Sótt að bloggurum Þórlindur Kjartansson skrifar 30. mars 2005 00:01 Bloggarar í Bandaríkjunum hafa á síðustu vikum staðið í háværum mótmælum vegna tillagna sem takmarkað geta óhefta útgáfu skoðana á netinu. Stofnunin, sem sér um að lögum um kosningar og starfsem stjórnmálaflokka sé framfylgt (Federal Elections Committee) hefur unnið að nýjum tillögum þar sem reynt er að horfast í augu við þann veruleika að fjölmiðlun hefur tekið stakkaskiptum með tilkomu internetsins. Lög um kosningar í Bandaríkjunum eru flókin og reglur um fjárframlög og pólitískar auglýsingar eru umfangsmiklar. Þar þarf að gefa upp nánast hverja krónu sem látin er af hendi til stjórnmálaflokka eða í kosningabaráttur og ákveðin hámörk eru í gildi varðandi hversu miklu má eyða í kosningum og hvenrig verja megi þeim fjármunum sem frambjóðendur þiggja frá hinu opinbera í kosningabaráttunni. Kosningarnar í Bandaríkjunum síðasta haust voru hinar fyrstu þar sem netið og sérstaklega bloggsíður eru talin hafa skipt raunverulegu máli. Þessi staðreynd, auk þess að Demókratar telja að bloggheimurinn hafi í heild verið þeim óvilhallur, varð til þess að FEC skoðaði sérstaklega netið og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri annað hægt en að setja einhvers konar reglur. Þegar fyrstu drög þessara reglna litu dagsins ljós varð uppi fótur og fit enda ljóst að embættismennirnir höfðu annað hvort í hyggju að reyna að kæfa málfrelsi á netinu eða bjuggu yfir stórkostlegri vanþekkingu á eðli netsins. Tillögurnar fólu meðal í sér að opinbert eftirlit yrði haft með vefsíðum sem taldar eru styðja við tiltekna frambjóðendur eða birta umfjöllun vilhalla stjórnmálamönnum eða stjórnmálaflokkum. Reglurnar ná aðeins til þeirra sem reka síður þar sem menn fá greitt fyrir skrif sín, birta auglýsingar á vefjum sínum eða reka vefsíður í samvinnu við aðra. Þetta er þó ekki skýrt orðað í upprunalegum tillögum og því má auðveldlega álykta sem svo að allar vefsíður þar sem fleiri en einn skrifa yrðu háðar opinberu eftirliti. Á Íslandi hefði þetta til að mynda í för með sér að allar pólitískar vefsíður sem reknar eru af hópum, svo sem Múrinn (murinn.is), Vef-Þjóðvíljinn (andriki.is), Deiglan (deiglan.com), Tíkin (tikin.is) og Skoðun (skodun.is) yrðu að lúta opinberu eftirliti - og ef einhverja pólitík mætti lesa úr síðu á borð við kallarnir.is - þar sem margir skrifa - þá myndu þær einnig falla undir lögin. Það sýnir ef til vill best hversu fáránlegar reglurnar eru að undanþágurnar eru þær að vefsíður þar sem gestir eru færri en fimm hundruð á mánuði, eða eru læstar þannig að menn þurfi lykilorð til að komast inn, féllu ekki undir reglurnar. Fullyrða má að engin þeirra íslensku vefsíðna sem nefndar voru hér að framan myndu uppfylla þessi skilyrðu jafnvel þótt markaðurinn á Íslandi sé ekki nema einn þúsundasti af þeim bandaríska. Óheft málfrelsi hefur aldrei í sögunni verið raunhæft fyrr en með tilkomu internetsins. Áður fyrr þjónuðu fjölmiðlar hlutverki hliðvarðar til almennings því ekki gat hver sem er komið sjónarmiðum sínum á framfæri í gegnum fjölmiðla. Með netinu er þetta allt breytt því nú getur hver sem er náð sambandi við hvern sem er án nokkurrar fyrirhafnar. Þetta er veruleiki sem fellur illa að heimmsmynd þeirra sem telja lausn alls vanda vera reglugerðir fremur en almenna skynsemi. Flest rök fyrir takmörkunum í fjölmiðlun eiga við allt annan veruleika en þann sem við búum við í dag. Ólíkt öllum öðrum leiðum til tjáskipta kostar nákvæmlega ekki neitt að gefa út efni á netinu. Ólíkt dagblaði þarf hvorki að prenta netið eða dreifa því í pósthólf og netið ferðast heldur ekki um loftið með rafsegulbylgjum eins og sjónvarp gerði fyrir daga starfrænna útsendinga. Þessar gömlu aðferðir kosta peninga auk þess sem útsendingar á rafsegulbylgjum eru takmörkuð auðlind þar ekki rúmast óendanlega margar útsendingar. Þessi gamli veruleiki var röskemd fyrir ýsmum takmörkunum í fjölmiðlun og þeir sem alist hafa uppi við þær aðstæður vilja gjarnan yfirfæra gamlar reglur yfir á hið nýja þótt grundvallarröksemdin sé fallin. Þannig verða til reglur sem byggjast á því að höftum á frelsi er viðhaldið þótt röksemdirnar séu fallnar. Hugmyndir manna um takmarkanir á útsendingum útvarps byggðust á þeirri staðreynd sem þá var uppi að fleiri vildu senda út en pláss var fyrir. Við slíkar aðstæður var eðlilegt að leikreglur væru settar. Þegar hins vegar plássið er óþrjótandi er ekki hægt að réttlæta slíkar reglur því eina röksemdin fyrir slíkri heftingu er að hefta útbreiðslu skoðana - og það eru vonandi flestir sammála um að það sé ekki lögmætt eða eðlilegt markmið í laga- og reglugerðarsetningu.Þórlindur Kjartansson - thkjart@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Sjá meira
Bloggarar í Bandaríkjunum hafa á síðustu vikum staðið í háværum mótmælum vegna tillagna sem takmarkað geta óhefta útgáfu skoðana á netinu. Stofnunin, sem sér um að lögum um kosningar og starfsem stjórnmálaflokka sé framfylgt (Federal Elections Committee) hefur unnið að nýjum tillögum þar sem reynt er að horfast í augu við þann veruleika að fjölmiðlun hefur tekið stakkaskiptum með tilkomu internetsins. Lög um kosningar í Bandaríkjunum eru flókin og reglur um fjárframlög og pólitískar auglýsingar eru umfangsmiklar. Þar þarf að gefa upp nánast hverja krónu sem látin er af hendi til stjórnmálaflokka eða í kosningabaráttur og ákveðin hámörk eru í gildi varðandi hversu miklu má eyða í kosningum og hvenrig verja megi þeim fjármunum sem frambjóðendur þiggja frá hinu opinbera í kosningabaráttunni. Kosningarnar í Bandaríkjunum síðasta haust voru hinar fyrstu þar sem netið og sérstaklega bloggsíður eru talin hafa skipt raunverulegu máli. Þessi staðreynd, auk þess að Demókratar telja að bloggheimurinn hafi í heild verið þeim óvilhallur, varð til þess að FEC skoðaði sérstaklega netið og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri annað hægt en að setja einhvers konar reglur. Þegar fyrstu drög þessara reglna litu dagsins ljós varð uppi fótur og fit enda ljóst að embættismennirnir höfðu annað hvort í hyggju að reyna að kæfa málfrelsi á netinu eða bjuggu yfir stórkostlegri vanþekkingu á eðli netsins. Tillögurnar fólu meðal í sér að opinbert eftirlit yrði haft með vefsíðum sem taldar eru styðja við tiltekna frambjóðendur eða birta umfjöllun vilhalla stjórnmálamönnum eða stjórnmálaflokkum. Reglurnar ná aðeins til þeirra sem reka síður þar sem menn fá greitt fyrir skrif sín, birta auglýsingar á vefjum sínum eða reka vefsíður í samvinnu við aðra. Þetta er þó ekki skýrt orðað í upprunalegum tillögum og því má auðveldlega álykta sem svo að allar vefsíður þar sem fleiri en einn skrifa yrðu háðar opinberu eftirliti. Á Íslandi hefði þetta til að mynda í för með sér að allar pólitískar vefsíður sem reknar eru af hópum, svo sem Múrinn (murinn.is), Vef-Þjóðvíljinn (andriki.is), Deiglan (deiglan.com), Tíkin (tikin.is) og Skoðun (skodun.is) yrðu að lúta opinberu eftirliti - og ef einhverja pólitík mætti lesa úr síðu á borð við kallarnir.is - þar sem margir skrifa - þá myndu þær einnig falla undir lögin. Það sýnir ef til vill best hversu fáránlegar reglurnar eru að undanþágurnar eru þær að vefsíður þar sem gestir eru færri en fimm hundruð á mánuði, eða eru læstar þannig að menn þurfi lykilorð til að komast inn, féllu ekki undir reglurnar. Fullyrða má að engin þeirra íslensku vefsíðna sem nefndar voru hér að framan myndu uppfylla þessi skilyrðu jafnvel þótt markaðurinn á Íslandi sé ekki nema einn þúsundasti af þeim bandaríska. Óheft málfrelsi hefur aldrei í sögunni verið raunhæft fyrr en með tilkomu internetsins. Áður fyrr þjónuðu fjölmiðlar hlutverki hliðvarðar til almennings því ekki gat hver sem er komið sjónarmiðum sínum á framfæri í gegnum fjölmiðla. Með netinu er þetta allt breytt því nú getur hver sem er náð sambandi við hvern sem er án nokkurrar fyrirhafnar. Þetta er veruleiki sem fellur illa að heimmsmynd þeirra sem telja lausn alls vanda vera reglugerðir fremur en almenna skynsemi. Flest rök fyrir takmörkunum í fjölmiðlun eiga við allt annan veruleika en þann sem við búum við í dag. Ólíkt öllum öðrum leiðum til tjáskipta kostar nákvæmlega ekki neitt að gefa út efni á netinu. Ólíkt dagblaði þarf hvorki að prenta netið eða dreifa því í pósthólf og netið ferðast heldur ekki um loftið með rafsegulbylgjum eins og sjónvarp gerði fyrir daga starfrænna útsendinga. Þessar gömlu aðferðir kosta peninga auk þess sem útsendingar á rafsegulbylgjum eru takmörkuð auðlind þar ekki rúmast óendanlega margar útsendingar. Þessi gamli veruleiki var röskemd fyrir ýsmum takmörkunum í fjölmiðlun og þeir sem alist hafa uppi við þær aðstæður vilja gjarnan yfirfæra gamlar reglur yfir á hið nýja þótt grundvallarröksemdin sé fallin. Þannig verða til reglur sem byggjast á því að höftum á frelsi er viðhaldið þótt röksemdirnar séu fallnar. Hugmyndir manna um takmarkanir á útsendingum útvarps byggðust á þeirri staðreynd sem þá var uppi að fleiri vildu senda út en pláss var fyrir. Við slíkar aðstæður var eðlilegt að leikreglur væru settar. Þegar hins vegar plássið er óþrjótandi er ekki hægt að réttlæta slíkar reglur því eina röksemdin fyrir slíkri heftingu er að hefta útbreiðslu skoðana - og það eru vonandi flestir sammála um að það sé ekki lögmætt eða eðlilegt markmið í laga- og reglugerðarsetningu.Þórlindur Kjartansson - thkjart@frettabladid.is
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun