Hollywood drepur Elektru Þórarinn Þórarinsson skrifar 11. febrúar 2005 00:01 Myndasögur hafa verið einn ferskasti angi afþreyingarmenningarinnar undanfarin ár og þeir sem tengja myndasögur aðeins við ofurhetjur, Súperman, Batman og fleiri jaxla sem hafa verið við lýði áratugum saman eru að missa af alvöru bókmenntagrein þar sem öllum straumum og stefnum ægir saman þannig að jafnvel ofurhetjurnar sjálfar hafa tekið miklum breytingum á pappírnum þegar ferskir höfundar hafa unnið þær út úr tilvistarkreppu eftir kaldastríðsáranna. Þegar myndasögubransinn fór á flug á seinni hluta síðustu aldar var nánast allur sköpunarkraftur horfin úr bíóverksmiðjunum í Hollywood þannig að þegar bíómógúlarnir kveiktu á því hversu mikið eðal efni leyndist í myndasögunum byrjuðu þeir að veita blekhetjunum yfir á filmur í áður óþekktum mæli með ansi misjöfnum árangri.Kóngulóarmaðurinn stendur upp úrSpider-Man myndirnar tvær eru sjálfsagt besta dæmið um það hversu vel er hægt laga myndasögur að kvikmyndaforminu þegar viðfangsefnið er nálgast með tilhlíðilegri virðingu. Harðir aðdáendur Kóngulóarmannsins eru upp til hópa afar sáttir við meðferðina sem hetjan þeirra fær hjá leikstjóranum Sam Raimi og þeir sem lítið þekkja til kappans heillast einnig og það sem er mest um vert þá vekja þessar myndir áhuga þeirra sem ekki hafa lesið myndasögurnar um Köngulóarmanninn þannig að nýir lesendur hópast í bókabúðir og á bókasöfn og sökkva sér ofan í frumtextann. Þessi vel heppnaða aðlögun er þó því miður undantekning frekar en regla. Nýleg mynd um The Hulk var býsna vel heppnuð en náði ekki almennri hylli og fyrir utan Spider-Man eru það helst X-Men sem hafa átt erindi sem erfiði á hvíta tjaldinu. Það eru hins vegar hverfandi líkur á því að myndirnar um Daredevil og nú síðast glæný mynd um fyrrum kærustuna hans, Elektru, muni laða nýja lesendur að frábærum, og í raun, sígildum myndasögum Franks Millers um þessa elskendur sem munu ekki fá að njótast. Myndirnar eru leiðinlegar, illa skrifaðar og gerðar af svo litlum skilningi á eðli persónanna að þessar skemmtilegustu og margbrotnustu myndasöguhetjur síðustu áratuga falla marflatar.Alan Moore óheppinn Myndasöguhöfundurinn Alan Moore hefur verið einkar óheppinn í samskiptum sínum við Hollywood en hann á að baki snilldarverkin From Hell og The League of Extraordianry Gentlemen sem bæði urðu að átakanlega vonum myndum. Tilfelli The League er sérstaklega átakanlegt en sala á bókunum hrapaði eftir að kvikmyndin floppaði og Moore sér varla ástæðu til að leika sér frekar með þennan frábæra félagsskap. Það skal því engan undra að það fari hrollur um unnendur góðra myndasagna þegar fréttir berast af áformum um að kvikmynda sígildar myndasögur. Nokkrar nýjar myndasögumyndir eru væntanlegar á næstunni. Þar ber fyrst að nefna Sin City eftir áðurnefndan Frank Miller. Myndin byggir á hráum sögum í anda harðsoðnu reyfarahefðarinnar og allt bendir til þess að yfirfærsla þeirra á tjaldið muni heppnast, enda hefur Miller sjálfur tekið virkan þátt í framleiðslunni. Þá eru ofurhetjurnar í Fantastic Four væntanlegar og Keanu Reeves lætur bráðum sjá sig sem Hellblazerinn Constantine. Constantine er mögnuð persóna, ljóshærður Breti sem keðjureykir og rífur kjaft. Það liggur auðvitað í augum uppi að Reeves er ekki rétti maðurinn í hlutverkið og jafnvel þótt myndin verði góð getur hún varla orðið alvöru Hellblazer mynd.Akkiles og Daredevil í sömu gröf Hollywood hefur aldrei munað mikið um að endurskrifa mannkynssöguna eða rústa sígildum bókmenntaverkum þannig að .að kipptu sér fáir upp við afbökunina á Illionskviðu sem birtist í Troy ekki alls fyrir löngu en þar spókaði Brad Pitt sig, mjög ósannfærandi, í hlutverki Akkilesar. Myndasögu unnendur hafa ekki jafn mikla reynslu af skemmdarverkum kvikmyndaverksmiðjunnar og þeir sem hafa aðrar fagurbókmenntir í hávegum en rétt eins og manni getur ekki verið sama um það að sumir muni aldrei kynnast kviðum Hómers öðruvísi en í kvikmyndinni Troy sárnar manni líka að þeir sem sjá Daredevil og Elektru í bíó án þess að lesa bækurnar fari á mis við snilldina sem þar er á ferðinni. Það er því nauðsynlegt að brýna það fyrir þeim sem sjá myndasögubíómyndir að kynna sér frummyndirnar. Best er auðvitað að byrja strax að lesa og þekkja efnið áður en það kemur útvatnað í bíó. thorarinn@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Myndasögur hafa verið einn ferskasti angi afþreyingarmenningarinnar undanfarin ár og þeir sem tengja myndasögur aðeins við ofurhetjur, Súperman, Batman og fleiri jaxla sem hafa verið við lýði áratugum saman eru að missa af alvöru bókmenntagrein þar sem öllum straumum og stefnum ægir saman þannig að jafnvel ofurhetjurnar sjálfar hafa tekið miklum breytingum á pappírnum þegar ferskir höfundar hafa unnið þær út úr tilvistarkreppu eftir kaldastríðsáranna. Þegar myndasögubransinn fór á flug á seinni hluta síðustu aldar var nánast allur sköpunarkraftur horfin úr bíóverksmiðjunum í Hollywood þannig að þegar bíómógúlarnir kveiktu á því hversu mikið eðal efni leyndist í myndasögunum byrjuðu þeir að veita blekhetjunum yfir á filmur í áður óþekktum mæli með ansi misjöfnum árangri.Kóngulóarmaðurinn stendur upp úrSpider-Man myndirnar tvær eru sjálfsagt besta dæmið um það hversu vel er hægt laga myndasögur að kvikmyndaforminu þegar viðfangsefnið er nálgast með tilhlíðilegri virðingu. Harðir aðdáendur Kóngulóarmannsins eru upp til hópa afar sáttir við meðferðina sem hetjan þeirra fær hjá leikstjóranum Sam Raimi og þeir sem lítið þekkja til kappans heillast einnig og það sem er mest um vert þá vekja þessar myndir áhuga þeirra sem ekki hafa lesið myndasögurnar um Köngulóarmanninn þannig að nýir lesendur hópast í bókabúðir og á bókasöfn og sökkva sér ofan í frumtextann. Þessi vel heppnaða aðlögun er þó því miður undantekning frekar en regla. Nýleg mynd um The Hulk var býsna vel heppnuð en náði ekki almennri hylli og fyrir utan Spider-Man eru það helst X-Men sem hafa átt erindi sem erfiði á hvíta tjaldinu. Það eru hins vegar hverfandi líkur á því að myndirnar um Daredevil og nú síðast glæný mynd um fyrrum kærustuna hans, Elektru, muni laða nýja lesendur að frábærum, og í raun, sígildum myndasögum Franks Millers um þessa elskendur sem munu ekki fá að njótast. Myndirnar eru leiðinlegar, illa skrifaðar og gerðar af svo litlum skilningi á eðli persónanna að þessar skemmtilegustu og margbrotnustu myndasöguhetjur síðustu áratuga falla marflatar.Alan Moore óheppinn Myndasöguhöfundurinn Alan Moore hefur verið einkar óheppinn í samskiptum sínum við Hollywood en hann á að baki snilldarverkin From Hell og The League of Extraordianry Gentlemen sem bæði urðu að átakanlega vonum myndum. Tilfelli The League er sérstaklega átakanlegt en sala á bókunum hrapaði eftir að kvikmyndin floppaði og Moore sér varla ástæðu til að leika sér frekar með þennan frábæra félagsskap. Það skal því engan undra að það fari hrollur um unnendur góðra myndasagna þegar fréttir berast af áformum um að kvikmynda sígildar myndasögur. Nokkrar nýjar myndasögumyndir eru væntanlegar á næstunni. Þar ber fyrst að nefna Sin City eftir áðurnefndan Frank Miller. Myndin byggir á hráum sögum í anda harðsoðnu reyfarahefðarinnar og allt bendir til þess að yfirfærsla þeirra á tjaldið muni heppnast, enda hefur Miller sjálfur tekið virkan þátt í framleiðslunni. Þá eru ofurhetjurnar í Fantastic Four væntanlegar og Keanu Reeves lætur bráðum sjá sig sem Hellblazerinn Constantine. Constantine er mögnuð persóna, ljóshærður Breti sem keðjureykir og rífur kjaft. Það liggur auðvitað í augum uppi að Reeves er ekki rétti maðurinn í hlutverkið og jafnvel þótt myndin verði góð getur hún varla orðið alvöru Hellblazer mynd.Akkiles og Daredevil í sömu gröf Hollywood hefur aldrei munað mikið um að endurskrifa mannkynssöguna eða rústa sígildum bókmenntaverkum þannig að .að kipptu sér fáir upp við afbökunina á Illionskviðu sem birtist í Troy ekki alls fyrir löngu en þar spókaði Brad Pitt sig, mjög ósannfærandi, í hlutverki Akkilesar. Myndasögu unnendur hafa ekki jafn mikla reynslu af skemmdarverkum kvikmyndaverksmiðjunnar og þeir sem hafa aðrar fagurbókmenntir í hávegum en rétt eins og manni getur ekki verið sama um það að sumir muni aldrei kynnast kviðum Hómers öðruvísi en í kvikmyndinni Troy sárnar manni líka að þeir sem sjá Daredevil og Elektru í bíó án þess að lesa bækurnar fari á mis við snilldina sem þar er á ferðinni. Það er því nauðsynlegt að brýna það fyrir þeim sem sjá myndasögubíómyndir að kynna sér frummyndirnar. Best er auðvitað að byrja strax að lesa og þekkja efnið áður en það kemur útvatnað í bíó. thorarinn@frettabladid.is
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar