Hitalögn um hlað og stétt 1. apríl 2005 00:01 "Við nánast öll hús sem byggð eru í dag er sett snjóbræðsla í stéttar og þeir sem eru að gera upp gamlar innkeyrslur setja undantekningalítið svona kerfi undir þær," segir Gísli Erlendsson í Bykó. Hann segir kostnaðinn við slík kerfi ótrúlega lítinn og eingöngu felast í pípunum sem lagðar eru undir hellurnar og lítilsháttar vinnu við þær. "Langflestir nota affallið af ofnakerfinu og það er látið renna gegnum snjóbræðslukerfið á leið sinni út í skólplagnirnar. Þá er fólk að gjörnýta heita vatnið sem það kaupir hvort sem er. Í mörgum tilfellum dugar það við einbýlishús þannig að aukakostnaður við að kynda kerfið er enginn." Gísli segir tiltölulega einfalt að leggja svona kerfi. "Það er tengt við mælagrindina í húsinu. Þaðan tekur vatnið krók útá hlað og fer svo aftur til baka í rörið sem liggur útúr húsinu í skolpkerfið." Jónas Sigurðsson í Húsasmiðjunni tekur undir það að lögn snjóbræðslukerfis sé ekki flókin en segir þó æskilegast að fá í það pípulagningamann. "Fólk hefur verið að leggja svona kerfi sjálft en pípulagningamaður þarf að tengja það og verður þá að geta tekið ábyrgð á því. Ef eitt brot kemur í lögnina þá stíflast hún og píparinn lendir í vanda." Jónas segir plaströr notuð í lögnina og algengasta sverleikann 20 mm eða 25. En kerfið þurfi að vera 35-40 gráður til að bræða eitthvað að gagni. Því séu oft settir svokallaðir innspýtingarlokar sem blandi hitastigið inná það. "Lokinn skynjar hitastigið á vatninu sem kemur til baka frá planinu. Oft er hann stilltur á 10 gráður og ef hitinn fer neðar sendir lokinn boð inn í hausinn sem er á innrennslinu og opnar heitavatnskranann eftir þörfum," útskýrir hann. Sverleika röranna segir hann oftast segja til um sentimetrana sem eiga að vera á milli þeirra. 20 mm rör þýðir 20 cm á milli. "Fyrst er lögð stór slaufa og svo minni slaufur til baka inní þá stóru til að dreifa hitanum sem mest." Þá vitum við það. Hús og heimili Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
"Við nánast öll hús sem byggð eru í dag er sett snjóbræðsla í stéttar og þeir sem eru að gera upp gamlar innkeyrslur setja undantekningalítið svona kerfi undir þær," segir Gísli Erlendsson í Bykó. Hann segir kostnaðinn við slík kerfi ótrúlega lítinn og eingöngu felast í pípunum sem lagðar eru undir hellurnar og lítilsháttar vinnu við þær. "Langflestir nota affallið af ofnakerfinu og það er látið renna gegnum snjóbræðslukerfið á leið sinni út í skólplagnirnar. Þá er fólk að gjörnýta heita vatnið sem það kaupir hvort sem er. Í mörgum tilfellum dugar það við einbýlishús þannig að aukakostnaður við að kynda kerfið er enginn." Gísli segir tiltölulega einfalt að leggja svona kerfi. "Það er tengt við mælagrindina í húsinu. Þaðan tekur vatnið krók útá hlað og fer svo aftur til baka í rörið sem liggur útúr húsinu í skolpkerfið." Jónas Sigurðsson í Húsasmiðjunni tekur undir það að lögn snjóbræðslukerfis sé ekki flókin en segir þó æskilegast að fá í það pípulagningamann. "Fólk hefur verið að leggja svona kerfi sjálft en pípulagningamaður þarf að tengja það og verður þá að geta tekið ábyrgð á því. Ef eitt brot kemur í lögnina þá stíflast hún og píparinn lendir í vanda." Jónas segir plaströr notuð í lögnina og algengasta sverleikann 20 mm eða 25. En kerfið þurfi að vera 35-40 gráður til að bræða eitthvað að gagni. Því séu oft settir svokallaðir innspýtingarlokar sem blandi hitastigið inná það. "Lokinn skynjar hitastigið á vatninu sem kemur til baka frá planinu. Oft er hann stilltur á 10 gráður og ef hitinn fer neðar sendir lokinn boð inn í hausinn sem er á innrennslinu og opnar heitavatnskranann eftir þörfum," útskýrir hann. Sverleika röranna segir hann oftast segja til um sentimetrana sem eiga að vera á milli þeirra. 20 mm rör þýðir 20 cm á milli. "Fyrst er lögð stór slaufa og svo minni slaufur til baka inní þá stóru til að dreifa hitanum sem mest." Þá vitum við það.
Hús og heimili Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög