sýningu á sjómannadaginn 2005. Mörgun þótti það nokkuð djörf áætlun að undirbúa og opna sýningu á hálfu ári, en útlit er enn fyrir því að sú bjartsýna áætlun takist. Fyrsta stóra verkefni safnsins er að setja upp sýninguna "Togaraöldin" í tilefni af 100 afmæli togaraútgerðar á Íslandi. Árið 1905 kom togarinn Coot til landsins og 1907 var togarinn Jón forseti smíðaður fyrir Reykvíkinga. Við upphaf síðustu aldar varð heilmikil vakning meðal landsmanna, en sennilega skópu togararnir mestu byltinguna. Á árunum 1905-1917 fengust 28 aðilar við togaraútgerð á Íslandi, þar af var 21 í Reykjavík og Viðey. Togaraútgerð þar skapaði fyrsta verulega auðmagnið á Íslandi á 20 öld. Sýning sjóminjasafnsins mun reyna að endurspegla þessi miklu umskipti sem urðu á kjörum lands og þjóðar með togurunum. Þá verður reynt að skyggnast inn í líf og aðbúnað sjómanna og fjölskyldna þeirra á öldinni sem leið. Reykjavík er hafnarborg og fáir gera sér grein fyrir því, hve Reykjavík er mikill útgerðarbær; við gömlu höfnina í Reykjavík er landað verðmætasta afla landsins ár hvert. Víkin-Sjóminjasafnið í Reykjavík mun leitast við að þjóna hagsmunum heimamanna sem og ferðamanna varðandi kynningu á sambúð Íslendinga við hafið, fiskveiðum og vinnslu. Sagan kallar á sjóminjasafn. Fyrsti Reykvíkingurinn var sæfari og lífsafkoma bæjarbúa hefur byggst mjög mikið á sjónum. Kaupsiglingar hafa verið stundaðar um aldir til Reykjavíkur. Iðnaður og þjónusta tengd sjósókn eru umfangsmikil í borginni sem og stofnanir á vegum hins opinbera. Við skuldum hetjum hafsins og þeim sem gerðu svo mikil verðmæti úr aflanum að sögu þeirra sé minnst. Reykjavíkurborg hafði fyrir sitt leyti forgöngu um undirbúning og leggur fram langmesta stofnféð, 10 milljónir króna á ári. Öflugir bakhjarlar, HB-Grandi, Íslandsbanki, Faxaflóahafnir og Eimskip, leggja saman fram rúmlega annað eins á móti. En þörf er á að fleiri leggist á árarnar með okkur. Nú reynir á hvort útgerðin, fiskvinnslan og allir sem áhuga hafa á sjósókn og mikilvægi sjálvarútvegs vilji koma að þessu samstarfsverkefni. Þess vegna leitar nú stjórn safnsins að fleiri samstarfs- og styrktaraðiljum til að halda uppi merkjum sjávarútvegs og minnast þess sögulega hlutverks sem hafið og sjósókn hafa á lífi á Íslandi. Ég trúi því og treysti að afli verði góður þegar við róum á mið þeirra sem til greina koma sem samstarfsaðilar um safnið. Sjóminjasafnið er sjálfseignarstofnun og byggist starfið að miklu leyti á því, hvað fyrirtæki og stofnanir eru reiðubúin að láta af mörkum til sýningar um 100 ára sögu togaraútgerðar - og síðar þegar stór og glæst sýning um hlut sjávarútvegs í íslenskri menningu verður opnuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Nýtt safn í Reykjavík - Stefán Jón Hafstein Nú hillir undir að Íslendingar eignist nýtt og glæsilegt sjóminjasafn. Sjálfeignarstofnun um Víkina-Sjóminjasafnið í Reykjavík var sett á laggirnar fyrir skömmu. Safnið er til húsa að Grandagarði 8, gamla BÚR-húsinu. Á stofnfundi safnsins kom fram að stefnt yrði að því að opna fyrstu sýningu á sjómannadaginn 2005. Mörgun þótti það nokkuð djörf áætlun að undirbúa og opna sýningu á hálfu ári, en útlit er enn fyrir því að sú bjartsýna áætlun takist. Fyrsta stóra verkefni safnsins er að setja upp sýninguna "Togaraöldin" í tilefni af 100 afmæli togaraútgerðar á Íslandi. Árið 1905 kom togarinn Coot til landsins og 1907 var togarinn Jón forseti smíðaður fyrir Reykvíkinga. Við upphaf síðustu aldar varð heilmikil vakning meðal landsmanna, en sennilega skópu togararnir mestu byltinguna. Á árunum 1905-1917 fengust 28 aðilar við togaraútgerð á Íslandi, þar af var 21 í Reykjavík og Viðey. Togaraútgerð þar skapaði fyrsta verulega auðmagnið á Íslandi á 20 öld. Sýning sjóminjasafnsins mun reyna að endurspegla þessi miklu umskipti sem urðu á kjörum lands og þjóðar með togurunum. Þá verður reynt að skyggnast inn í líf og aðbúnað sjómanna og fjölskyldna þeirra á öldinni sem leið. Reykjavík er hafnarborg og fáir gera sér grein fyrir því, hve Reykjavík er mikill útgerðarbær; við gömlu höfnina í Reykjavík er landað verðmætasta afla landsins ár hvert. Víkin-Sjóminjasafnið í Reykjavík mun leitast við að þjóna hagsmunum heimamanna sem og ferðamanna varðandi kynningu á sambúð Íslendinga við hafið, fiskveiðum og vinnslu. Sagan kallar á sjóminjasafn. Fyrsti Reykvíkingurinn var sæfari og lífsafkoma bæjarbúa hefur byggst mjög mikið á sjónum. Kaupsiglingar hafa verið stundaðar um aldir til Reykjavíkur. Iðnaður og þjónusta tengd sjósókn eru umfangsmikil í borginni sem og stofnanir á vegum hins opinbera. Við skuldum hetjum hafsins og þeim sem gerðu svo mikil verðmæti úr aflanum að sögu þeirra sé minnst. Reykjavíkurborg hafði fyrir sitt leyti forgöngu um undirbúning og leggur fram langmesta stofnféð, 10 milljónir króna á ári. Öflugir bakhjarlar, HB-Grandi, Íslandsbanki, Faxaflóahafnir og Eimskip, leggja saman fram rúmlega annað eins á móti. En þörf er á að fleiri leggist á árarnar með okkur. Nú reynir á hvort útgerðin, fiskvinnslan og allir sem áhuga hafa á sjósókn og mikilvægi sjálvarútvegs vilji koma að þessu samstarfsverkefni. Þess vegna leitar nú stjórn safnsins að fleiri samstarfs- og styrktaraðiljum til að halda uppi merkjum sjávarútvegs og minnast þess sögulega hlutverks sem hafið og sjósókn hafa á lífi á Íslandi. Ég trúi því og treysti að afli verði góður þegar við róum á mið þeirra sem til greina koma sem samstarfsaðilar um safnið. Sjóminjasafnið er sjálfseignarstofnun og byggist starfið að miklu leyti á því, hvað fyrirtæki og stofnanir eru reiðubúin að láta af mörkum til sýningar um 100 ára sögu togaraútgerðar - og síðar þegar stór og glæst sýning um hlut sjávarútvegs í íslenskri menningu verður opnuð.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun