Sport

Juventus í 5 stiga forskot

Juventus náði að auka forystu sína í 5 stig á toppi ítölsku 1. deildarinnar í knattspyrnu í dag eftir 2-0 sigur á Brescia því á sama tíma tapaði AC Milan óvænt á útivelli fyrir Livorno, 1-0. David Trezeguet skoraði fyrra mark Juve á 12. mínútu en hið síðara var sjálfsmark Maurizio Domizzi. Udinese sem er í 3. sæti og 8 stigum á eftir Milan tapaði einnig óvænt á heimavelli fyrir Reggina, 0-2. Þess má svo geta að Inter Milan sem er í 4. sæti með 32 stig eða tólf stigum á eftir toppliði Juventus, gerði sitt fjórtánda jafntefli í deildinni í vetur í gær, 1-1 gegn Chievo Verona. Úrslit dagsins á Ítalíu. Juventus 2 - 0 Brescia  Lazio 1 - 2 Sampdoria  Lecce 1 - 0 Atalanta  Livorno 1 - 0 AC Milan  Messina 1 - 0 Parma  Siena 0 - 0 Palermo  Udinese 0 - 2 Reggina 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×