Bætt vörn og markvarsla 28. mars 2005 00:01 Eftir tap í öðrum leiknum gegn Pólverjum á laugardag, náði íslenska liðið að rífa sig upp og vinna sigur í síðasta leiknum á páskadag 31-30, þar sem Jailesky Garcia og Einar Hólmgeirsson voru markahæstir með sjö mörk hvor. Sigurinn var nokkuð öruggur og öruggari en lokatölurnar gefa til kynna og því var niðurstaðan tveir sigrar í þremur leikjum. Vitað var fyrir leikina að pólska liðið yrði erfitt viðureignar og þykir mönnum þar fara lið sem gæti átt eftir að gera góða hluti í nánustu framtíð. Þrátt fyrir að vera án lykilmanna náði íslenska liðið að sýna ágæta hluti í leikjunum þremur og gamlir kunningjar voru í lykilhlutverkum á ný eftir nokkra fjarveru. Viggó Sigurðsson var nokkuð sáttur við útkomu helgarinnar þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir þriðja leikinn á páskadag. Bætt vörn og makvarsla "Ég er mjög sáttur við þetta verkefni og þetta er búin að vera frábær helgi. Það sem mér finnst standa uppúr hjá okkur er að ég var mjög ánægður með vörnina og markvörsluna hjá okkur um helgina og mér finnst Bergsveinn Bergsveinsson hafa unnið frábært starf með markverðina hjá okkur. Þeim vex sjálfstraust með svona frammistöðu og það er dýrmætt. Þessi varnaraðferð okkar, 5-1 með Alexander fremstan hefur verið að skila okkur ágætlega og hann er að skila þeirri stöðu mjög vel. Það er erfitt fyrir okkur að leika flata vörn þegar Óli og Sigfús eru ekki með, því þá skortir okkur einfaldlega hæð. Við vorum að fá of mikið af mörkum á okkur úr hraðaupphlaupum og hraðri miðju, það er hlutur sem við þurfum að laga. Mér fannst sóknarleikurinn vera að koma mjög vel út og ég er ánægður með það. Menn voru að skila sínu og það er virkileg barátta í hópnum", sagði landsliðsþjálfarinn. Einar góður Einar Hólmgeirsson lék vel í stöðu vinstri skyttu í leikjum helgarinnar í fjarveru Ólafs Stefánssonar og leikmenn eins og Snorri Steinn Guðjónsson og Jailesky Garcia komu inn í hópinn á ný eftir nokkra fjarveru. "Einar var að koma fyrnasterkur inn um helgina og leysti stöðu sína mjög vel bæði í vörn og sókn. Auðvitað söknum við manna eins og Ólafs Stefánssonar og Sigfúsar Sigurðssonar, en menn voru að sýna það um helgina að þeir eru tilbúnir í þetta og hópurinn er breiður og góður", sagði Viggó, sem var kampakátur með útkomuna um helgina og kvaddi kollega Bogdan Venta, þjálfara pólska liðsins með virtum á sleipri þýsku í lok viðtals síns við blaðamann Fréttablaðsins. baldur@frettabladid Einar Hólmgeirsson: "Ég er nokkuð sáttur bara, þó sé ýmislegt sem má bæta, ég geri það þegar ég kemst í betra form. Það var fínt að fá smá ábyrgð og fá að leika lengur og fá smá spil með liðinu, ég hef mjög gott af þessu. Ég er þokkalega sáttur við minn leik hérna um helgina og líka með liðið. Við þyrftum að vísu fleiri stóra menn, því við ráðum ekki við að spila 6-0, en þessi vörn er samt að fúnkera nokkuð vel með Alex sem lykilmann. Hann er okkur þvílíkur happafengur þessi strákur. Mér finnst þetta fín bæting frá í Túnis og við þurfum bara að byggja á þessu". Róbert Gunnarsson: "Persónulega er ég alls ekki sáttur, mér fannst ég vera að klikka allt of mikið á færunum mínum, en liðið í heild var að spila mjög vel þó að við værum að vísu að klúðra allt of mörgum dauðafærum. Mér finnst þetta í heildina hafa verið ágætt hjá okkur, því við vorum að spila við mjög gott lið. Pólverjarnir eru að fara að spila við Svíana og ég veit að þá kvíðir mikið fyrir að mæta þeim og eru hræddir við þá. Það sýnir bara að þeir eru mjög sterkir og ég held að þessvegna getum við verið sáttir við útkomu helgarinnar." Íslenski handboltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Fyrsti leikur undir nýrri stjórn Í beinni: FH - Fram | Tækifæri til að blanda sér í toppbaráttuna Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Eftir tap í öðrum leiknum gegn Pólverjum á laugardag, náði íslenska liðið að rífa sig upp og vinna sigur í síðasta leiknum á páskadag 31-30, þar sem Jailesky Garcia og Einar Hólmgeirsson voru markahæstir með sjö mörk hvor. Sigurinn var nokkuð öruggur og öruggari en lokatölurnar gefa til kynna og því var niðurstaðan tveir sigrar í þremur leikjum. Vitað var fyrir leikina að pólska liðið yrði erfitt viðureignar og þykir mönnum þar fara lið sem gæti átt eftir að gera góða hluti í nánustu framtíð. Þrátt fyrir að vera án lykilmanna náði íslenska liðið að sýna ágæta hluti í leikjunum þremur og gamlir kunningjar voru í lykilhlutverkum á ný eftir nokkra fjarveru. Viggó Sigurðsson var nokkuð sáttur við útkomu helgarinnar þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir þriðja leikinn á páskadag. Bætt vörn og makvarsla "Ég er mjög sáttur við þetta verkefni og þetta er búin að vera frábær helgi. Það sem mér finnst standa uppúr hjá okkur er að ég var mjög ánægður með vörnina og markvörsluna hjá okkur um helgina og mér finnst Bergsveinn Bergsveinsson hafa unnið frábært starf með markverðina hjá okkur. Þeim vex sjálfstraust með svona frammistöðu og það er dýrmætt. Þessi varnaraðferð okkar, 5-1 með Alexander fremstan hefur verið að skila okkur ágætlega og hann er að skila þeirri stöðu mjög vel. Það er erfitt fyrir okkur að leika flata vörn þegar Óli og Sigfús eru ekki með, því þá skortir okkur einfaldlega hæð. Við vorum að fá of mikið af mörkum á okkur úr hraðaupphlaupum og hraðri miðju, það er hlutur sem við þurfum að laga. Mér fannst sóknarleikurinn vera að koma mjög vel út og ég er ánægður með það. Menn voru að skila sínu og það er virkileg barátta í hópnum", sagði landsliðsþjálfarinn. Einar góður Einar Hólmgeirsson lék vel í stöðu vinstri skyttu í leikjum helgarinnar í fjarveru Ólafs Stefánssonar og leikmenn eins og Snorri Steinn Guðjónsson og Jailesky Garcia komu inn í hópinn á ný eftir nokkra fjarveru. "Einar var að koma fyrnasterkur inn um helgina og leysti stöðu sína mjög vel bæði í vörn og sókn. Auðvitað söknum við manna eins og Ólafs Stefánssonar og Sigfúsar Sigurðssonar, en menn voru að sýna það um helgina að þeir eru tilbúnir í þetta og hópurinn er breiður og góður", sagði Viggó, sem var kampakátur með útkomuna um helgina og kvaddi kollega Bogdan Venta, þjálfara pólska liðsins með virtum á sleipri þýsku í lok viðtals síns við blaðamann Fréttablaðsins. baldur@frettabladid Einar Hólmgeirsson: "Ég er nokkuð sáttur bara, þó sé ýmislegt sem má bæta, ég geri það þegar ég kemst í betra form. Það var fínt að fá smá ábyrgð og fá að leika lengur og fá smá spil með liðinu, ég hef mjög gott af þessu. Ég er þokkalega sáttur við minn leik hérna um helgina og líka með liðið. Við þyrftum að vísu fleiri stóra menn, því við ráðum ekki við að spila 6-0, en þessi vörn er samt að fúnkera nokkuð vel með Alex sem lykilmann. Hann er okkur þvílíkur happafengur þessi strákur. Mér finnst þetta fín bæting frá í Túnis og við þurfum bara að byggja á þessu". Róbert Gunnarsson: "Persónulega er ég alls ekki sáttur, mér fannst ég vera að klikka allt of mikið á færunum mínum, en liðið í heild var að spila mjög vel þó að við værum að vísu að klúðra allt of mörgum dauðafærum. Mér finnst þetta í heildina hafa verið ágætt hjá okkur, því við vorum að spila við mjög gott lið. Pólverjarnir eru að fara að spila við Svíana og ég veit að þá kvíðir mikið fyrir að mæta þeim og eru hræddir við þá. Það sýnir bara að þeir eru mjög sterkir og ég held að þessvegna getum við verið sáttir við útkomu helgarinnar."
Íslenski handboltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Fyrsti leikur undir nýrri stjórn Í beinni: FH - Fram | Tækifæri til að blanda sér í toppbaráttuna Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira