Geðsjúkir rifnir upp með rótum 13. október 2005 15:20 Ingveldur B. Thoroddsen, aðstandandi sjúklings sem fluttur hefur verið frá Arnarholti á Klepp segir það "hörmulegt, að þetta litla samfélag, sem verið hefur um árabil í Arnarholti skuli leyst upp." Þarna hafi skapast náin vinátta milli fólks, sem síðan sé "rifið upp með rótum" og sett niður á öðrum stofnunum. Samkvæmt upplýsingum Erlu Bjarkar Sverrisdóttur deildarstjóra í Arnarholti verður því lokað um næstu mánaðarmót. Um 30 sjúklingar voru þar áramótin 2003 - 2004, en nú eru 18 eftir. Þá voru vistmenn í Gunnarsholti fluttir á sérdeild í Arnarholti þegar fyrrnefnda staðnum var lokað. Þeir hafa nú verið fluttir þaðan og á aðra staði. Erla Björk sagði, að sjúklingarnir sem verið hafi og séu enn í Arnarholti hafi farið eða fari á stofnanir á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss, svo sem Klepp og á sambýli eða á hjúkrunarheimili. Þá sé verið að standsetja tvö sambýli, annað á Teigi á Flókagötu þar sem áfengismeðferð LSH var áður og hitt í Esjugrund á Kjalarnesi. Hið síðarnefnda verði tilbúið innan skamms. Einnig verði opnuð deild á Landakoti fyrir fólk sem er í bið eftir öðrum búsetuúrræðum. Þangað fari þrír sjúklingar. Spurð hvernig flutningarnir frá Arnarholti hefðu lagst í sjúklingana sagði Erla Björk að þeir hefðu tekið þeim af æðruleysi, enda hefðu þeir haft sinn undirbúningstíma. "Það var verra þegar óvissa ríkti um hvert þeir ættu að fara," sagði Erla Björk, sem fylgir hluta hópsins á sambýli, alla vega til að byrja með. "Eftir að það varð ljóst finnst mér fólkið bara taka þessu vel. En það vantar fleiri sambýli í þjóðfélagið." Ingveldur sagði, að sér fyndist það ómannúðlegt að skáka þessu sjúka fólki á milli staða í sparnaðarskyni. "Ég kynntist samfélaginu í Arnarholti mjög vel og það er þetta fólk sem þar hefur dvalið sem knýr mig til að tala um þetta," sagði hún."Þarna hafa menn tengst sterkum vináttu og tryggðarböndum og stutt hver annan í gegnum tíðina. Þetta hefur verið heimili þessa fólks, sem nú er rifið upp með rótum og dreift á aðrar stofnanir, sumum jafnvel til bráðabirgða. Mig hefur sviðið í hjartað þegar mér verður hugsað til alls þessa fólks þarna. Ég skil ekki hver meiningin á bak við þetta er, en það er virkilega særandi að vita til þess að þessu fólki skuli ýtt út í þessa flutninga og allt það rask sem þeim fylgir. Geðsjúkir þurfa umfram allt festu og öryggi til þess að þeim líði vel." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Ingveldur B. Thoroddsen, aðstandandi sjúklings sem fluttur hefur verið frá Arnarholti á Klepp segir það "hörmulegt, að þetta litla samfélag, sem verið hefur um árabil í Arnarholti skuli leyst upp." Þarna hafi skapast náin vinátta milli fólks, sem síðan sé "rifið upp með rótum" og sett niður á öðrum stofnunum. Samkvæmt upplýsingum Erlu Bjarkar Sverrisdóttur deildarstjóra í Arnarholti verður því lokað um næstu mánaðarmót. Um 30 sjúklingar voru þar áramótin 2003 - 2004, en nú eru 18 eftir. Þá voru vistmenn í Gunnarsholti fluttir á sérdeild í Arnarholti þegar fyrrnefnda staðnum var lokað. Þeir hafa nú verið fluttir þaðan og á aðra staði. Erla Björk sagði, að sjúklingarnir sem verið hafi og séu enn í Arnarholti hafi farið eða fari á stofnanir á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss, svo sem Klepp og á sambýli eða á hjúkrunarheimili. Þá sé verið að standsetja tvö sambýli, annað á Teigi á Flókagötu þar sem áfengismeðferð LSH var áður og hitt í Esjugrund á Kjalarnesi. Hið síðarnefnda verði tilbúið innan skamms. Einnig verði opnuð deild á Landakoti fyrir fólk sem er í bið eftir öðrum búsetuúrræðum. Þangað fari þrír sjúklingar. Spurð hvernig flutningarnir frá Arnarholti hefðu lagst í sjúklingana sagði Erla Björk að þeir hefðu tekið þeim af æðruleysi, enda hefðu þeir haft sinn undirbúningstíma. "Það var verra þegar óvissa ríkti um hvert þeir ættu að fara," sagði Erla Björk, sem fylgir hluta hópsins á sambýli, alla vega til að byrja með. "Eftir að það varð ljóst finnst mér fólkið bara taka þessu vel. En það vantar fleiri sambýli í þjóðfélagið." Ingveldur sagði, að sér fyndist það ómannúðlegt að skáka þessu sjúka fólki á milli staða í sparnaðarskyni. "Ég kynntist samfélaginu í Arnarholti mjög vel og það er þetta fólk sem þar hefur dvalið sem knýr mig til að tala um þetta," sagði hún."Þarna hafa menn tengst sterkum vináttu og tryggðarböndum og stutt hver annan í gegnum tíðina. Þetta hefur verið heimili þessa fólks, sem nú er rifið upp með rótum og dreift á aðrar stofnanir, sumum jafnvel til bráðabirgða. Mig hefur sviðið í hjartað þegar mér verður hugsað til alls þessa fólks þarna. Ég skil ekki hver meiningin á bak við þetta er, en það er virkilega særandi að vita til þess að þessu fólki skuli ýtt út í þessa flutninga og allt það rask sem þeim fylgir. Geðsjúkir þurfa umfram allt festu og öryggi til þess að þeim líði vel."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira