Óvíst hvort Wolfowitz verði ráðinn 17. mars 2005 00:01 Tilnefning Pauls Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í embætti bankastjóra Alþjóðabankans, hefur vakið hörð viðbrögð. Óvíst er hvort tilnefningin fæst staðfest. Víða í Evrópu undrast menn val Bush Bandaríkjaforseta á Wolfowitz og benda einnig á tilnefningu Johns Boltons í embætti sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum í síðustu viku. Fyrir vikið séu tveir helstu talsmenn einstrengingslegrar stefnu stjórnar Bush, þess efnis að Bandaríkin eigi að fara sínu fram, orðnir forsvarsmenn hjá alþjóðastofnunum sem snúast um samvinnu og málamiðlanir. Þær raddir hafa einnig heyrst að Wolfowitz muni beita Alþjóðabankanum þannig að hann þjóni þeim hagsmunum sem Wolfowitz varði í varnarmálaráðuneytinu, þ.e. öryggishagsmunum Bandaríkjanna og því að dreifa lýðræði um víða veröld í stað þróunaraðstoðar. Talsmenn hjálparsamtaka gera athugasemdir við reynsluleysi og bakgrunn Wolfowitz og segja hann ekki rétta manninn til að ná fram sátt og samlyndi í samstarfi þjóðanna í Alþjóðabankanum. Tveir af þekktustu hagfræðingum heims og sérfræðingar í þróunarmálum, Jeffrey Sachs og Joseph Stiglitz, eru mótfallnir Wolfowitz. Þýskir fjölmiðlar segja að innan hóps evrópskra stjórnenda bankans sé talað um andstöðu og að koma verði í veg fyrir að tilnefning Bush verði staðfest. Fregnir bárust raunar af því að áður en Bush tilnefndi Wolfowitz hafi nafn hans verið nefnt óformlega við þungavigtarmenn innan bankans og ráðningu hans hafnað. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, var þó hæstánægður í gærkvöldi og sagði að Wolfowitz væri afbragðsmaður með góða reynslu á alþjóðavettvangi. Erlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Tilnefning Pauls Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í embætti bankastjóra Alþjóðabankans, hefur vakið hörð viðbrögð. Óvíst er hvort tilnefningin fæst staðfest. Víða í Evrópu undrast menn val Bush Bandaríkjaforseta á Wolfowitz og benda einnig á tilnefningu Johns Boltons í embætti sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum í síðustu viku. Fyrir vikið séu tveir helstu talsmenn einstrengingslegrar stefnu stjórnar Bush, þess efnis að Bandaríkin eigi að fara sínu fram, orðnir forsvarsmenn hjá alþjóðastofnunum sem snúast um samvinnu og málamiðlanir. Þær raddir hafa einnig heyrst að Wolfowitz muni beita Alþjóðabankanum þannig að hann þjóni þeim hagsmunum sem Wolfowitz varði í varnarmálaráðuneytinu, þ.e. öryggishagsmunum Bandaríkjanna og því að dreifa lýðræði um víða veröld í stað þróunaraðstoðar. Talsmenn hjálparsamtaka gera athugasemdir við reynsluleysi og bakgrunn Wolfowitz og segja hann ekki rétta manninn til að ná fram sátt og samlyndi í samstarfi þjóðanna í Alþjóðabankanum. Tveir af þekktustu hagfræðingum heims og sérfræðingar í þróunarmálum, Jeffrey Sachs og Joseph Stiglitz, eru mótfallnir Wolfowitz. Þýskir fjölmiðlar segja að innan hóps evrópskra stjórnenda bankans sé talað um andstöðu og að koma verði í veg fyrir að tilnefning Bush verði staðfest. Fregnir bárust raunar af því að áður en Bush tilnefndi Wolfowitz hafi nafn hans verið nefnt óformlega við þungavigtarmenn innan bankans og ráðningu hans hafnað. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, var þó hæstánægður í gærkvöldi og sagði að Wolfowitz væri afbragðsmaður með góða reynslu á alþjóðavettvangi.
Erlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira