Bætt vörn og markvarsla 28. mars 2005 00:01 Eftir tap í öðrum leiknum gegn Pólverjum á laugardag, náði íslenska liðið að rífa sig upp og vinna sigur í síðasta leiknum á páskadag 31-30, þar sem Jailesky Garcia og Einar Hólmgeirsson voru markahæstir með sjö mörk hvor. Sigurinn var nokkuð öruggur og öruggari en lokatölurnar gefa til kynna og því var niðurstaðan tveir sigrar í þremur leikjum. Vitað var fyrir leikina að pólska liðið yrði erfitt viðureignar og þykir mönnum þar fara lið sem gæti átt eftir að gera góða hluti í nánustu framtíð. Þrátt fyrir að vera án lykilmanna náði íslenska liðið að sýna ágæta hluti í leikjunum þremur og gamlir kunningjar voru í lykilhlutverkum á ný eftir nokkra fjarveru. Viggó Sigurðsson var nokkuð sáttur við útkomu helgarinnar þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir þriðja leikinn á páskadag. Bætt vörn og makvarsla "Ég er mjög sáttur við þetta verkefni og þetta er búin að vera frábær helgi. Það sem mér finnst standa uppúr hjá okkur er að ég var mjög ánægður með vörnina og markvörsluna hjá okkur um helgina og mér finnst Bergsveinn Bergsveinsson hafa unnið frábært starf með markverðina hjá okkur. Þeim vex sjálfstraust með svona frammistöðu og það er dýrmætt. Þessi varnaraðferð okkar, 5-1 með Alexander fremstan hefur verið að skila okkur ágætlega og hann er að skila þeirri stöðu mjög vel. Það er erfitt fyrir okkur að leika flata vörn þegar Óli og Sigfús eru ekki með, því þá skortir okkur einfaldlega hæð. Við vorum að fá of mikið af mörkum á okkur úr hraðaupphlaupum og hraðri miðju, það er hlutur sem við þurfum að laga. Mér fannst sóknarleikurinn vera að koma mjög vel út og ég er ánægður með það. Menn voru að skila sínu og það er virkileg barátta í hópnum", sagði landsliðsþjálfarinn. Einar góður Einar Hólmgeirsson lék vel í stöðu vinstri skyttu í leikjum helgarinnar í fjarveru Ólafs Stefánssonar og leikmenn eins og Snorri Steinn Guðjónsson og Jailesky Garcia komu inn í hópinn á ný eftir nokkra fjarveru. "Einar var að koma fyrnasterkur inn um helgina og leysti stöðu sína mjög vel bæði í vörn og sókn. Auðvitað söknum við manna eins og Ólafs Stefánssonar og Sigfúsar Sigurðssonar, en menn voru að sýna það um helgina að þeir eru tilbúnir í þetta og hópurinn er breiður og góður", sagði Viggó, sem var kampakátur með útkomuna um helgina og kvaddi kollega Bogdan Venta, þjálfara pólska liðsins með virtum á sleipri þýsku í lok viðtals síns við blaðamann Fréttablaðsins. baldur@frettabladid Einar Hólmgeirsson: "Ég er nokkuð sáttur bara, þó sé ýmislegt sem má bæta, ég geri það þegar ég kemst í betra form. Það var fínt að fá smá ábyrgð og fá að leika lengur og fá smá spil með liðinu, ég hef mjög gott af þessu. Ég er þokkalega sáttur við minn leik hérna um helgina og líka með liðið. Við þyrftum að vísu fleiri stóra menn, því við ráðum ekki við að spila 6-0, en þessi vörn er samt að fúnkera nokkuð vel með Alex sem lykilmann. Hann er okkur þvílíkur happafengur þessi strákur. Mér finnst þetta fín bæting frá í Túnis og við þurfum bara að byggja á þessu". Róbert Gunnarsson: "Persónulega er ég alls ekki sáttur, mér fannst ég vera að klikka allt of mikið á færunum mínum, en liðið í heild var að spila mjög vel þó að við værum að vísu að klúðra allt of mörgum dauðafærum. Mér finnst þetta í heildina hafa verið ágætt hjá okkur, því við vorum að spila við mjög gott lið. Pólverjarnir eru að fara að spila við Svíana og ég veit að þá kvíðir mikið fyrir að mæta þeim og eru hræddir við þá. Það sýnir bara að þeir eru mjög sterkir og ég held að þessvegna getum við verið sáttir við útkomu helgarinnar." Íslenski handboltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Sjá meira
Eftir tap í öðrum leiknum gegn Pólverjum á laugardag, náði íslenska liðið að rífa sig upp og vinna sigur í síðasta leiknum á páskadag 31-30, þar sem Jailesky Garcia og Einar Hólmgeirsson voru markahæstir með sjö mörk hvor. Sigurinn var nokkuð öruggur og öruggari en lokatölurnar gefa til kynna og því var niðurstaðan tveir sigrar í þremur leikjum. Vitað var fyrir leikina að pólska liðið yrði erfitt viðureignar og þykir mönnum þar fara lið sem gæti átt eftir að gera góða hluti í nánustu framtíð. Þrátt fyrir að vera án lykilmanna náði íslenska liðið að sýna ágæta hluti í leikjunum þremur og gamlir kunningjar voru í lykilhlutverkum á ný eftir nokkra fjarveru. Viggó Sigurðsson var nokkuð sáttur við útkomu helgarinnar þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir þriðja leikinn á páskadag. Bætt vörn og makvarsla "Ég er mjög sáttur við þetta verkefni og þetta er búin að vera frábær helgi. Það sem mér finnst standa uppúr hjá okkur er að ég var mjög ánægður með vörnina og markvörsluna hjá okkur um helgina og mér finnst Bergsveinn Bergsveinsson hafa unnið frábært starf með markverðina hjá okkur. Þeim vex sjálfstraust með svona frammistöðu og það er dýrmætt. Þessi varnaraðferð okkar, 5-1 með Alexander fremstan hefur verið að skila okkur ágætlega og hann er að skila þeirri stöðu mjög vel. Það er erfitt fyrir okkur að leika flata vörn þegar Óli og Sigfús eru ekki með, því þá skortir okkur einfaldlega hæð. Við vorum að fá of mikið af mörkum á okkur úr hraðaupphlaupum og hraðri miðju, það er hlutur sem við þurfum að laga. Mér fannst sóknarleikurinn vera að koma mjög vel út og ég er ánægður með það. Menn voru að skila sínu og það er virkileg barátta í hópnum", sagði landsliðsþjálfarinn. Einar góður Einar Hólmgeirsson lék vel í stöðu vinstri skyttu í leikjum helgarinnar í fjarveru Ólafs Stefánssonar og leikmenn eins og Snorri Steinn Guðjónsson og Jailesky Garcia komu inn í hópinn á ný eftir nokkra fjarveru. "Einar var að koma fyrnasterkur inn um helgina og leysti stöðu sína mjög vel bæði í vörn og sókn. Auðvitað söknum við manna eins og Ólafs Stefánssonar og Sigfúsar Sigurðssonar, en menn voru að sýna það um helgina að þeir eru tilbúnir í þetta og hópurinn er breiður og góður", sagði Viggó, sem var kampakátur með útkomuna um helgina og kvaddi kollega Bogdan Venta, þjálfara pólska liðsins með virtum á sleipri þýsku í lok viðtals síns við blaðamann Fréttablaðsins. baldur@frettabladid Einar Hólmgeirsson: "Ég er nokkuð sáttur bara, þó sé ýmislegt sem má bæta, ég geri það þegar ég kemst í betra form. Það var fínt að fá smá ábyrgð og fá að leika lengur og fá smá spil með liðinu, ég hef mjög gott af þessu. Ég er þokkalega sáttur við minn leik hérna um helgina og líka með liðið. Við þyrftum að vísu fleiri stóra menn, því við ráðum ekki við að spila 6-0, en þessi vörn er samt að fúnkera nokkuð vel með Alex sem lykilmann. Hann er okkur þvílíkur happafengur þessi strákur. Mér finnst þetta fín bæting frá í Túnis og við þurfum bara að byggja á þessu". Róbert Gunnarsson: "Persónulega er ég alls ekki sáttur, mér fannst ég vera að klikka allt of mikið á færunum mínum, en liðið í heild var að spila mjög vel þó að við værum að vísu að klúðra allt of mörgum dauðafærum. Mér finnst þetta í heildina hafa verið ágætt hjá okkur, því við vorum að spila við mjög gott lið. Pólverjarnir eru að fara að spila við Svíana og ég veit að þá kvíðir mikið fyrir að mæta þeim og eru hræddir við þá. Það sýnir bara að þeir eru mjög sterkir og ég held að þessvegna getum við verið sáttir við útkomu helgarinnar."
Íslenski handboltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Sjá meira