Væri nær að stytta grunnskólanám? Þórlindur Kjartansson skrifar 7. mars 2005 00:01 Það er staðreynd að víðast hvar lýkur skólagöngu á framhaldsskólastigi fyrr en hér á landi. Fyrir vikið er fólk komið fyrr í háskóla og fyrr á vinnumarkaðinn. Það er því rökrétt markmið hjá menntamálaráðherra að leita leiða til þess að breyta skólakerfinu svo íslensk ungmenni standi jafnfætis útlenskum börnum hvað þetta varðar. Það er vitaskuld ekki allt unnið með því að klára nám snemma á lífsleiðinni enda er vart lengur hægt að tala um að fólk verði fullnuma í nokkrum hlut. Krafan um að fólk leiti stöðugt leiða til að auka hæfni sína og getu verður stöðugt háværari og gildir þá einu hvaða starfsstétt menn tilheyra. Mikilvægasti grunnurinn sem lagður er í grunn- og framhaldsskólum er á sviði tungumála og stærðfræði en flest annað sem gagnast í vinnu lærir fólk best á því að stunda vinnuna sjálfa og með því að sækja sér þekkingu eftir því sem fólk þarf á henni að halda. En þótt ekki sé allt unnið með því að stytta nám til stúdentasprófs þá geta vafalaust flestir verið sammála því að ef unnt er að undirbúa fólk jafn vel á skemmri tíma þá hljóti það að vera betra en að gera það á lengri tíma. Hér á landi tíðkaðist lengi, og tíðkast enn, að skólabörn ynnu launavinnu á sumrin og unglingar vinni jafnvel með námi. Þetta hefur ákveðna mikilvæga kosti í för með sér sem að einhverju leyti kunna að vega upp óhagræðið af því að byrja eldri í háskóla. Það að kynnast launavinnu er ekki síður þroskandi en fjölmörg af þeim fögum sem börnum og unglingum þurfa að stunda. En sé gengið út frá því að heppilegt sé að íslensk ungmenni útskrifist að jafnaði nítján ára úr framhaldsskóla þá vaknar sú spurning hvernig best væri að koma því við. Menntamálaráðherra hefur valið að leggja til að námstími í framhaldsskólum verði styttur úr fjórum árum í þrjú. Framhaldsskólarnir undirbúa fólk á markvissan hátt undir áframhaldandi nám auk þess sem þeir eru vettvangur þar sem fólk tekur út mikilvægan persónulegan þroska. Í menntaskólum breytast börn í fullorðna og á þeim árum myndar fólk oftlega tengsl sem fylgja þeim ævilangt. Hið mikilvæga félagslega hlutverk framhaldsskóla verður að vera tekið með í myndina við ákvörðun um hvort ungmennum sé hollara að verja einu ári skemur þar. Í umræðum um styttingu náms til stúdentsprófs hefur ekki borið á því að til standi að draga úr námsefni. Þess í stað á að nýta tíma ungmennana betur. Þetta er klárlega forgangsmál. En er ekki óhætt að setja spurningamerki við það að tímasóun í kennslustofum sé meiri í framhaldsskólum en grunnskólum? Það er í það minnsta tilfinning þess sem þetta ritar að fúsk og droll sé mun meira vandamál í grunnskólum heldur en framhaldsskólum. Þarfir nemenda í grunnskóla eru miklum mun misjafnari heldur en þegar í framhaldsskóla er komið. Þegar fólk velur framhaldsskóla hefur það jafnan gert sér grein fyrir því hvort það hafi áhuga á miklu bóknámi eða vilji undirbúa sig undir önnur störf. Framhaldsskólarnr geta því gert meiri kröfur til nemenda heldur en grunnskólarnir. Þar að auki er það svo að nemendur sem hafa gott lag á bóknámi upplifa margir grunnskólann, og þá sérstaklega síðari stig hans, sem óáhugaverðan og óögrandi. Slíkt getur verið mannskemmandi. Væri ekki ráð að skoða hugmyndir um styttingu náms til stúdentsprófs út frá þörfum ólíkra hópa? Það væri til að mynda hægt að ímynda sér að börn með mikla bóknámsgáfu geti sótt um í framhaldsskólum eftir áttunda eða níunda bekk og geti tekið stöðupróf við lok hvors árs. Þeir sem ætla í bóknám gætu þá farið í framhaldsskóla ári yngri en nú er. Þeir nemendur sem þurfa að styrkja grunnþekkingu sína gætu tekið eitt til tvö ár í viðbót á grunnskólastiginu áður en þeir sækja um í framhaldsskóla. Það er að minnsta kosti umhugsunarefni hvort enn meira valfrelsi gæti ekki þjónað samam markmiði og valdboðin stytting á námi í öllum framhaldsskólum. Og vera má að í þessu máli eins og svo mörgum árum sé aukið frelsi og sveigjanleiki líklegri til árangurs en það að reyna að steypa sem flesta í sama mót. thkjart@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Það er staðreynd að víðast hvar lýkur skólagöngu á framhaldsskólastigi fyrr en hér á landi. Fyrir vikið er fólk komið fyrr í háskóla og fyrr á vinnumarkaðinn. Það er því rökrétt markmið hjá menntamálaráðherra að leita leiða til þess að breyta skólakerfinu svo íslensk ungmenni standi jafnfætis útlenskum börnum hvað þetta varðar. Það er vitaskuld ekki allt unnið með því að klára nám snemma á lífsleiðinni enda er vart lengur hægt að tala um að fólk verði fullnuma í nokkrum hlut. Krafan um að fólk leiti stöðugt leiða til að auka hæfni sína og getu verður stöðugt háværari og gildir þá einu hvaða starfsstétt menn tilheyra. Mikilvægasti grunnurinn sem lagður er í grunn- og framhaldsskólum er á sviði tungumála og stærðfræði en flest annað sem gagnast í vinnu lærir fólk best á því að stunda vinnuna sjálfa og með því að sækja sér þekkingu eftir því sem fólk þarf á henni að halda. En þótt ekki sé allt unnið með því að stytta nám til stúdentasprófs þá geta vafalaust flestir verið sammála því að ef unnt er að undirbúa fólk jafn vel á skemmri tíma þá hljóti það að vera betra en að gera það á lengri tíma. Hér á landi tíðkaðist lengi, og tíðkast enn, að skólabörn ynnu launavinnu á sumrin og unglingar vinni jafnvel með námi. Þetta hefur ákveðna mikilvæga kosti í för með sér sem að einhverju leyti kunna að vega upp óhagræðið af því að byrja eldri í háskóla. Það að kynnast launavinnu er ekki síður þroskandi en fjölmörg af þeim fögum sem börnum og unglingum þurfa að stunda. En sé gengið út frá því að heppilegt sé að íslensk ungmenni útskrifist að jafnaði nítján ára úr framhaldsskóla þá vaknar sú spurning hvernig best væri að koma því við. Menntamálaráðherra hefur valið að leggja til að námstími í framhaldsskólum verði styttur úr fjórum árum í þrjú. Framhaldsskólarnir undirbúa fólk á markvissan hátt undir áframhaldandi nám auk þess sem þeir eru vettvangur þar sem fólk tekur út mikilvægan persónulegan þroska. Í menntaskólum breytast börn í fullorðna og á þeim árum myndar fólk oftlega tengsl sem fylgja þeim ævilangt. Hið mikilvæga félagslega hlutverk framhaldsskóla verður að vera tekið með í myndina við ákvörðun um hvort ungmennum sé hollara að verja einu ári skemur þar. Í umræðum um styttingu náms til stúdentsprófs hefur ekki borið á því að til standi að draga úr námsefni. Þess í stað á að nýta tíma ungmennana betur. Þetta er klárlega forgangsmál. En er ekki óhætt að setja spurningamerki við það að tímasóun í kennslustofum sé meiri í framhaldsskólum en grunnskólum? Það er í það minnsta tilfinning þess sem þetta ritar að fúsk og droll sé mun meira vandamál í grunnskólum heldur en framhaldsskólum. Þarfir nemenda í grunnskóla eru miklum mun misjafnari heldur en þegar í framhaldsskóla er komið. Þegar fólk velur framhaldsskóla hefur það jafnan gert sér grein fyrir því hvort það hafi áhuga á miklu bóknámi eða vilji undirbúa sig undir önnur störf. Framhaldsskólarnr geta því gert meiri kröfur til nemenda heldur en grunnskólarnir. Þar að auki er það svo að nemendur sem hafa gott lag á bóknámi upplifa margir grunnskólann, og þá sérstaklega síðari stig hans, sem óáhugaverðan og óögrandi. Slíkt getur verið mannskemmandi. Væri ekki ráð að skoða hugmyndir um styttingu náms til stúdentsprófs út frá þörfum ólíkra hópa? Það væri til að mynda hægt að ímynda sér að börn með mikla bóknámsgáfu geti sótt um í framhaldsskólum eftir áttunda eða níunda bekk og geti tekið stöðupróf við lok hvors árs. Þeir sem ætla í bóknám gætu þá farið í framhaldsskóla ári yngri en nú er. Þeir nemendur sem þurfa að styrkja grunnþekkingu sína gætu tekið eitt til tvö ár í viðbót á grunnskólastiginu áður en þeir sækja um í framhaldsskóla. Það er að minnsta kosti umhugsunarefni hvort enn meira valfrelsi gæti ekki þjónað samam markmiði og valdboðin stytting á námi í öllum framhaldsskólum. Og vera má að í þessu máli eins og svo mörgum árum sé aukið frelsi og sveigjanleiki líklegri til árangurs en það að reyna að steypa sem flesta í sama mót. thkjart@frettabladid.is
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun