Árshátíðir eru úr sér gengnar Þórarinn Þórarinsson skrifar 7. apríl 2005 00:01 Fyrstu mánuðir hvers árs eru undirlagðir af svokölluðum árshátíðum sem ganga út á það að hrista saman fólk úr öllum deildum og lögum fyrirtækja og vinnustaða, hella í það brennivíni og láta það skemmta sér. Hefðbundið helgarfyllerí er þarna, einu sinni á ári, fært í sérstakan hátíðarbúning sem kostar það að fólk þarf að huga að fötum, hári og skrati með allt að því mánaðarfyrirvara áður en ósköpin dynja yfir. Íslendingum finnst gott að hafa skotheld tilefni fyrir sem flestum almennilegum fylliríum og það gefast varla betri tækifæri, en árshátíðir, til að hrynja í það með góðri samvisku. Nú held ég hreinlega að orð yfir þetta fyrirbæri fyrirfinnist eingöngu í íslensku enda þykir þjóðum sem eru lengra komnar í mannamótum, drykkju og skemmtanahaldi það kannski full púkó að slá upp sérstökum árshátíðum. Árshátíðirnar, eins og þær þekkjast á Íslandi, hljóta að vera arfur frá liðinni tíð og hafa sjálfsagt átt fullan rétt á sér á fyrri hluta síðustu aldar þegar fólk hittist sjaldan og símar og bílar voru ekki í almannaeigu. Þá hefur það þótt eðlilegt að skarta sínu fínasta og berast á á balli sem var ef til vill eina djúttið sem fólk hafði kost á það árið. Nú eru hins vegar árshátíðir haldnar nánast á hverju kvöldi á skemmtistöðum í Reykjavík þannig að þessi eina sanna árshátíð er ekkert annað en innantóm viðbót enda er líklega fátt sorglegra og tilgangslausara en að skemmta sér með fólki sem maður umgengst dagsdaglega í vinnunni. Það dapurlegasta við árshátíðir fyrirtækja er svo auðvitað stéttaskiptingin sem kemur hvergi betur í ljós en þegar verkamenn og undirmenn reyna að standa jafnfætis toppunum þegar þeir eru komnir á fimmta glas. Það eru skýr merki um að maður eigi að fara að drífa sig heim af árshátíð þegar vinnuþrælarnir eru komnir á trúnaðarstigið við stjórana. Þeir fyrrnefdnu í Hagkaupsjakkafötum en hinir í sérsaumuðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrstu mánuðir hvers árs eru undirlagðir af svokölluðum árshátíðum sem ganga út á það að hrista saman fólk úr öllum deildum og lögum fyrirtækja og vinnustaða, hella í það brennivíni og láta það skemmta sér. Hefðbundið helgarfyllerí er þarna, einu sinni á ári, fært í sérstakan hátíðarbúning sem kostar það að fólk þarf að huga að fötum, hári og skrati með allt að því mánaðarfyrirvara áður en ósköpin dynja yfir. Íslendingum finnst gott að hafa skotheld tilefni fyrir sem flestum almennilegum fylliríum og það gefast varla betri tækifæri, en árshátíðir, til að hrynja í það með góðri samvisku. Nú held ég hreinlega að orð yfir þetta fyrirbæri fyrirfinnist eingöngu í íslensku enda þykir þjóðum sem eru lengra komnar í mannamótum, drykkju og skemmtanahaldi það kannski full púkó að slá upp sérstökum árshátíðum. Árshátíðirnar, eins og þær þekkjast á Íslandi, hljóta að vera arfur frá liðinni tíð og hafa sjálfsagt átt fullan rétt á sér á fyrri hluta síðustu aldar þegar fólk hittist sjaldan og símar og bílar voru ekki í almannaeigu. Þá hefur það þótt eðlilegt að skarta sínu fínasta og berast á á balli sem var ef til vill eina djúttið sem fólk hafði kost á það árið. Nú eru hins vegar árshátíðir haldnar nánast á hverju kvöldi á skemmtistöðum í Reykjavík þannig að þessi eina sanna árshátíð er ekkert annað en innantóm viðbót enda er líklega fátt sorglegra og tilgangslausara en að skemmta sér með fólki sem maður umgengst dagsdaglega í vinnunni. Það dapurlegasta við árshátíðir fyrirtækja er svo auðvitað stéttaskiptingin sem kemur hvergi betur í ljós en þegar verkamenn og undirmenn reyna að standa jafnfætis toppunum þegar þeir eru komnir á fimmta glas. Það eru skýr merki um að maður eigi að fara að drífa sig heim af árshátíð þegar vinnuþrælarnir eru komnir á trúnaðarstigið við stjórana. Þeir fyrrnefdnu í Hagkaupsjakkafötum en hinir í sérsaumuðu.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar