Rannsaka erfðir á alkahólisma 18. janúar 2005 00:01 Íslensk erfðagreining og SÁÁ hafa fengið 330 miljóna króna styrk frá Evrópusambandinu til rannsókna á erfðafræði áfengissýki og fíknar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ, undirrituðu samning um samstarf höfuðstöðvum ÍE í gær. "Markmiðið er að reyna að finna hvernig erfðir leggja af mörkum til áhættunnar á því að verða alkahólisti eða fíkill," sagði Kári Stefánsson. "Reyna að einangra erfðavísi sem leggur af mörkum til alkahólisma eða annarrar fíknar. Síðan er vonin sú, að sú þekking sem kom út úr því megi nýta til að setja saman nýjar aðferðir til að lækna og fyrirbyggja. Fólk hefur látið sig dreyma um að hægt sé að setja saman lyf sem hjálpi fólki til að takast á við alkahólisma og aðra fíkn. Staðreyndin er hins vegar sú, að þó svo að það sé erfðaþáttur í áhættunni, þá erfa menn aldrei annað en tilhneiginguna til að fá sjúkdóminn. Sú staðreynd að menn erfa tilhneigingu tekur ekki af þeim ábyrgðina á því sem þeir gera. Hún er eftir sem áður á herðum hvers einstaklings fyrir sig." Samningurinn er liður í viðamiklu evrópsku samstarfsverkefni átta rannsóknastofa um rannsóknir á líffræðilegum orsökum fíknar. Verkefnið hefur hlotið 8,1 miljóna evra styrk frá ESB. Helmingur styrksins, eða um 330 miljónir króna, er ætlaður til rannsókna á sviði mannerfðafræði sem ÍE mun annast. SÁÁ mun sjá um klínískan hluta rannsóknanna. Þetta er stærsti styrkur sem ESB hefur veitt til íslensks rannsóknaverkefnis. Þórarinn Tyrfingsson kvaðst gera ráð fyrir að 2 - 300 áfengissjúklingar tækju þátt í rannsókninni, svo og aðstandendur þeirra. Hitt lægi fyrir að enginn tæki þátt í slíkri rannsókn nema að skriflegt samþykki viðkomandi lægi fyrir áður. Næsta skref verður að rannsóknaraðilar munu senda inn umsókn til vísindasiðanefndar og Persónuverndar. Þá verður hafin útsending bréfa til fólk vegna þátttöku á næstu vikum. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira
Íslensk erfðagreining og SÁÁ hafa fengið 330 miljóna króna styrk frá Evrópusambandinu til rannsókna á erfðafræði áfengissýki og fíknar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ, undirrituðu samning um samstarf höfuðstöðvum ÍE í gær. "Markmiðið er að reyna að finna hvernig erfðir leggja af mörkum til áhættunnar á því að verða alkahólisti eða fíkill," sagði Kári Stefánsson. "Reyna að einangra erfðavísi sem leggur af mörkum til alkahólisma eða annarrar fíknar. Síðan er vonin sú, að sú þekking sem kom út úr því megi nýta til að setja saman nýjar aðferðir til að lækna og fyrirbyggja. Fólk hefur látið sig dreyma um að hægt sé að setja saman lyf sem hjálpi fólki til að takast á við alkahólisma og aðra fíkn. Staðreyndin er hins vegar sú, að þó svo að það sé erfðaþáttur í áhættunni, þá erfa menn aldrei annað en tilhneiginguna til að fá sjúkdóminn. Sú staðreynd að menn erfa tilhneigingu tekur ekki af þeim ábyrgðina á því sem þeir gera. Hún er eftir sem áður á herðum hvers einstaklings fyrir sig." Samningurinn er liður í viðamiklu evrópsku samstarfsverkefni átta rannsóknastofa um rannsóknir á líffræðilegum orsökum fíknar. Verkefnið hefur hlotið 8,1 miljóna evra styrk frá ESB. Helmingur styrksins, eða um 330 miljónir króna, er ætlaður til rannsókna á sviði mannerfðafræði sem ÍE mun annast. SÁÁ mun sjá um klínískan hluta rannsóknanna. Þetta er stærsti styrkur sem ESB hefur veitt til íslensks rannsóknaverkefnis. Þórarinn Tyrfingsson kvaðst gera ráð fyrir að 2 - 300 áfengissjúklingar tækju þátt í rannsókninni, svo og aðstandendur þeirra. Hitt lægi fyrir að enginn tæki þátt í slíkri rannsókn nema að skriflegt samþykki viðkomandi lægi fyrir áður. Næsta skref verður að rannsóknaraðilar munu senda inn umsókn til vísindasiðanefndar og Persónuverndar. Þá verður hafin útsending bréfa til fólk vegna þátttöku á næstu vikum.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira