Fimm tóku Vioxx, fengu hjartaáfall 27. janúar 2005 00:01 Landlæknisembættið athugar nú möguleikana á því að gera rannsókn á því hvort megi finna aukningu á hjarta og heilaáföllum hjá gigtarsjúklingum sem notuðu Vioxx hér á landi síðastliðin ár miðað við sjúklinga með sama sjúkdóm, sem notuðu eldri gigtarlyfin.Til þess þarf að nota upplýsingar úr gagnagrunnum, sem fyrir hendi eru og fá til þess tilskilin leyfi. Tilkynningar hafa borist á síðustu dögum til embættisins um fimm sjúklinga sem allir voru á Vioxx - gigtarlyfinu og hafa fengið hjartaáfall, að sögn Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis. "Hér er um tölfræðilega nálgun sé að ræða, það er samanburð á þessum hópum fólks. Það má líta á töku lyfsins sem áhættuþátt, líkt og reykingar eru áhættuþáttur fyrir hjartasjúkdóma samkvæmt tölfræðilegum gögnum, en ekki sé hægt beinlínis að benda á ákveðinn einstakling og fullyrða að Vioxx hafi orðið honum að bana," sagði Matthías Hann kvaðst vilja undirstrika að rannsóknarhugmyndin væri á algjöru frumstigi. Til hennar þyrfti aukafjármagn, sem reynt yrði að sækja, svo og einhvern aukamannafla. Varðandi tilkynningaskyldu lækna um aukaverkanir lyfja sagði Matthías, að hún væri vissulega til staðar. Hins vegar væri oft erfitt fyrir menn að átta sig á því hvenær væri um eindregnar aukaverkanir að ræða og hvenær um hluta meðferðar, eða einfaldlega einkenni sem tengdust sjúkdóminum sjálfum eða þá öðrum lyfjum sem viðkomandi notar. "Hins vegar er því ekki að neita að eru tilkynningar frá íslenskum læknum eru færri heldur en gengur og gerist meðal annarra þjóða," sagði Matthías. Spurður hversu miklu munaði þar sagði hann að það gæti verið allt að helmingur. Í Vioxx-málinu hefðu aukaverkanatilkynningar þó litlu breytt, því um væri að ræða áföll sem kæmu eftir áralanga notkun. "Þessi tilkynningaskylda er til þess að lyfjaframleiðendur og yfirvöld fái upplýsingar," sagði hann enn fremur. "Íslendingar nota aðeins örlítið brot af lyfjunum í heiminum. Það má kannski segja að ekki skipti sköpum hvort allt sé tilkynnt frá Íslandi eða ekki neitt, þótt ekki verið að draga úr því að íslenskir læknar eiga að standa sig betur í því að tilkynna um aukaverkanir og leggja þannig sitt af mörkum." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Landlæknisembættið athugar nú möguleikana á því að gera rannsókn á því hvort megi finna aukningu á hjarta og heilaáföllum hjá gigtarsjúklingum sem notuðu Vioxx hér á landi síðastliðin ár miðað við sjúklinga með sama sjúkdóm, sem notuðu eldri gigtarlyfin.Til þess þarf að nota upplýsingar úr gagnagrunnum, sem fyrir hendi eru og fá til þess tilskilin leyfi. Tilkynningar hafa borist á síðustu dögum til embættisins um fimm sjúklinga sem allir voru á Vioxx - gigtarlyfinu og hafa fengið hjartaáfall, að sögn Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis. "Hér er um tölfræðilega nálgun sé að ræða, það er samanburð á þessum hópum fólks. Það má líta á töku lyfsins sem áhættuþátt, líkt og reykingar eru áhættuþáttur fyrir hjartasjúkdóma samkvæmt tölfræðilegum gögnum, en ekki sé hægt beinlínis að benda á ákveðinn einstakling og fullyrða að Vioxx hafi orðið honum að bana," sagði Matthías Hann kvaðst vilja undirstrika að rannsóknarhugmyndin væri á algjöru frumstigi. Til hennar þyrfti aukafjármagn, sem reynt yrði að sækja, svo og einhvern aukamannafla. Varðandi tilkynningaskyldu lækna um aukaverkanir lyfja sagði Matthías, að hún væri vissulega til staðar. Hins vegar væri oft erfitt fyrir menn að átta sig á því hvenær væri um eindregnar aukaverkanir að ræða og hvenær um hluta meðferðar, eða einfaldlega einkenni sem tengdust sjúkdóminum sjálfum eða þá öðrum lyfjum sem viðkomandi notar. "Hins vegar er því ekki að neita að eru tilkynningar frá íslenskum læknum eru færri heldur en gengur og gerist meðal annarra þjóða," sagði Matthías. Spurður hversu miklu munaði þar sagði hann að það gæti verið allt að helmingur. Í Vioxx-málinu hefðu aukaverkanatilkynningar þó litlu breytt, því um væri að ræða áföll sem kæmu eftir áralanga notkun. "Þessi tilkynningaskylda er til þess að lyfjaframleiðendur og yfirvöld fái upplýsingar," sagði hann enn fremur. "Íslendingar nota aðeins örlítið brot af lyfjunum í heiminum. Það má kannski segja að ekki skipti sköpum hvort allt sé tilkynnt frá Íslandi eða ekki neitt, þótt ekki verið að draga úr því að íslenskir læknar eiga að standa sig betur í því að tilkynna um aukaverkanir og leggja þannig sitt af mörkum."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira