Væri nær að stytta grunnskólanám? Þórlindur Kjartansson skrifar 7. mars 2005 00:01 Það er staðreynd að víðast hvar lýkur skólagöngu á framhaldsskólastigi fyrr en hér á landi. Fyrir vikið er fólk komið fyrr í háskóla og fyrr á vinnumarkaðinn. Það er því rökrétt markmið hjá menntamálaráðherra að leita leiða til þess að breyta skólakerfinu svo íslensk ungmenni standi jafnfætis útlenskum börnum hvað þetta varðar. Það er vitaskuld ekki allt unnið með því að klára nám snemma á lífsleiðinni enda er vart lengur hægt að tala um að fólk verði fullnuma í nokkrum hlut. Krafan um að fólk leiti stöðugt leiða til að auka hæfni sína og getu verður stöðugt háværari og gildir þá einu hvaða starfsstétt menn tilheyra. Mikilvægasti grunnurinn sem lagður er í grunn- og framhaldsskólum er á sviði tungumála og stærðfræði en flest annað sem gagnast í vinnu lærir fólk best á því að stunda vinnuna sjálfa og með því að sækja sér þekkingu eftir því sem fólk þarf á henni að halda. En þótt ekki sé allt unnið með því að stytta nám til stúdentasprófs þá geta vafalaust flestir verið sammála því að ef unnt er að undirbúa fólk jafn vel á skemmri tíma þá hljóti það að vera betra en að gera það á lengri tíma. Hér á landi tíðkaðist lengi, og tíðkast enn, að skólabörn ynnu launavinnu á sumrin og unglingar vinni jafnvel með námi. Þetta hefur ákveðna mikilvæga kosti í för með sér sem að einhverju leyti kunna að vega upp óhagræðið af því að byrja eldri í háskóla. Það að kynnast launavinnu er ekki síður þroskandi en fjölmörg af þeim fögum sem börnum og unglingum þurfa að stunda. En sé gengið út frá því að heppilegt sé að íslensk ungmenni útskrifist að jafnaði nítján ára úr framhaldsskóla þá vaknar sú spurning hvernig best væri að koma því við. Menntamálaráðherra hefur valið að leggja til að námstími í framhaldsskólum verði styttur úr fjórum árum í þrjú. Framhaldsskólarnir undirbúa fólk á markvissan hátt undir áframhaldandi nám auk þess sem þeir eru vettvangur þar sem fólk tekur út mikilvægan persónulegan þroska. Í menntaskólum breytast börn í fullorðna og á þeim árum myndar fólk oftlega tengsl sem fylgja þeim ævilangt. Hið mikilvæga félagslega hlutverk framhaldsskóla verður að vera tekið með í myndina við ákvörðun um hvort ungmennum sé hollara að verja einu ári skemur þar. Í umræðum um styttingu náms til stúdentsprófs hefur ekki borið á því að til standi að draga úr námsefni. Þess í stað á að nýta tíma ungmennana betur. Þetta er klárlega forgangsmál. En er ekki óhætt að setja spurningamerki við það að tímasóun í kennslustofum sé meiri í framhaldsskólum en grunnskólum? Það er í það minnsta tilfinning þess sem þetta ritar að fúsk og droll sé mun meira vandamál í grunnskólum heldur en framhaldsskólum. Þarfir nemenda í grunnskóla eru miklum mun misjafnari heldur en þegar í framhaldsskóla er komið. Þegar fólk velur framhaldsskóla hefur það jafnan gert sér grein fyrir því hvort það hafi áhuga á miklu bóknámi eða vilji undirbúa sig undir önnur störf. Framhaldsskólarnr geta því gert meiri kröfur til nemenda heldur en grunnskólarnir. Þar að auki er það svo að nemendur sem hafa gott lag á bóknámi upplifa margir grunnskólann, og þá sérstaklega síðari stig hans, sem óáhugaverðan og óögrandi. Slíkt getur verið mannskemmandi. Væri ekki ráð að skoða hugmyndir um styttingu náms til stúdentsprófs út frá þörfum ólíkra hópa? Það væri til að mynda hægt að ímynda sér að börn með mikla bóknámsgáfu geti sótt um í framhaldsskólum eftir áttunda eða níunda bekk og geti tekið stöðupróf við lok hvors árs. Þeir sem ætla í bóknám gætu þá farið í framhaldsskóla ári yngri en nú er. Þeir nemendur sem þurfa að styrkja grunnþekkingu sína gætu tekið eitt til tvö ár í viðbót á grunnskólastiginu áður en þeir sækja um í framhaldsskóla. Það er að minnsta kosti umhugsunarefni hvort enn meira valfrelsi gæti ekki þjónað samam markmiði og valdboðin stytting á námi í öllum framhaldsskólum. Og vera má að í þessu máli eins og svo mörgum árum sé aukið frelsi og sveigjanleiki líklegri til árangurs en það að reyna að steypa sem flesta í sama mót. thkjart@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Sjá meira
Það er staðreynd að víðast hvar lýkur skólagöngu á framhaldsskólastigi fyrr en hér á landi. Fyrir vikið er fólk komið fyrr í háskóla og fyrr á vinnumarkaðinn. Það er því rökrétt markmið hjá menntamálaráðherra að leita leiða til þess að breyta skólakerfinu svo íslensk ungmenni standi jafnfætis útlenskum börnum hvað þetta varðar. Það er vitaskuld ekki allt unnið með því að klára nám snemma á lífsleiðinni enda er vart lengur hægt að tala um að fólk verði fullnuma í nokkrum hlut. Krafan um að fólk leiti stöðugt leiða til að auka hæfni sína og getu verður stöðugt háværari og gildir þá einu hvaða starfsstétt menn tilheyra. Mikilvægasti grunnurinn sem lagður er í grunn- og framhaldsskólum er á sviði tungumála og stærðfræði en flest annað sem gagnast í vinnu lærir fólk best á því að stunda vinnuna sjálfa og með því að sækja sér þekkingu eftir því sem fólk þarf á henni að halda. En þótt ekki sé allt unnið með því að stytta nám til stúdentasprófs þá geta vafalaust flestir verið sammála því að ef unnt er að undirbúa fólk jafn vel á skemmri tíma þá hljóti það að vera betra en að gera það á lengri tíma. Hér á landi tíðkaðist lengi, og tíðkast enn, að skólabörn ynnu launavinnu á sumrin og unglingar vinni jafnvel með námi. Þetta hefur ákveðna mikilvæga kosti í för með sér sem að einhverju leyti kunna að vega upp óhagræðið af því að byrja eldri í háskóla. Það að kynnast launavinnu er ekki síður þroskandi en fjölmörg af þeim fögum sem börnum og unglingum þurfa að stunda. En sé gengið út frá því að heppilegt sé að íslensk ungmenni útskrifist að jafnaði nítján ára úr framhaldsskóla þá vaknar sú spurning hvernig best væri að koma því við. Menntamálaráðherra hefur valið að leggja til að námstími í framhaldsskólum verði styttur úr fjórum árum í þrjú. Framhaldsskólarnir undirbúa fólk á markvissan hátt undir áframhaldandi nám auk þess sem þeir eru vettvangur þar sem fólk tekur út mikilvægan persónulegan þroska. Í menntaskólum breytast börn í fullorðna og á þeim árum myndar fólk oftlega tengsl sem fylgja þeim ævilangt. Hið mikilvæga félagslega hlutverk framhaldsskóla verður að vera tekið með í myndina við ákvörðun um hvort ungmennum sé hollara að verja einu ári skemur þar. Í umræðum um styttingu náms til stúdentsprófs hefur ekki borið á því að til standi að draga úr námsefni. Þess í stað á að nýta tíma ungmennana betur. Þetta er klárlega forgangsmál. En er ekki óhætt að setja spurningamerki við það að tímasóun í kennslustofum sé meiri í framhaldsskólum en grunnskólum? Það er í það minnsta tilfinning þess sem þetta ritar að fúsk og droll sé mun meira vandamál í grunnskólum heldur en framhaldsskólum. Þarfir nemenda í grunnskóla eru miklum mun misjafnari heldur en þegar í framhaldsskóla er komið. Þegar fólk velur framhaldsskóla hefur það jafnan gert sér grein fyrir því hvort það hafi áhuga á miklu bóknámi eða vilji undirbúa sig undir önnur störf. Framhaldsskólarnr geta því gert meiri kröfur til nemenda heldur en grunnskólarnir. Þar að auki er það svo að nemendur sem hafa gott lag á bóknámi upplifa margir grunnskólann, og þá sérstaklega síðari stig hans, sem óáhugaverðan og óögrandi. Slíkt getur verið mannskemmandi. Væri ekki ráð að skoða hugmyndir um styttingu náms til stúdentsprófs út frá þörfum ólíkra hópa? Það væri til að mynda hægt að ímynda sér að börn með mikla bóknámsgáfu geti sótt um í framhaldsskólum eftir áttunda eða níunda bekk og geti tekið stöðupróf við lok hvors árs. Þeir sem ætla í bóknám gætu þá farið í framhaldsskóla ári yngri en nú er. Þeir nemendur sem þurfa að styrkja grunnþekkingu sína gætu tekið eitt til tvö ár í viðbót á grunnskólastiginu áður en þeir sækja um í framhaldsskóla. Það er að minnsta kosti umhugsunarefni hvort enn meira valfrelsi gæti ekki þjónað samam markmiði og valdboðin stytting á námi í öllum framhaldsskólum. Og vera má að í þessu máli eins og svo mörgum árum sé aukið frelsi og sveigjanleiki líklegri til árangurs en það að reyna að steypa sem flesta í sama mót. thkjart@frettabladid.is
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun