Sökuðu stjórnarflokka um valdarán 1. apríl 2005 00:01 Forsætisráðherra var sagður kjarklaus og kallaður lúpa fyrir að vera ekki viðstaddur umræður um fréttastofu Útvarpsins á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja ríkisstjórnarflokkana og sérlega spunakarla forsætisráðherra reyna valdarán á fréttastofunni. Forsætisráðherra sagðist ekki ætla að hafa afskipti af málinu. Aðspurður um fullyrðingar þess efnis að ráðning fréttastjóra hefði verið skipulögð í forsætisráðuneytinu sagði Halldór Ásgrímsson að hann hefði ekkert komið nálægt málinu. Þetta mál væri að sjálfsögðu unnið í útvarpinu, hjá útvarpsráði og útvarpsstjóra og í hans ráðuneyti hefðu menn ekki haft nokkur afskipti af málinu. Umræður um það hefðu verið algjörlega út í hött. Síðast hefði verið sagt aðstoðarmaður hans hefði sést með Auðuni Georg í leigubíl. Sannleikurinn væri sá að hann hefði aldrei hitt hann og aldrei talað við hann þannig að hann áttaði sig ekki á hvað væri þarna á ferðinni. Aðspurður hvort hann neitaði því að Framsóknarflokkurinn hefði talið sig eiga stöðu fréttastjóra Útvarps og leitað að manni til að gegna henni sagði Halldór að flokkurinn ætti ekki neitt í Útvarpinu frekar en aðrir og framsóknarmenn hefðu ekki leitað að neinum manni. Hins vegar mætti vel vera að innan útvarpsins hefði verið leitað að manni, hann þekkti það ekki. Aðspurður hvernig ætti nú að bregðast við þar sem Ríkisútvarpið væri nánast óstarfhæft sagði Halldór ekki gera sér grein fyrir því. Þetta yrði að leysast á vettvangi Ríkisútvarpsins eins og annarra stofnana. Sumir krefðust pólitískra afskipta af málinu en hann myndi ekki skipta sér af því. Inntur eftir því hvernig leysa ætti málið sagðist Halldór ekki hafa neina tillögu um það. Það yrði útvarpsstjóri og stofnunin að gera. Forsætisráðherra var ekki viðstaddur þingfund þegar málefni fréttastofu Útvarpsins voru rædd í tvígang undir liðnum fundarstjórn forseta en beiðni um utandagskrárumræðu var hafnað. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri - grænna, sagði að leynifundir nýráðsins fréttastjóra og formanns útvarpsráðs sem hefði verið upplýst um í hádegisfréttum fréttastofu Útvarpsins staðfestu að um pólitíska ráðningu væri að ræða. Kolbrún sagðist harma það að forsætisráðherra skyldi ekki hafa haft kjark til að koma á þing og svara fyrir þá ósvinnu sem ætti sér stað. Menn hefðu talað um valdarán í einni öflugustu lýðræðisstofnun þjóðarinnar. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að það hlyti að vera mjög erfitt að stýra þingfundum þegar í forsæti ríkistjórnarinnar væri þvílík lúpa að geta ekki mætt og skýrt málið. Hann var beðinn af forseta þingsins að gæta orða sinna í kjölfarið. Sigurjón sagðist skyldu gera það. Stjórnarandstæðingar voru mjög ósáttir við að ekki fengist utandagskrárumræða um málið. Þá var ítrekað beðið um að forsætisráðherra væri viðstaddur umræðuna en menntamálaráðherra var ekki á landinu. Enginn ráðherra var viðstaddur lengst af. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði ævintýralegt að menn stæðu frammi fyrir því hér á landi á árinu 2005 að það væri ekki frjáls fjölmiðlun í landinu heldur hið gagnstæða. „Það er gerð tilraun til flokkspólitísks valdaráns í Ríkisútvarpinu,“ sagði Steingrímur. Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Forsætisráðherra var sagður kjarklaus og kallaður lúpa fyrir að vera ekki viðstaddur umræður um fréttastofu Útvarpsins á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja ríkisstjórnarflokkana og sérlega spunakarla forsætisráðherra reyna valdarán á fréttastofunni. Forsætisráðherra sagðist ekki ætla að hafa afskipti af málinu. Aðspurður um fullyrðingar þess efnis að ráðning fréttastjóra hefði verið skipulögð í forsætisráðuneytinu sagði Halldór Ásgrímsson að hann hefði ekkert komið nálægt málinu. Þetta mál væri að sjálfsögðu unnið í útvarpinu, hjá útvarpsráði og útvarpsstjóra og í hans ráðuneyti hefðu menn ekki haft nokkur afskipti af málinu. Umræður um það hefðu verið algjörlega út í hött. Síðast hefði verið sagt aðstoðarmaður hans hefði sést með Auðuni Georg í leigubíl. Sannleikurinn væri sá að hann hefði aldrei hitt hann og aldrei talað við hann þannig að hann áttaði sig ekki á hvað væri þarna á ferðinni. Aðspurður hvort hann neitaði því að Framsóknarflokkurinn hefði talið sig eiga stöðu fréttastjóra Útvarps og leitað að manni til að gegna henni sagði Halldór að flokkurinn ætti ekki neitt í Útvarpinu frekar en aðrir og framsóknarmenn hefðu ekki leitað að neinum manni. Hins vegar mætti vel vera að innan útvarpsins hefði verið leitað að manni, hann þekkti það ekki. Aðspurður hvernig ætti nú að bregðast við þar sem Ríkisútvarpið væri nánast óstarfhæft sagði Halldór ekki gera sér grein fyrir því. Þetta yrði að leysast á vettvangi Ríkisútvarpsins eins og annarra stofnana. Sumir krefðust pólitískra afskipta af málinu en hann myndi ekki skipta sér af því. Inntur eftir því hvernig leysa ætti málið sagðist Halldór ekki hafa neina tillögu um það. Það yrði útvarpsstjóri og stofnunin að gera. Forsætisráðherra var ekki viðstaddur þingfund þegar málefni fréttastofu Útvarpsins voru rædd í tvígang undir liðnum fundarstjórn forseta en beiðni um utandagskrárumræðu var hafnað. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri - grænna, sagði að leynifundir nýráðsins fréttastjóra og formanns útvarpsráðs sem hefði verið upplýst um í hádegisfréttum fréttastofu Útvarpsins staðfestu að um pólitíska ráðningu væri að ræða. Kolbrún sagðist harma það að forsætisráðherra skyldi ekki hafa haft kjark til að koma á þing og svara fyrir þá ósvinnu sem ætti sér stað. Menn hefðu talað um valdarán í einni öflugustu lýðræðisstofnun þjóðarinnar. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að það hlyti að vera mjög erfitt að stýra þingfundum þegar í forsæti ríkistjórnarinnar væri þvílík lúpa að geta ekki mætt og skýrt málið. Hann var beðinn af forseta þingsins að gæta orða sinna í kjölfarið. Sigurjón sagðist skyldu gera það. Stjórnarandstæðingar voru mjög ósáttir við að ekki fengist utandagskrárumræða um málið. Þá var ítrekað beðið um að forsætisráðherra væri viðstaddur umræðuna en menntamálaráðherra var ekki á landinu. Enginn ráðherra var viðstaddur lengst af. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði ævintýralegt að menn stæðu frammi fyrir því hér á landi á árinu 2005 að það væri ekki frjáls fjölmiðlun í landinu heldur hið gagnstæða. „Það er gerð tilraun til flokkspólitísks valdaráns í Ríkisútvarpinu,“ sagði Steingrímur.
Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira