Heiftarleg markaðssetning 31. janúar 2005 00:01 Markaðssetningin á verkjalyfinu Vioxx var mjög heiftarleg, segir Magnús Jóhannsson prófessor í lyfjafræði við læknadeild Háskóla Íslands. Hann bendir á að framleiðandi lyfsins hafi farið í mikla auglýsingaherferð í Bandaríkjunum til að ná eyrum almennings. Þá sé frægur fundurinn sem haldinn var í Berlín, líklega fyrir tveimur og hálfu ári, á vegum fyrirtækisins. "Þar var einungis fjallað um Vioxx og þangað boðið stórum hópi lækna, meðal annars frá Íslandi," rifjar hann upp. "Ég heyrði lýsingar af fundinum. Þar var talað daginn út og daginn inn um kosti lyfsins, en ekkert rætt um gallana. Mjög lituð umfjöllun. Svo var þessu ágæta fólki haldið uppi undir því yfirskini að þetta væri símenntun eða almenn fræðsla sem það var náttúrlega ekki. Það var eingöngu verið að vegsama þarna þetta eina lyf. Þetta er það dæmi sem ég hef heyrt um, en eflaust eru þau fleiri." Vioxx hefur verið tekið af markaði Í Evrópu og Bandaríkjunum vegna aukaverkana frá hjarta- og æðakerfi, sem geta valdið heilablóðfalli eða hjartaáfalli. Í kjölfarið ákváðu sérfræðinefnd Lyfjastofnunar Evrópu og Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna að taka þennan lyfjaflokk til gagngerrar skoðunar. Vioxx skilaði sínu Magnús segir að komið hafi á óvart að framleiðandinn skyldi sjálfur taka lyfið af markaði. Margir hefðu viljað skýra það með því að umfjöllunin hafi verið orðin svo erfið fyrir hann og fyrirtækið væri búið að fá inn margfalt meira en sem numið hefði öllum kostnaði sem lagður hefði verið út. Lyfið hefði þannig verið búið að skila sínu. "Það getur vel verið að það sé rétt, því Vioxx seldist alveg ótrúlega mikið," segir Magnús. Spurður um hugsanlegar málssóknir á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem sjúklingar telji sig hafa orðið fyrir af notkun þess segir hann að afar erfitt sé að sanna skaðsemi af völdum þess, nánast ómögulegt. Flestir sjúklinganna séu á þeim aldri að þeir geti verið farnir að fá æða- og hjartasjúkdóma af öðrum völdum. Þetta hafi meir að segja sýnt sig í thalidomid - málinu fyrr á árum. Þá hafi viðkomandi lyfjaframleiðandi getað náð samningum við fórnarlömbin. Sömu sögu hefði verið að segja um fyrstu getnaðarvarnartöflurnar sem hefðu haft í för með sér aukna hættu á tilteknum sjúkdómum. Tiltölulega fáir hefðu farið í málaferli. Þau hefðu orðið mjög langdregin og líklega litlu skilað. "Það er hægt að sýna fram á samband í stórum faraldsfræðirannsóknum, en afar erfitt að sanna þetta í einstökum tilvikum. Þar getur verið um að ræða sjúkling sem kominn er með alvarlegan kransæðasjúkdóm, fer að taka svona lyf og fær áfall. Hann hefði fengið áfall hvort eð var." Rannsakað hér Magnús segir að verið sé að undirbúa rannsóknir hér á landi undir forystu Guðmundar Þorgeirssonar hjartalæknis á Landspítala háskólasjúkrahúsi, með þátttöku ýmissa lyfja- og heilbrigðisstofnana. "Við höfum mun betri möguleika hér á Íslandi heldur en margir annars staðar til þess að athuga Vioxx og skyld lyf, það er COX - 2 hemla. Fyrir fáeinum árum voru sett hér lög um lyfjagagnagrunn, sem fór í gang 2001. Rannsóknin mun beinast að því að athuga hvort þessi lyf valdi hjarta- og heilaáföllum hér. Hægt er að finna út hverjir hafa fengið hjarta- og heilaáföll á þessum tíma og fletta síðan upp í grunninum og athuga hvort þetta fólk hefur verið að taka þessi lyf. Það er svo borið saman við samanburðarhóp," segir Magnús og bætir við að tilskilin leyfi þurfi að liggja fyrir áður en farið sé í slíka rannsókn, því strangar reglur gildi til að mynda um gagnagrunninn. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
Markaðssetningin á verkjalyfinu Vioxx var mjög heiftarleg, segir Magnús Jóhannsson prófessor í lyfjafræði við læknadeild Háskóla Íslands. Hann bendir á að framleiðandi lyfsins hafi farið í mikla auglýsingaherferð í Bandaríkjunum til að ná eyrum almennings. Þá sé frægur fundurinn sem haldinn var í Berlín, líklega fyrir tveimur og hálfu ári, á vegum fyrirtækisins. "Þar var einungis fjallað um Vioxx og þangað boðið stórum hópi lækna, meðal annars frá Íslandi," rifjar hann upp. "Ég heyrði lýsingar af fundinum. Þar var talað daginn út og daginn inn um kosti lyfsins, en ekkert rætt um gallana. Mjög lituð umfjöllun. Svo var þessu ágæta fólki haldið uppi undir því yfirskini að þetta væri símenntun eða almenn fræðsla sem það var náttúrlega ekki. Það var eingöngu verið að vegsama þarna þetta eina lyf. Þetta er það dæmi sem ég hef heyrt um, en eflaust eru þau fleiri." Vioxx hefur verið tekið af markaði Í Evrópu og Bandaríkjunum vegna aukaverkana frá hjarta- og æðakerfi, sem geta valdið heilablóðfalli eða hjartaáfalli. Í kjölfarið ákváðu sérfræðinefnd Lyfjastofnunar Evrópu og Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna að taka þennan lyfjaflokk til gagngerrar skoðunar. Vioxx skilaði sínu Magnús segir að komið hafi á óvart að framleiðandinn skyldi sjálfur taka lyfið af markaði. Margir hefðu viljað skýra það með því að umfjöllunin hafi verið orðin svo erfið fyrir hann og fyrirtækið væri búið að fá inn margfalt meira en sem numið hefði öllum kostnaði sem lagður hefði verið út. Lyfið hefði þannig verið búið að skila sínu. "Það getur vel verið að það sé rétt, því Vioxx seldist alveg ótrúlega mikið," segir Magnús. Spurður um hugsanlegar málssóknir á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem sjúklingar telji sig hafa orðið fyrir af notkun þess segir hann að afar erfitt sé að sanna skaðsemi af völdum þess, nánast ómögulegt. Flestir sjúklinganna séu á þeim aldri að þeir geti verið farnir að fá æða- og hjartasjúkdóma af öðrum völdum. Þetta hafi meir að segja sýnt sig í thalidomid - málinu fyrr á árum. Þá hafi viðkomandi lyfjaframleiðandi getað náð samningum við fórnarlömbin. Sömu sögu hefði verið að segja um fyrstu getnaðarvarnartöflurnar sem hefðu haft í för með sér aukna hættu á tilteknum sjúkdómum. Tiltölulega fáir hefðu farið í málaferli. Þau hefðu orðið mjög langdregin og líklega litlu skilað. "Það er hægt að sýna fram á samband í stórum faraldsfræðirannsóknum, en afar erfitt að sanna þetta í einstökum tilvikum. Þar getur verið um að ræða sjúkling sem kominn er með alvarlegan kransæðasjúkdóm, fer að taka svona lyf og fær áfall. Hann hefði fengið áfall hvort eð var." Rannsakað hér Magnús segir að verið sé að undirbúa rannsóknir hér á landi undir forystu Guðmundar Þorgeirssonar hjartalæknis á Landspítala háskólasjúkrahúsi, með þátttöku ýmissa lyfja- og heilbrigðisstofnana. "Við höfum mun betri möguleika hér á Íslandi heldur en margir annars staðar til þess að athuga Vioxx og skyld lyf, það er COX - 2 hemla. Fyrir fáeinum árum voru sett hér lög um lyfjagagnagrunn, sem fór í gang 2001. Rannsóknin mun beinast að því að athuga hvort þessi lyf valdi hjarta- og heilaáföllum hér. Hægt er að finna út hverjir hafa fengið hjarta- og heilaáföll á þessum tíma og fletta síðan upp í grunninum og athuga hvort þetta fólk hefur verið að taka þessi lyf. Það er svo borið saman við samanburðarhóp," segir Magnús og bætir við að tilskilin leyfi þurfi að liggja fyrir áður en farið sé í slíka rannsókn, því strangar reglur gildi til að mynda um gagnagrunninn.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira