Veiðileyfi á dómara 16. febrúar 2005 00:01 Já, þetta er furðulegur heimur sem við lifum í. Ef ég væri leikmaður í DHL-deildinni í handbolta í dag gæti ég ákveðið í miðjum leik að sparka boltanum lengst upp í rjáfur, því næst veitt dómaranum léttan kinnhest fyrir að gefa mér réttilega rautt spjald og síðan lokið mér af með því að hrækja á hann. Ef ég fengi meira en þriggja vikna bann fyrir slíkan verknað myndi ég vilja áfrýja og vísa í það fordæmi sem aganefnd HSÍ bjó til í fyrradag með því að dæma Roland Val Eradze í átján daga leikbann fyrir samskonar tilburði í leik ÍBV og ÍR í síðustu viku. Reyndar er það hæpið því ekki er til áfrýjunardómstóll innan HSÍ nema að leikbannið sem um ræðir spanni yfir lengri tíma en eitt ár. Það þýðir að hefði Eradze fengið 364 daga leikbann hefði hann ekki átt annara kosta völ en að kyngja því með sínu jafnaðargeði. Þvílík endemis vitleysa segi ég og slíkir starfshættir væru nú efni í annan pistil. Þessi dómur aganefndar HSÍ er glórulaus og handboltahreyfingunni á Íslandi til háborinnar skammar. Hann er ekki hægt að túlka öðruvísi en að verið sé að gefa leikmönnum veiðileyfi á dómara, sem eiga að heita heilagir inni á velli í hvaða íþróttagrein sem er. Engu máli skiptir að Eradze hitti ekki Gísla Hlyn Jóhannsson, annan dómarann í umræddum leik, hvorki þegar hann gerir tilraun til að slá hann né hrækja á hann - ásetningurinn er klárlega til staðar og ég leyfi mér ekki einu sinni að hugsa til þess sem hefði mögulega gerst ef ekki hefði verið fyrir Svavar Vignisson til að leiða Eradze út úr húsi, slík var bræði hans. Eradze harmar hegðan sína og er fullur eftirsjár fyrir að hafa misst gjörsamlega stjórn á skapi sínu. Eradze baðst afsökunar á opinberum vettvangi og gerir það hann að meiri manni fyrir vikið. Það breytir því ekki að það er ekkert sem afsakar framkomu hans í þessum leik. Með dómnum á Eradze er vegið að dómarastéttinni sjálfri og maður spyr sjálfan sig: Hvað næst? Ég ætla að taka mér það bessaleyfi og skipta dómnum í tvennt, annars vegar fyrir tilraunina að slá Gísla og hinsvegar tilraunina til að hrækja á hann. Þessi brot myndi ég túlka sem jafn alvarleg og því væri um að ræða 10-11 daga leikbann fyrir hvora tilraunina fyrir sig. Það er hlægilegt svo ekki sé meira sagt og þá sérstaklega þegar horft er til þess að Patrekur Jóhannesson fékk hálfs árs leikbann í Þýskalandi á sínum tíma fyrir að hrækja í átt að dómara, sem er sennilega nærtækasta dæmið sem hægt er að hafa til hliðsjónar. Hversu langt leikbann hefði Patrekur fengið hefði hann virkilega hrækt á hann, svo ég tali nú ekki um ef hann hefði reynt að slá hann? Og hvað hefði Eradze fengið langt bann hefði hann hitt Gísla Hlyn? Því verður ekki neitað að HSÍ er að fást við atvik sem á sér vart hliðstæðu í íslenskum handknattleik og því ekki skrítið að aganefnd hafi klórað sér í hausnum yfir því hvernig taka ætti á málinu. Maður veltir því einnig fyrir sér hvort að dómurinn hefði hljóðað öðruvísi ef einhver annar en lykilmaður í íslenska landsliðinu ætti í hlut. Auðvitað munu allir hlutaðeigandi þverneita fyrir slíkar vangaveltur en það er kannski ekki furða að þær skjótist upp á pallborðið - svo lítið vit er í þessum blessaða dómi. Það er a.m.k. ljóst að ég mun ekki láta mér bregða ef einhver tekur upp á því að hrækja á dómara í handboltaleik á næstu misserum, ef leikmanninnum fyrir einhverjar sakir hugnast ekki dómgæsla hans. Ef búast má við tvegga vikna löngu leikbanni að hámarki gætu hugsanlega einhverjir litið á það sem þess virði að láta dómarann fá að kenna á því. Og alltaf munu leikmenn geta varið sig með því fordæmi sem aganefndin setti í fyrradag í máli Rolands Vals Eradze. Vignir Guðjónsson vignir@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Já, þetta er furðulegur heimur sem við lifum í. Ef ég væri leikmaður í DHL-deildinni í handbolta í dag gæti ég ákveðið í miðjum leik að sparka boltanum lengst upp í rjáfur, því næst veitt dómaranum léttan kinnhest fyrir að gefa mér réttilega rautt spjald og síðan lokið mér af með því að hrækja á hann. Ef ég fengi meira en þriggja vikna bann fyrir slíkan verknað myndi ég vilja áfrýja og vísa í það fordæmi sem aganefnd HSÍ bjó til í fyrradag með því að dæma Roland Val Eradze í átján daga leikbann fyrir samskonar tilburði í leik ÍBV og ÍR í síðustu viku. Reyndar er það hæpið því ekki er til áfrýjunardómstóll innan HSÍ nema að leikbannið sem um ræðir spanni yfir lengri tíma en eitt ár. Það þýðir að hefði Eradze fengið 364 daga leikbann hefði hann ekki átt annara kosta völ en að kyngja því með sínu jafnaðargeði. Þvílík endemis vitleysa segi ég og slíkir starfshættir væru nú efni í annan pistil. Þessi dómur aganefndar HSÍ er glórulaus og handboltahreyfingunni á Íslandi til háborinnar skammar. Hann er ekki hægt að túlka öðruvísi en að verið sé að gefa leikmönnum veiðileyfi á dómara, sem eiga að heita heilagir inni á velli í hvaða íþróttagrein sem er. Engu máli skiptir að Eradze hitti ekki Gísla Hlyn Jóhannsson, annan dómarann í umræddum leik, hvorki þegar hann gerir tilraun til að slá hann né hrækja á hann - ásetningurinn er klárlega til staðar og ég leyfi mér ekki einu sinni að hugsa til þess sem hefði mögulega gerst ef ekki hefði verið fyrir Svavar Vignisson til að leiða Eradze út úr húsi, slík var bræði hans. Eradze harmar hegðan sína og er fullur eftirsjár fyrir að hafa misst gjörsamlega stjórn á skapi sínu. Eradze baðst afsökunar á opinberum vettvangi og gerir það hann að meiri manni fyrir vikið. Það breytir því ekki að það er ekkert sem afsakar framkomu hans í þessum leik. Með dómnum á Eradze er vegið að dómarastéttinni sjálfri og maður spyr sjálfan sig: Hvað næst? Ég ætla að taka mér það bessaleyfi og skipta dómnum í tvennt, annars vegar fyrir tilraunina að slá Gísla og hinsvegar tilraunina til að hrækja á hann. Þessi brot myndi ég túlka sem jafn alvarleg og því væri um að ræða 10-11 daga leikbann fyrir hvora tilraunina fyrir sig. Það er hlægilegt svo ekki sé meira sagt og þá sérstaklega þegar horft er til þess að Patrekur Jóhannesson fékk hálfs árs leikbann í Þýskalandi á sínum tíma fyrir að hrækja í átt að dómara, sem er sennilega nærtækasta dæmið sem hægt er að hafa til hliðsjónar. Hversu langt leikbann hefði Patrekur fengið hefði hann virkilega hrækt á hann, svo ég tali nú ekki um ef hann hefði reynt að slá hann? Og hvað hefði Eradze fengið langt bann hefði hann hitt Gísla Hlyn? Því verður ekki neitað að HSÍ er að fást við atvik sem á sér vart hliðstæðu í íslenskum handknattleik og því ekki skrítið að aganefnd hafi klórað sér í hausnum yfir því hvernig taka ætti á málinu. Maður veltir því einnig fyrir sér hvort að dómurinn hefði hljóðað öðruvísi ef einhver annar en lykilmaður í íslenska landsliðinu ætti í hlut. Auðvitað munu allir hlutaðeigandi þverneita fyrir slíkar vangaveltur en það er kannski ekki furða að þær skjótist upp á pallborðið - svo lítið vit er í þessum blessaða dómi. Það er a.m.k. ljóst að ég mun ekki láta mér bregða ef einhver tekur upp á því að hrækja á dómara í handboltaleik á næstu misserum, ef leikmanninnum fyrir einhverjar sakir hugnast ekki dómgæsla hans. Ef búast má við tvegga vikna löngu leikbanni að hámarki gætu hugsanlega einhverjir litið á það sem þess virði að láta dómarann fá að kenna á því. Og alltaf munu leikmenn geta varið sig með því fordæmi sem aganefndin setti í fyrradag í máli Rolands Vals Eradze. Vignir Guðjónsson vignir@frettabladid.is
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun