Hollywood drepur Elektru Þórarinn Þórarinsson skrifar 11. febrúar 2005 00:01 Myndasögur hafa verið einn ferskasti angi afþreyingarmenningarinnar undanfarin ár og þeir sem tengja myndasögur aðeins við ofurhetjur, Súperman, Batman og fleiri jaxla sem hafa verið við lýði áratugum saman eru að missa af alvöru bókmenntagrein þar sem öllum straumum og stefnum ægir saman þannig að jafnvel ofurhetjurnar sjálfar hafa tekið miklum breytingum á pappírnum þegar ferskir höfundar hafa unnið þær út úr tilvistarkreppu eftir kaldastríðsáranna. Þegar myndasögubransinn fór á flug á seinni hluta síðustu aldar var nánast allur sköpunarkraftur horfin úr bíóverksmiðjunum í Hollywood þannig að þegar bíómógúlarnir kveiktu á því hversu mikið eðal efni leyndist í myndasögunum byrjuðu þeir að veita blekhetjunum yfir á filmur í áður óþekktum mæli með ansi misjöfnum árangri.Kóngulóarmaðurinn stendur upp úrSpider-Man myndirnar tvær eru sjálfsagt besta dæmið um það hversu vel er hægt laga myndasögur að kvikmyndaforminu þegar viðfangsefnið er nálgast með tilhlíðilegri virðingu. Harðir aðdáendur Kóngulóarmannsins eru upp til hópa afar sáttir við meðferðina sem hetjan þeirra fær hjá leikstjóranum Sam Raimi og þeir sem lítið þekkja til kappans heillast einnig og það sem er mest um vert þá vekja þessar myndir áhuga þeirra sem ekki hafa lesið myndasögurnar um Köngulóarmanninn þannig að nýir lesendur hópast í bókabúðir og á bókasöfn og sökkva sér ofan í frumtextann. Þessi vel heppnaða aðlögun er þó því miður undantekning frekar en regla. Nýleg mynd um The Hulk var býsna vel heppnuð en náði ekki almennri hylli og fyrir utan Spider-Man eru það helst X-Men sem hafa átt erindi sem erfiði á hvíta tjaldinu. Það eru hins vegar hverfandi líkur á því að myndirnar um Daredevil og nú síðast glæný mynd um fyrrum kærustuna hans, Elektru, muni laða nýja lesendur að frábærum, og í raun, sígildum myndasögum Franks Millers um þessa elskendur sem munu ekki fá að njótast. Myndirnar eru leiðinlegar, illa skrifaðar og gerðar af svo litlum skilningi á eðli persónanna að þessar skemmtilegustu og margbrotnustu myndasöguhetjur síðustu áratuga falla marflatar.Alan Moore óheppinn Myndasöguhöfundurinn Alan Moore hefur verið einkar óheppinn í samskiptum sínum við Hollywood en hann á að baki snilldarverkin From Hell og The League of Extraordianry Gentlemen sem bæði urðu að átakanlega vonum myndum. Tilfelli The League er sérstaklega átakanlegt en sala á bókunum hrapaði eftir að kvikmyndin floppaði og Moore sér varla ástæðu til að leika sér frekar með þennan frábæra félagsskap. Það skal því engan undra að það fari hrollur um unnendur góðra myndasagna þegar fréttir berast af áformum um að kvikmynda sígildar myndasögur. Nokkrar nýjar myndasögumyndir eru væntanlegar á næstunni. Þar ber fyrst að nefna Sin City eftir áðurnefndan Frank Miller. Myndin byggir á hráum sögum í anda harðsoðnu reyfarahefðarinnar og allt bendir til þess að yfirfærsla þeirra á tjaldið muni heppnast, enda hefur Miller sjálfur tekið virkan þátt í framleiðslunni. Þá eru ofurhetjurnar í Fantastic Four væntanlegar og Keanu Reeves lætur bráðum sjá sig sem Hellblazerinn Constantine. Constantine er mögnuð persóna, ljóshærður Breti sem keðjureykir og rífur kjaft. Það liggur auðvitað í augum uppi að Reeves er ekki rétti maðurinn í hlutverkið og jafnvel þótt myndin verði góð getur hún varla orðið alvöru Hellblazer mynd.Akkiles og Daredevil í sömu gröf Hollywood hefur aldrei munað mikið um að endurskrifa mannkynssöguna eða rústa sígildum bókmenntaverkum þannig að .að kipptu sér fáir upp við afbökunina á Illionskviðu sem birtist í Troy ekki alls fyrir löngu en þar spókaði Brad Pitt sig, mjög ósannfærandi, í hlutverki Akkilesar. Myndasögu unnendur hafa ekki jafn mikla reynslu af skemmdarverkum kvikmyndaverksmiðjunnar og þeir sem hafa aðrar fagurbókmenntir í hávegum en rétt eins og manni getur ekki verið sama um það að sumir muni aldrei kynnast kviðum Hómers öðruvísi en í kvikmyndinni Troy sárnar manni líka að þeir sem sjá Daredevil og Elektru í bíó án þess að lesa bækurnar fari á mis við snilldina sem þar er á ferðinni. Það er því nauðsynlegt að brýna það fyrir þeim sem sjá myndasögubíómyndir að kynna sér frummyndirnar. Best er auðvitað að byrja strax að lesa og þekkja efnið áður en það kemur útvatnað í bíó. thorarinn@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Myndasögur hafa verið einn ferskasti angi afþreyingarmenningarinnar undanfarin ár og þeir sem tengja myndasögur aðeins við ofurhetjur, Súperman, Batman og fleiri jaxla sem hafa verið við lýði áratugum saman eru að missa af alvöru bókmenntagrein þar sem öllum straumum og stefnum ægir saman þannig að jafnvel ofurhetjurnar sjálfar hafa tekið miklum breytingum á pappírnum þegar ferskir höfundar hafa unnið þær út úr tilvistarkreppu eftir kaldastríðsáranna. Þegar myndasögubransinn fór á flug á seinni hluta síðustu aldar var nánast allur sköpunarkraftur horfin úr bíóverksmiðjunum í Hollywood þannig að þegar bíómógúlarnir kveiktu á því hversu mikið eðal efni leyndist í myndasögunum byrjuðu þeir að veita blekhetjunum yfir á filmur í áður óþekktum mæli með ansi misjöfnum árangri.Kóngulóarmaðurinn stendur upp úrSpider-Man myndirnar tvær eru sjálfsagt besta dæmið um það hversu vel er hægt laga myndasögur að kvikmyndaforminu þegar viðfangsefnið er nálgast með tilhlíðilegri virðingu. Harðir aðdáendur Kóngulóarmannsins eru upp til hópa afar sáttir við meðferðina sem hetjan þeirra fær hjá leikstjóranum Sam Raimi og þeir sem lítið þekkja til kappans heillast einnig og það sem er mest um vert þá vekja þessar myndir áhuga þeirra sem ekki hafa lesið myndasögurnar um Köngulóarmanninn þannig að nýir lesendur hópast í bókabúðir og á bókasöfn og sökkva sér ofan í frumtextann. Þessi vel heppnaða aðlögun er þó því miður undantekning frekar en regla. Nýleg mynd um The Hulk var býsna vel heppnuð en náði ekki almennri hylli og fyrir utan Spider-Man eru það helst X-Men sem hafa átt erindi sem erfiði á hvíta tjaldinu. Það eru hins vegar hverfandi líkur á því að myndirnar um Daredevil og nú síðast glæný mynd um fyrrum kærustuna hans, Elektru, muni laða nýja lesendur að frábærum, og í raun, sígildum myndasögum Franks Millers um þessa elskendur sem munu ekki fá að njótast. Myndirnar eru leiðinlegar, illa skrifaðar og gerðar af svo litlum skilningi á eðli persónanna að þessar skemmtilegustu og margbrotnustu myndasöguhetjur síðustu áratuga falla marflatar.Alan Moore óheppinn Myndasöguhöfundurinn Alan Moore hefur verið einkar óheppinn í samskiptum sínum við Hollywood en hann á að baki snilldarverkin From Hell og The League of Extraordianry Gentlemen sem bæði urðu að átakanlega vonum myndum. Tilfelli The League er sérstaklega átakanlegt en sala á bókunum hrapaði eftir að kvikmyndin floppaði og Moore sér varla ástæðu til að leika sér frekar með þennan frábæra félagsskap. Það skal því engan undra að það fari hrollur um unnendur góðra myndasagna þegar fréttir berast af áformum um að kvikmynda sígildar myndasögur. Nokkrar nýjar myndasögumyndir eru væntanlegar á næstunni. Þar ber fyrst að nefna Sin City eftir áðurnefndan Frank Miller. Myndin byggir á hráum sögum í anda harðsoðnu reyfarahefðarinnar og allt bendir til þess að yfirfærsla þeirra á tjaldið muni heppnast, enda hefur Miller sjálfur tekið virkan þátt í framleiðslunni. Þá eru ofurhetjurnar í Fantastic Four væntanlegar og Keanu Reeves lætur bráðum sjá sig sem Hellblazerinn Constantine. Constantine er mögnuð persóna, ljóshærður Breti sem keðjureykir og rífur kjaft. Það liggur auðvitað í augum uppi að Reeves er ekki rétti maðurinn í hlutverkið og jafnvel þótt myndin verði góð getur hún varla orðið alvöru Hellblazer mynd.Akkiles og Daredevil í sömu gröf Hollywood hefur aldrei munað mikið um að endurskrifa mannkynssöguna eða rústa sígildum bókmenntaverkum þannig að .að kipptu sér fáir upp við afbökunina á Illionskviðu sem birtist í Troy ekki alls fyrir löngu en þar spókaði Brad Pitt sig, mjög ósannfærandi, í hlutverki Akkilesar. Myndasögu unnendur hafa ekki jafn mikla reynslu af skemmdarverkum kvikmyndaverksmiðjunnar og þeir sem hafa aðrar fagurbókmenntir í hávegum en rétt eins og manni getur ekki verið sama um það að sumir muni aldrei kynnast kviðum Hómers öðruvísi en í kvikmyndinni Troy sárnar manni líka að þeir sem sjá Daredevil og Elektru í bíó án þess að lesa bækurnar fari á mis við snilldina sem þar er á ferðinni. Það er því nauðsynlegt að brýna það fyrir þeim sem sjá myndasögubíómyndir að kynna sér frummyndirnar. Best er auðvitað að byrja strax að lesa og þekkja efnið áður en það kemur útvatnað í bíó. thorarinn@frettabladid.is
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun