Kaupsýslumenn eða knattspyrnumenn? 8. febrúar 2005 00:01 Síðasta ár var einkennilegt hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Sambandið hefur aldrei skilað meiri hagnaði heldur en í fyrra en á sama tíma var árangur íslensku landsliðanna, og þá sérstaklega A-landsliðs karla, afar dapur. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, var afskaplega ánægður með afkomu sambandsins enda skilaði hann 46 milljón króna hagnaði. Knattspyrnusamband Íslands veltir rúmum 450 milljónum á ári, er orðið þokkalegasta fyrirtæki og því er þörf á að menn með viðskiptavit komi nálægt rekstrinum. Á sama tíma er þetta jú knattspyrnusamband og það hlýtur að skipta einhverju máli hvernig gengur á vellinum. Eggert Magnússon er með bakgrunn úr viðskiptalífinu og það eru flestir sammála um að hann hafi fært rekstur knattspyrnusambandsins til nútímans. Hann er grjótharður samningamaður og hefur á þann hátt náð að verðleggja sjónvarpsrétt fyrir íslenska knattspyrnu hærra en menn hefðu trúað. Hann hefur verið duglegur við að búa til pening í gegnum landsleiki. Skemmst er minnast síðasta árs þar sem hann kom íslenska landsliðinu, upp á eigin spýtur, á mót í Englandi sem skilaði sambandinu á annan tug milljóna í tekjur. Hann var einnig driffjöðrin á bak við Ítalaleikinn fræga þar sem rúmlega tuttugu þúsund manns komu á völlinn en sá leikur skilaði sambandinu um fjörutíu milljónum í hagnað. Hann hefur einnig staðið fyrir kaupum KSÍ á bréfum í KB Banka, bréfum sem hafa vaxið og dafnað. Hann ætlar að byggja stærri stúku á Laugardalsvelli til að fá meiri pening í kassann, bæði vegna aukinnar aðsóknar og meiri veitingasölu. Á þessu má sjá að Eggert Magnússon er fyrirtaks kaupsýslumaður og hefur sem slíkur gert frábæra hluti fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Stjórnunin á knattspyrnulegu hliðinni er hins vegar eitthvað allt annað. Þar hefur Eggert ekki verið mjög farsæll undanfarið. Hann hefur verið of seinn að grípa í taumana þegar árangri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur farið að hraka. Það á við í tilfelli Atla Eðvaldssonar sem sagði sjálfur upp löngu eftir að allt var komið í þrot og síðan hefur hann hangið lengur en tárum tekur að telja á þeim Ásgeiri Sigurvinssyni og Loga Ólafssyni, núverandi þjálfurum liðsins, sem virðast vera að keyra landsliðið niður í kjallara heimsknattspyrnunnar. Hann rak hins vegar þjálfara kvennalandsliðsins vegna lélegs árangurs sem var þó mun betri en karlalandsliðið hefur sýnt. Eggert hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut til að gera efstu deild kvenna meira spennandi, jafnvel þótt það hafi verið vitað í mörg ár að munurinn á milli bestu liðanna og hinna er of mikill. Hann hefur ekki viljað hlusta á fjölgun liða í efstu deild, leikmönnum, þjálfurum og knattspyrnuáhugamönnum til mikillar gremju. Allt þetta skiptir kannski ekki máli á meðan peningarnir koma í kassann. Á meðan kaupsýslumennirnir eru við stjórn er lítil ástæða til þess að ætla að þetta breytist eitthvað. Aðaláherslan verður lögð á að græða pening, það er bara bónus ef einhver árangur næst. Við ættum kannski bara að þakka fyrir það að við eigum menn eins og Eggert sem búa til gull úr því grjóti sem íslensk knattspyrna er? Óskar Hrafn Þorvaldsson -oskar@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Skoðanir Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Síðasta ár var einkennilegt hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Sambandið hefur aldrei skilað meiri hagnaði heldur en í fyrra en á sama tíma var árangur íslensku landsliðanna, og þá sérstaklega A-landsliðs karla, afar dapur. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, var afskaplega ánægður með afkomu sambandsins enda skilaði hann 46 milljón króna hagnaði. Knattspyrnusamband Íslands veltir rúmum 450 milljónum á ári, er orðið þokkalegasta fyrirtæki og því er þörf á að menn með viðskiptavit komi nálægt rekstrinum. Á sama tíma er þetta jú knattspyrnusamband og það hlýtur að skipta einhverju máli hvernig gengur á vellinum. Eggert Magnússon er með bakgrunn úr viðskiptalífinu og það eru flestir sammála um að hann hafi fært rekstur knattspyrnusambandsins til nútímans. Hann er grjótharður samningamaður og hefur á þann hátt náð að verðleggja sjónvarpsrétt fyrir íslenska knattspyrnu hærra en menn hefðu trúað. Hann hefur verið duglegur við að búa til pening í gegnum landsleiki. Skemmst er minnast síðasta árs þar sem hann kom íslenska landsliðinu, upp á eigin spýtur, á mót í Englandi sem skilaði sambandinu á annan tug milljóna í tekjur. Hann var einnig driffjöðrin á bak við Ítalaleikinn fræga þar sem rúmlega tuttugu þúsund manns komu á völlinn en sá leikur skilaði sambandinu um fjörutíu milljónum í hagnað. Hann hefur einnig staðið fyrir kaupum KSÍ á bréfum í KB Banka, bréfum sem hafa vaxið og dafnað. Hann ætlar að byggja stærri stúku á Laugardalsvelli til að fá meiri pening í kassann, bæði vegna aukinnar aðsóknar og meiri veitingasölu. Á þessu má sjá að Eggert Magnússon er fyrirtaks kaupsýslumaður og hefur sem slíkur gert frábæra hluti fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Stjórnunin á knattspyrnulegu hliðinni er hins vegar eitthvað allt annað. Þar hefur Eggert ekki verið mjög farsæll undanfarið. Hann hefur verið of seinn að grípa í taumana þegar árangri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur farið að hraka. Það á við í tilfelli Atla Eðvaldssonar sem sagði sjálfur upp löngu eftir að allt var komið í þrot og síðan hefur hann hangið lengur en tárum tekur að telja á þeim Ásgeiri Sigurvinssyni og Loga Ólafssyni, núverandi þjálfurum liðsins, sem virðast vera að keyra landsliðið niður í kjallara heimsknattspyrnunnar. Hann rak hins vegar þjálfara kvennalandsliðsins vegna lélegs árangurs sem var þó mun betri en karlalandsliðið hefur sýnt. Eggert hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut til að gera efstu deild kvenna meira spennandi, jafnvel þótt það hafi verið vitað í mörg ár að munurinn á milli bestu liðanna og hinna er of mikill. Hann hefur ekki viljað hlusta á fjölgun liða í efstu deild, leikmönnum, þjálfurum og knattspyrnuáhugamönnum til mikillar gremju. Allt þetta skiptir kannski ekki máli á meðan peningarnir koma í kassann. Á meðan kaupsýslumennirnir eru við stjórn er lítil ástæða til þess að ætla að þetta breytist eitthvað. Aðaláherslan verður lögð á að græða pening, það er bara bónus ef einhver árangur næst. Við ættum kannski bara að þakka fyrir það að við eigum menn eins og Eggert sem búa til gull úr því grjóti sem íslensk knattspyrna er? Óskar Hrafn Þorvaldsson -oskar@frettabladid.is
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun