Veiðileyfi á dómara 16. febrúar 2005 00:01 Já, þetta er furðulegur heimur sem við lifum í. Ef ég væri leikmaður í DHL-deildinni í handbolta í dag gæti ég ákveðið í miðjum leik að sparka boltanum lengst upp í rjáfur, því næst veitt dómaranum léttan kinnhest fyrir að gefa mér réttilega rautt spjald og síðan lokið mér af með því að hrækja á hann. Ef ég fengi meira en þriggja vikna bann fyrir slíkan verknað myndi ég vilja áfrýja og vísa í það fordæmi sem aganefnd HSÍ bjó til í fyrradag með því að dæma Roland Val Eradze í átján daga leikbann fyrir samskonar tilburði í leik ÍBV og ÍR í síðustu viku. Reyndar er það hæpið því ekki er til áfrýjunardómstóll innan HSÍ nema að leikbannið sem um ræðir spanni yfir lengri tíma en eitt ár. Það þýðir að hefði Eradze fengið 364 daga leikbann hefði hann ekki átt annara kosta völ en að kyngja því með sínu jafnaðargeði. Þvílík endemis vitleysa segi ég og slíkir starfshættir væru nú efni í annan pistil. Þessi dómur aganefndar HSÍ er glórulaus og handboltahreyfingunni á Íslandi til háborinnar skammar. Hann er ekki hægt að túlka öðruvísi en að verið sé að gefa leikmönnum veiðileyfi á dómara, sem eiga að heita heilagir inni á velli í hvaða íþróttagrein sem er. Engu máli skiptir að Eradze hitti ekki Gísla Hlyn Jóhannsson, annan dómarann í umræddum leik, hvorki þegar hann gerir tilraun til að slá hann né hrækja á hann - ásetningurinn er klárlega til staðar og ég leyfi mér ekki einu sinni að hugsa til þess sem hefði mögulega gerst ef ekki hefði verið fyrir Svavar Vignisson til að leiða Eradze út úr húsi, slík var bræði hans. Eradze harmar hegðan sína og er fullur eftirsjár fyrir að hafa misst gjörsamlega stjórn á skapi sínu. Eradze baðst afsökunar á opinberum vettvangi og gerir það hann að meiri manni fyrir vikið. Það breytir því ekki að það er ekkert sem afsakar framkomu hans í þessum leik. Með dómnum á Eradze er vegið að dómarastéttinni sjálfri og maður spyr sjálfan sig: Hvað næst? Ég ætla að taka mér það bessaleyfi og skipta dómnum í tvennt, annars vegar fyrir tilraunina að slá Gísla og hinsvegar tilraunina til að hrækja á hann. Þessi brot myndi ég túlka sem jafn alvarleg og því væri um að ræða 10-11 daga leikbann fyrir hvora tilraunina fyrir sig. Það er hlægilegt svo ekki sé meira sagt og þá sérstaklega þegar horft er til þess að Patrekur Jóhannesson fékk hálfs árs leikbann í Þýskalandi á sínum tíma fyrir að hrækja í átt að dómara, sem er sennilega nærtækasta dæmið sem hægt er að hafa til hliðsjónar. Hversu langt leikbann hefði Patrekur fengið hefði hann virkilega hrækt á hann, svo ég tali nú ekki um ef hann hefði reynt að slá hann? Og hvað hefði Eradze fengið langt bann hefði hann hitt Gísla Hlyn? Því verður ekki neitað að HSÍ er að fást við atvik sem á sér vart hliðstæðu í íslenskum handknattleik og því ekki skrítið að aganefnd hafi klórað sér í hausnum yfir því hvernig taka ætti á málinu. Maður veltir því einnig fyrir sér hvort að dómurinn hefði hljóðað öðruvísi ef einhver annar en lykilmaður í íslenska landsliðinu ætti í hlut. Auðvitað munu allir hlutaðeigandi þverneita fyrir slíkar vangaveltur en það er kannski ekki furða að þær skjótist upp á pallborðið - svo lítið vit er í þessum blessaða dómi. Það er a.m.k. ljóst að ég mun ekki láta mér bregða ef einhver tekur upp á því að hrækja á dómara í handboltaleik á næstu misserum, ef leikmanninnum fyrir einhverjar sakir hugnast ekki dómgæsla hans. Ef búast má við tvegga vikna löngu leikbanni að hámarki gætu hugsanlega einhverjir litið á það sem þess virði að láta dómarann fá að kenna á því. Og alltaf munu leikmenn geta varið sig með því fordæmi sem aganefndin setti í fyrradag í máli Rolands Vals Eradze. Vignir Guðjónsson vignir@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Já, þetta er furðulegur heimur sem við lifum í. Ef ég væri leikmaður í DHL-deildinni í handbolta í dag gæti ég ákveðið í miðjum leik að sparka boltanum lengst upp í rjáfur, því næst veitt dómaranum léttan kinnhest fyrir að gefa mér réttilega rautt spjald og síðan lokið mér af með því að hrækja á hann. Ef ég fengi meira en þriggja vikna bann fyrir slíkan verknað myndi ég vilja áfrýja og vísa í það fordæmi sem aganefnd HSÍ bjó til í fyrradag með því að dæma Roland Val Eradze í átján daga leikbann fyrir samskonar tilburði í leik ÍBV og ÍR í síðustu viku. Reyndar er það hæpið því ekki er til áfrýjunardómstóll innan HSÍ nema að leikbannið sem um ræðir spanni yfir lengri tíma en eitt ár. Það þýðir að hefði Eradze fengið 364 daga leikbann hefði hann ekki átt annara kosta völ en að kyngja því með sínu jafnaðargeði. Þvílík endemis vitleysa segi ég og slíkir starfshættir væru nú efni í annan pistil. Þessi dómur aganefndar HSÍ er glórulaus og handboltahreyfingunni á Íslandi til háborinnar skammar. Hann er ekki hægt að túlka öðruvísi en að verið sé að gefa leikmönnum veiðileyfi á dómara, sem eiga að heita heilagir inni á velli í hvaða íþróttagrein sem er. Engu máli skiptir að Eradze hitti ekki Gísla Hlyn Jóhannsson, annan dómarann í umræddum leik, hvorki þegar hann gerir tilraun til að slá hann né hrækja á hann - ásetningurinn er klárlega til staðar og ég leyfi mér ekki einu sinni að hugsa til þess sem hefði mögulega gerst ef ekki hefði verið fyrir Svavar Vignisson til að leiða Eradze út úr húsi, slík var bræði hans. Eradze harmar hegðan sína og er fullur eftirsjár fyrir að hafa misst gjörsamlega stjórn á skapi sínu. Eradze baðst afsökunar á opinberum vettvangi og gerir það hann að meiri manni fyrir vikið. Það breytir því ekki að það er ekkert sem afsakar framkomu hans í þessum leik. Með dómnum á Eradze er vegið að dómarastéttinni sjálfri og maður spyr sjálfan sig: Hvað næst? Ég ætla að taka mér það bessaleyfi og skipta dómnum í tvennt, annars vegar fyrir tilraunina að slá Gísla og hinsvegar tilraunina til að hrækja á hann. Þessi brot myndi ég túlka sem jafn alvarleg og því væri um að ræða 10-11 daga leikbann fyrir hvora tilraunina fyrir sig. Það er hlægilegt svo ekki sé meira sagt og þá sérstaklega þegar horft er til þess að Patrekur Jóhannesson fékk hálfs árs leikbann í Þýskalandi á sínum tíma fyrir að hrækja í átt að dómara, sem er sennilega nærtækasta dæmið sem hægt er að hafa til hliðsjónar. Hversu langt leikbann hefði Patrekur fengið hefði hann virkilega hrækt á hann, svo ég tali nú ekki um ef hann hefði reynt að slá hann? Og hvað hefði Eradze fengið langt bann hefði hann hitt Gísla Hlyn? Því verður ekki neitað að HSÍ er að fást við atvik sem á sér vart hliðstæðu í íslenskum handknattleik og því ekki skrítið að aganefnd hafi klórað sér í hausnum yfir því hvernig taka ætti á málinu. Maður veltir því einnig fyrir sér hvort að dómurinn hefði hljóðað öðruvísi ef einhver annar en lykilmaður í íslenska landsliðinu ætti í hlut. Auðvitað munu allir hlutaðeigandi þverneita fyrir slíkar vangaveltur en það er kannski ekki furða að þær skjótist upp á pallborðið - svo lítið vit er í þessum blessaða dómi. Það er a.m.k. ljóst að ég mun ekki láta mér bregða ef einhver tekur upp á því að hrækja á dómara í handboltaleik á næstu misserum, ef leikmanninnum fyrir einhverjar sakir hugnast ekki dómgæsla hans. Ef búast má við tvegga vikna löngu leikbanni að hámarki gætu hugsanlega einhverjir litið á það sem þess virði að láta dómarann fá að kenna á því. Og alltaf munu leikmenn geta varið sig með því fordæmi sem aganefndin setti í fyrradag í máli Rolands Vals Eradze. Vignir Guðjónsson vignir@frettabladid.is
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun