Hafi gengið heldur hart fram 1. apríl 2005 00:01 Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri segir fréttamenn Ríkisútvarpsins hafa gengið heldur hart fram gegn Auðuni Georg. Jóhann Hlíðar Harðarson, fréttamaður Stöðvar 2, færði Markúsi tíðindin á opnun hótels í miðbæ Reykjavíkur. Inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun Auðuns Georgs sagði Markús að þetta hefði komið honum mjög á óvart. Hann segist mjög hryggur yfir tíðindunum vegna þess að þrátt fyrir allt sem á undan hefði gengið hefði honum fundist fundur Auðuns Georgs með fréttamönnum í morgun hafa gengið vel og hann hefði því hugað gott til framhaldsins. Þetta yrði tekið skref fyrir skref og undir því mikla álagi sem Auðun Georg hefði verið hefði honum fundist þetta vera breyting til hins betra. Aðspurður hvort hann hefði heyrt viðtal fréttamanns fréttastofu Útvarps við Auðun Georg sem spilað var í hádegisfréttum Útvarps sagðist Markús ekki hafa gert það. Hins vegar hefði verið vitnað til þess í samtali sem fréttamaður hefði átt við hann og verið væri að flytja í útvarpsfréttum. Í samtalinu milli hans og fréttamanns hefði verið komið inn á atriði sem Auðun hefði verið inntur eftir í viðtalinu og honum hefði fundist það fjarstæðukennt að þau atriði skyldu hafa verið tekin upp þar þegar verið væri að ræða við hann rétt eftir að hann hefði tekið við starfinu. Þar hefði verið um að ræða einhvers konar spurningakeppni sem kæmu málinu ekkert við. Hann hefði því gert athugasemdir við það í spjalli sínu við fréttamann. Spurður hvort fréttastofan hefði að hans mati sett ofan með framgangi sínum í málinu sagði Markús að það væri furðulangt gengið í fréttaflutningnum og menn hefðu notað sérhvert tækifæri sem þeir hefðu haft. Frétta- og dagskrárgerðarmenn Ríkisútvarpsins hefðu víðtækt umboð til að koma að málflutningi sem væri hagstæður málstað þeirra í málinu, inni í fréttum og hinum og þessum dagskrárhornum bæði í sjónvarpi og útvarpi. Markús sagði vissulega hægt að setja spurngarmerki við það hvort rétt hefði verið að málum staðið og hvort það hefði áhrif á trúverðugleika Ríkisútvarpsins. Hann ætlaði ekkert að dæma um það en hann vonaði að ef svo hefði verið endurynnist sá trúverðugleiki skjótt og fólkið sem ynni á Útvarpinu hefði alla burði til að sækja fram á nýjan leik. Hann treysti því mjög vel en honum fyndist það hafa gengið helst til of langt í aðgerðum sínum og viðbrögðum við löglegri ráðningu á nýjum starfskrarfti inn á fréttastofuna. Aðspurður hvað tæki við núna sagðist Markús ekki vita það. Það yrði fundur í útvarpsráði á þriðjudag og þar yrði málið tekið upp. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri segir fréttamenn Ríkisútvarpsins hafa gengið heldur hart fram gegn Auðuni Georg. Jóhann Hlíðar Harðarson, fréttamaður Stöðvar 2, færði Markúsi tíðindin á opnun hótels í miðbæ Reykjavíkur. Inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun Auðuns Georgs sagði Markús að þetta hefði komið honum mjög á óvart. Hann segist mjög hryggur yfir tíðindunum vegna þess að þrátt fyrir allt sem á undan hefði gengið hefði honum fundist fundur Auðuns Georgs með fréttamönnum í morgun hafa gengið vel og hann hefði því hugað gott til framhaldsins. Þetta yrði tekið skref fyrir skref og undir því mikla álagi sem Auðun Georg hefði verið hefði honum fundist þetta vera breyting til hins betra. Aðspurður hvort hann hefði heyrt viðtal fréttamanns fréttastofu Útvarps við Auðun Georg sem spilað var í hádegisfréttum Útvarps sagðist Markús ekki hafa gert það. Hins vegar hefði verið vitnað til þess í samtali sem fréttamaður hefði átt við hann og verið væri að flytja í útvarpsfréttum. Í samtalinu milli hans og fréttamanns hefði verið komið inn á atriði sem Auðun hefði verið inntur eftir í viðtalinu og honum hefði fundist það fjarstæðukennt að þau atriði skyldu hafa verið tekin upp þar þegar verið væri að ræða við hann rétt eftir að hann hefði tekið við starfinu. Þar hefði verið um að ræða einhvers konar spurningakeppni sem kæmu málinu ekkert við. Hann hefði því gert athugasemdir við það í spjalli sínu við fréttamann. Spurður hvort fréttastofan hefði að hans mati sett ofan með framgangi sínum í málinu sagði Markús að það væri furðulangt gengið í fréttaflutningnum og menn hefðu notað sérhvert tækifæri sem þeir hefðu haft. Frétta- og dagskrárgerðarmenn Ríkisútvarpsins hefðu víðtækt umboð til að koma að málflutningi sem væri hagstæður málstað þeirra í málinu, inni í fréttum og hinum og þessum dagskrárhornum bæði í sjónvarpi og útvarpi. Markús sagði vissulega hægt að setja spurngarmerki við það hvort rétt hefði verið að málum staðið og hvort það hefði áhrif á trúverðugleika Ríkisútvarpsins. Hann ætlaði ekkert að dæma um það en hann vonaði að ef svo hefði verið endurynnist sá trúverðugleiki skjótt og fólkið sem ynni á Útvarpinu hefði alla burði til að sækja fram á nýjan leik. Hann treysti því mjög vel en honum fyndist það hafa gengið helst til of langt í aðgerðum sínum og viðbrögðum við löglegri ráðningu á nýjum starfskrarfti inn á fréttastofuna. Aðspurður hvað tæki við núna sagðist Markús ekki vita það. Það yrði fundur í útvarpsráði á þriðjudag og þar yrði málið tekið upp.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira